Miðvikudagur 24.07.2013 - 14:19 - FB ummæli ()

Einbeittur brotavilji í „góðri trú“ – réttvísi byggð á „rökleysu“

Það er ótrúverðugt:

1. Að samtök fjármálastofnana mótmæli fyrirhuguðu banni við gengistryggingu krónulána í umsögn til Alþingis 24. apríl 2001 – en hafi síðan fyllst óvissu um ólögmæti gengistryggingar krónulána eftir samþykkt laga nr. 38/2001 þann 26. maí 2001.

2. Að Seðlabanki Íslands taki þátt í gerð frumvarps sem varð að lögum nr. 38/2001 – en hafi síðan fyllst óvissu um ólögmæti gengistryggingar krónulána eftir að fjármálastofnanir ákváðu að virða bannið að vettugi.

3. Að fulltrúi samtaka fjármálastofnana flytji Alþingi mótmæli þeirra vegna fyrirhugaðs banns við gengistryggingu krónulána – en haldi því fram þegar Hæstiréttur eyðir meintri óvissu að brot fjármálastofnana gegn lögum nr. 38/2001 hafi verið framin í „góðri trú“.

4. Að Hæstiréttur Íslands kynni sér forsögu málsins – en hafi síðan í góðri trú fellt dómsorð á þeirri forsendu að báðir aðilar málsins hafi verið í góðri trú að lög nr. 38/2001 heimiluðu gengistryggingu krónulána.

5. Að Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið hafi í góðri trú beint þeim tilmælum til lánastofnana að láta ákveðna seðlabankavexti koma í stað samningsvaxta á forsendum sem ég hef leyft mér að kalla „rökleysu“.

6. Að dómara Hæstaréttar hafi skort rökfestu til að átta sig á rökleysunni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar