Mánudagur 13.01.2014 - 14:42 - FB ummæli ()

Lífeyrissjóðakerfið eykur skuldsetningu heimila

Ríkisstjórn XB og XD er umhugað um að létta skuldabyrði heimilanna.
En fer í geitarhús að leita ullar – í séreignasparnað heimilanna og fugla í skógi en ekki löngu tímabæra breytingu á öfugsnúnu lífeyrissjóðakerfi.
Greiðsla iðgjalda laumþega og atvinnurekenda til lífeyrissjóðanna lamar eftirspurn eftir vörum og þjónustu sem launþegar geta staðið undir með atvinnutekjum sínum.
Að sama skapi lamar iðgjaldagreiðslan þann drifkraft hagvaxtar og atvinnusköpunar sem felst í kaupmætti almennings af atvinnutekjum.
Opinber skattlagning og iðgjaldagreiðslur af atvinnutekjum eru af þeirri stærðargráðu að SKULDSETNING er eini valkostur sem tugþúsundir heimila landsins hafa til að fjármagna nauðsynlegan framfærslukostnað.
Á hverju ári hefur slík skuldsetning farið yfir þolmörk heimilanna – og að meðaltali eru þrjár fjölskyldur sagðar hafa misst húsnæði sitt á hverjum degi frá 2008 vegna skatta, lífeyrissjóðsgreiðslna, óviðunandi hagvaxtar og atvinnutækifæra annarra en láglaunastarfa.
Það er löngu tímabært að stjórnvöld taki á vandanum, eða víki ella.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar