Fimmtudagur 02.01.2014 - 22:34 - FB ummæli ()

Vaxtagreiðslur eða fjármagnsflótti?

1. Í færslu 17. febrúar 2009 (http://vald.org/greinar/090217/) vísaði Jóhannes Björn til innleggs míns á bloggi Egils Helgasonar þar sem vikið var að (meintri) þróun vergra vaxtagreiðslna þjóðarbúsins frá 2004 til 2008 skv. hagtölum Seðlabanka Íslands. Þar segir m.a.:

„Aukning vaxtaútgjalda þjóðarbúsins úr 1/25 hluta vergrar landsframleiðslu 2004 í 1/3 hluta árið 2008 jafngildir blóðmjólkun samfélagsins.

Enn er óvíst hvað þar bjó að baki – en ekki er hægt að útiloka að íslenzk fjármálafyrirtæki og svartir erlendir peningar komi þar við sögu.”

2. Seðlabanki Íslands hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið.

3. En hér var eitthvað óvenjulegt – og e.t.v. gruggugt – á ferð.

4. Í pistli í dag, 2. janúar 2014 (http://www.jonas.is/atta-manada-ransferd/) vekur Jónas Kristjánsson máls á hugsanlegri útskýringu: fjármagnsflótta.

„Ráðamenn okkar vissu í febrúar 2008 að hrunið var að koma. Viðvaranir fóru að berast frá sérfræðingum. Þá hófust tölvusamskipti ráðherra og fyrirmæli til ráðuneytisstjóra um að leyna ástandinu fyrir almenningi. Lykilmenn í þessu ferli voru Geir H. Haarde og Davíð Oddsson. Á sama tíma hófu innvígðir að undirbúa einkafjármálin. Bankarnir fóru að lána eignalausum fyrirtækjum eigenda sinna og gæludýranna. Ráðuneytisstjóri lenti síðar á Kvíabryggju út af innherjasvindli. Hundruðum milljarða af gervifé var skipt í gjaldeyri og komið undan til Tortola. Hrunið kom í október, eftir átta mánaða ránsferð.”

5. Ég tilkynnti Rannsóknarnefnd Alþingis um málið, en skýrsla hennar var þögul um það.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar