Mánudagur 03.03.2014 - 00:13 - FB ummæli ()

Afnám hafta og 1.000 milljarðar í gjaldeyri

Ágætu alþingismenn.

Eftirfarandi er baksvið skrifa minna um slit viðræðna við ESB.

Ég geng út frá því að hugmyndin sé liður í aðgerðaáætlun.

I.

Gjaldeyrishöftin eru birtingarmynd þess að Ísland er gjaldþrota.

Fjármálaráðherra miðar að afnámi haftanna fyrir næstu áramót.

Að óbreyttu myndi afnám leiða til gengishruns og óðaverðbólgu.

Stóraukinn gjaldeyrisforði myndi koma í veg fyrir þá útkomu.

II.

En hvaðan á Ísland að fá e.t.v. 1.000 milljarða í gjaldeyri?

Ekki frá ESB, AGS eða Seðlabanka Evrópu eftir slit aðildarviðræðna.

Ekki frá erlendum markaðsaðilum sem lána ekki gjaldþrota ríkjum.

Ekki frá þrotabúum Glitnis og Kaupþings – hvað sem síðar kann að verða.

III.

Stóraukinn gjaldeyrisforði yrði því að fást á pólitískum forsendum.

Engar slíkar forsendur eru til staðar hjá ESB ríkjum og BNA.

IV.

Það er því tvennt til í stöðunni:

1. Höft verða ekki afnumin fyrir næstu áramót.

2. Pólitískar forsendur eru til staðar utan ESB og BNA.

Rússland og Kína eru einu ríkin sem þar koma til greina.

V.

Það er ekki bætandi á erlenda skuldastöðu Íslands.

Gjaldeyrir frá þeim gæti því ekki verið í lánsformi.

VI.

Útilokunaraðferðin vísar þannig til eins möguleika:

Greiðslu fyrir afnotarétt af efnahagslögsögu Íslands.

T.d. á norðaustanverðu Íslandi eða Drekasvæðinu.

VII.

Á slóðum þar sem forsætisráðherra sér gríðarleg tækifæri.

Tækifæri fyrir komandi kynslóðir – og þrotabú Íslands í dag?

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar