Færslur fyrir júní, 2013

Sunnudagur 30.06 2013 - 17:53

Forsætisráðherra, frasar og rökleysa.

1. Í viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, á Sprengisandi í morgun – http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP19477 – vakti Sigurjón M. Egilsson máls á “umframhagnaði” í sambandi við umræðuna um veiðigjald. (mín. 3:00) 2. “Umframhagnaður” er vel þekkt hagfræðihugtak, sbr. eftirfarandi: A special tax that is assessed upon income beyond a specified amount, usually in excess of a […]

Þriðjudagur 25.06 2013 - 00:45

SÍ, FME og Hæstiréttur vs. Íslenzk heimili

Dómur Hæstaréttar frá 16. júní 2010 í máli nr. 153/2010 byggði á ráðgjöf Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins um vaxtakjör á gengistryggðum krónulánum eftir að þau voru dæmd ólögleg. Ráðgjöfin endurspeglast í forsendum dóms Hæstaréttar: „Þegar virt er að ákvæðið um gengistryggingu í samningi aðilanna er ógilt og bein og órjúfanleg tengsl eru samkvæmt framansögðu milli […]

Sunnudagur 23.06 2013 - 00:24

Eignir kröfuhafa og leiðrétting skulda

Í aðdraganda kosninganna 27. apríl sl. leyfði ég mér að kalla hugmyndir XB um fjármögnun leiðréttinga á verðtryggðum húsnæðisskuldum heimilanna „endemis rugl“. Í síðustu viku tjáði annar hagfræðingur sig um málið og sagði hugmyndirnar vera „galnar“. Í beinni útsendingu á Stöð2 daginn fyrir kosningar var Sigmundur Davíð spurður um viðbrögð hans við umsögn minni. Hann […]

Þriðjudagur 04.06 2013 - 01:22

Mistök Hæstaréttar – Dómur um gengistryggingu.

Hæstiréttur gerði alvarleg mistök í dómi nr. 471/2010, frá 16. september 2010 um gengistryggingu.  Þar var ranglega staðhæft að „fulljóst‟ væri að ólögmæti gengistryggingar krónulána  hefði í för með sér að þeir vextir sem tilgreindir væru í viðkomandi lánasamningum hlytu að teljast vera ógildir. Því yrði að líta svo á að slíkir lánasamningar hefðu kveðið […]

Sunnudagur 02.06 2013 - 14:04

Skuldaleiðrétting á sumarþingi? Nei!

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sátu fyrir svörum í Kastljósi 23. maí. „Á að afnema verðtrygginguna?‟ spurði Helgi Seljan. „Það er rætt um það í stjórnarsáttmálanum að horfa sérstaklega á neytendalánin,‟ svaraði Bjarni, „og það er sérstakt markmið beggja flokka og það var stefnumál hjá okkur að draga mjög úr notkun hennar […]

Laugardagur 01.06 2013 - 16:42

Skuldaleiðrétting á sumarþingi?

Skuldaleiðrétting verður ekki afgreidd fyrr en búið er að ákveða hvernig hún verði fjármögnuð. Enn er (væntanlega) langt í land með samninga við kröfuhafa þrotabúa gömlu bankanna og því a.m.k. jafnlangt í „svigrúm“ til fjármögnunar úr þeirri átt. Ef biðin eftir „svigrúmi“ verður of löng, þá verður fjármögnunar leitað annars staðar – þ.e.a.s. hjá Seðlabanka […]

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar