Færslur fyrir nóvember, 2013

Miðvikudagur 20.11 2013 - 19:54

Valkostir við skuldaleiðréttingu

Valkostirnir eru einungis tveir: 1. Eigandi skuldar, A, færir niður höfuðstól hennar um X. Hrein eignastaða A skerðist um X. 2. Eigandi skuldar, A, fær X greiddar af henni af þriðja aðila. Hrein eignastaða A er óskert. *** Ríkisstjórnin hallast að valkosti 2. A verður því að fá X greiddar af þriðja aðila. *** Þar […]

Þriðjudagur 19.11 2013 - 19:15

Forsætisráðherra vs. Seðlabankastjóri

Viðbrögð forsætisráðherra við umsögn seðlabankastjóra um skuldaleiðréttingarmál á nefndarfundi á Alþingi í gær hafa vakið athygli og umtal. Umsögn mín um bloggfærslu Egils Helgasonar fyrr í dag varðar kjarna málsins: Fyrir kosningar boðaði XB afskrift skulda með utanaðkomandi fjármagni þannig að eignahlið efnahagsreiknings lánastofnana skerðist EKKI um krónu. Með þessu er EIGNAFROÐU skipt út fyrir […]

Sunnudagur 17.11 2013 - 23:41

Forsæti á fölskum forsendum?

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, ráðherra og seðlabankastjóri m.m. birti í dag bloggfærslu á pressan.is – Skuldalækkunin á næstunni – þar sem hann setur fram mælistikur sem menn geta nýtt sér til að átta sig á boðuðum tillögum ríkisstjórnarinnar um skuldalækkun. Bloggfærsla Jóns byggir augljóslega á víðtækri þekkingu höfundar á viðfangsefninu. Í aðdraganda alþingiskosninganna 27. […]

Laugardagur 09.11 2013 - 00:44

Trompspil Framsóknar?

I. Þann 23. október sl. setti Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, eftirfarandi status inn á Facebook-síðu sína: Sendi þennan póst núna á DV v/ umfjöllunar þeirra um skuldaleiðréttinguna. Við hljótum að vera gera eitthvað rétt núna. Fáum heilsíðu eftir heilsíðu „Sælir, af gefnu tilefni v/ umfjöllunar DV um skuldaleiðréttinguna. Áfram er unnið að skuldaleiðréttingunni og […]

Laugardagur 02.11 2013 - 21:51

Skuldaáform XB óframkvæmanleg

Ríkisstjórn XB og XD ætlar að lækka verðtryggðar húsnæðisskuldir heimilanna um X milljarða ÁN þess að fjárhagslegum stöðugleika sé ógnað. Sérfræðinganefnd um skuldaleiðréttingu á að segja til um valkosti við framvæmd þessara áforma en ekki hvort þau séu framkvæmanleg. Í bloggfærslu  21. október  (Endemis rugl í öndvegi – stöðugleika ógnað) hafði ég eftirfarandi formála að […]

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar