Miðvikudagur 17.07.2013 - 18:40 - FB ummæli ()

Atlaga að almannahag – Alþingi og Rannsóknarnefnd Alþingis

Þann 14. janúar 2009 sendi ég Rannsóknarnefnd Alþingis erindi varðandi hugsanlega „umbreytingu gjaldeyrismarkaðarins í nokkurs konar svikamyllu“ 2004-2008.

Svikamyllu hugsanlegs peningaþvættis og/eða fjármagnsflótta.

Rannsóknarnefnd Alþingis viðurkenndi móttöku erindisins en virðist hafa látið þar við sitja.

Ágætu nefndarmenn.

Frá hagfræðilegu sjónarmiði eru helztu rætur bankahrunsins þessar:

*  Vanhæfni yfirstjórnar íslenzkra peningamála.

*  Óhamin útlánaþensla lánakerfisins.

*  Glórulaus stýrivaxtastefna Seðlabanka Íslands.

*  Okurvextir innlenda lánakerfisins.

Sjá nánar grein hér að neðan sem ég sendi Fréttablaðinu í gær.

Ég sendi greinina einnig til Alþingismanna með eftirfarandi umsögn:

„Vanhæfni yfirstjórnar peningamála ógnar nú sjálfstæði Íslands.

Ábyrgðin var ykkar.

Og ábyrgðin er ykkar að standa vörð um sjálfstæði Íslands.”

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur

Atlaga að almannahag

Upplýsingar á vefsíðu Seðlabanka Íslands um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins gagnvart útlöndum frá 2004 til septemberloka 2008 endurspegla stórfellda aukningu vaxtatekna og vaxtagjalda á þessu tímabili. Vaxtatekjur 2004 námu 8.8 milljörðum og jafngiltu 0.9% af vergri landsframleiðslu (VLF) en kunna að hafa hækkað í 210 milljarða og14.8% árið 2008.  Eins má ætla að vaxtagjöld hafi hækkað úr 35.5 milljörðum 2004 (3.8% af VLF) í um 486 milljarða og jafngilt 34.1% af VLF 2008.  Með öðrum orðum, hrein vaxtagjöld þjóðarbúsins hafa hækkað úr 2.9% af VLF 2004 í 19.3% á nýliðnu ári, og hafa liðlega þrefaldast frá 2005.  Frá 2006 til 2008 jafngilti hækkunin um 11% af VLF.

Ljóst er að hlutdeild Seðlabanka Íslands í auknum vaxtatekjum og gjöldum er lítil; gjaldeyrissjóður seðlabankans var aðeins $1,1 milljarður í lok 2004 og 2005 og hækkaði árlega um $0,3 milljarða 2006-2008.  Aukningin endurspeglar því væntanlega viðbrögð markaðsaðila við hávaxtastefnu seðlabankans og innlenda lánakerfisins sem færði þeim auðfenginn gróða í mynd vaxtamunar á erlendum og innlendum lánsfjármörkuðum.  Margt er enn á huldu um viðskiptakerfi þessara aðila (lífeyrissjóða, sjávarútvegs- og fjárfestingafyrirtækja) en af síðustu fréttum má ráða að umbreyting gjaldeyrismarkaðarins í nokkurs konar svikamyllu hafi verið veigamikill hluti kerfisins.

Á tímabilinu 2006-2008 voru vaxtagjöld þjóðarbúsins 945 milljarðar, tekjur 422 milljarðar og nettó vaxtakostnaður 523 milljarðar – og jafngilti nær fjórum Kárahnjúkavirkjunum (133 milljarðar).  Hér er að miklu leyti um að ræða fórnarkostnað samfélagsins vegna vanhæfni yfirstjórnar íslenzkra peningamála í mynd óhaminnar útlánaþenslu lánakerfisins, glórulausra stýrivaxta seðlabankans og meðfylgjandi okurvaxta innlenda lánakerfisins.  Í Mbl. grein höfundar 30. maí 2006 („Hvar liggur ábyrgðin?”) var fjallað um umsögn sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem heimsótti Ísland fyrr í mánuðinum og taldi útlánaþensluna vera „hrikalega” (e. staggering).  Stjórnvöld létu reka á reiðanum enn um sinn.  Lokaorð höfundar voru eftirfarandi: „Þetta er verra en grunnfærni – þetta er atlaga að almannahag.”

Hér eru tölfræðilegu gögnin sem greinin byggir á (I-III milljónir IKR; IV milljarðar IKR):

I.  Vaxtatekjur þjóðarbúsins:   % af VLF

2004                 =      8.795          0.9%

2005                 =    21.491          2.1%

2006                 =    73.114          6.3%

2007                 =  138.955        10.9%

2008                 =  210.360*       14.8%

*Hagtölur SÍ sýna 150.360 fyrir jan-sept. – spá mín fyrir okt-des.

 

II.  Vaxtagjöld þjóðarbúsins:

2004                 =   -35.478          3.8%

2005                 =   -61.407          6.0%

2006                 = -166.673        14.3%

2007                 = -292.772        22.9%

2008                 = -485.864*       34.1%

*Hagtölur SÍ sýna -335.864 fyrir jan-sept. – spá mín fyrir okt-des.

 

III.  Nettó vaxtagjöld þjóðarbúsins (I – II):

2004                 =   -26.683          2.9%

2005                 =   -39.916          3.9%

2006                 =   -93.559          8.0%

2007                 = -153.817        12.0%

2008                 = -275.504        19.3%

 

IV.  Verg landsframleiðsla (Gross domestic product)*

2004                  =    928.7

2005                 = 1.026.3

2006                   = 1.167.7

2007 est.           = 1.279.4

2008 proj.         = 1.424.0

*Skýrsla AGS, 25. nóv 2008, bls. 26.

Table 1. Iceland: Selected Economic Indicators, 2000-09.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar