Fimmtudagur 06.03.2014 - 23:18 - FB ummæli ()

Afstaða ESB og getgátur stjórnvalda

I.  Afstaða ESB til aðildarumsóknar Íslands var útskýrð af Barosso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, á fréttamannafundi 16 júlí 2013 við lok heimsóknar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, til höfuðstöðva ESB.

II. Á fundinum vék Barosso að viðræðum þeirra og afstöðu framkvæmdastjórnar ESB (lausleg þýðing mín):

Í dag áttum við skoðanaskipti um fyrirætlanir nýju ríkisstjórnar Íslands varðandi tengsl ESB og Íslands. Skoðanaskiptin voru uppbyggileg og juku gagnkvæman skilning á sýn beggja aðila á tengsl okkar í framtíðinni.

Afstaða okkar er skýr: Framkvæmdastjórnin virðir ákvörðun ríkisstjórnarinnnar varðandi aðildarferlið. Við bíðum þess að staða Íslands í þessi sambandi skýrist eftir að Alþingi hefur lokið mati sínu á ESB-aðild í haust.

Það er sameiginlegt hagsmunamál ESB og Íslands að ákvörðun í málinu verði tekin á grundvelli tilhlýðilegrar íhugunar og á hlutlægan, gagnsæjan og yfirvegaðan hátt. En tíminn líður, og það eru líka sameiginlegir hagsmunir okkar að þessi ákvörðun verði tekin án frekari tafar.

Við vonum að þessi umræða á Íslandi gefi okkur skýra vísbendingu um leiðina áfram, og við eru reiðubúnir til frekari viðræðna við ríkisstjórnina um sameiginlega mótun þeirrar leiðar.

Ég vil líka árétta að einróma ákvörðun af hálfu aðildarríkja ESB um opnun aðildarsamningsferlisins er enn í fullu gildi.

Í stuttu máli, þá eru skilaboð mín í dag skýr: Að því gefnu að vilji Íslands standi til þess, þá erum við enn skuldbundnir að halda áfram aðildarsamningsferlinu sem ég tel fullvíst að gæti leitt til lausna á séríslenzkum málum.

Herra forsætisráðherra.

Ég þakka þér fyrir heimsókn þína til framkvæmdastjórnar ESB og vil endurtaka enn einu sinni hversu mjög ég virði land þitt. Við lítum á Ísland sem eina nánustu vinaþjóð okkar. Ég vil fullvissa þig og íslenzku þjóðina að við óskum þess að mynda nánari og jafnvel árangursríkari tengsl við land ykkar.

Ég þakka þér áheyrnina.

III. Allt er þetta kurteislega orðað, en ýmislegt má lesa milli lína í eftirfarandi málsgrein:

Það er sameiginlegt hagsmunamál ESB og Íslands að ákvörðun í málinu verði tekin á grundvelli tilhlýðilegrar íhugunar og á hlutlægan, gagnsæjan og yfirvegaðan hátt. En tíminn líður, og það eru líka sameiginlegir hagsmunir okkar að þessi ákvörðun verði tekin án frekari tafar.

IV. Innvígðir í stofnana-ensku gætu e.t.v. lesið hér milli lína eitthvað á þessa leið:

Við erum ekki andstæðingar í þessu máli. Ef íslenzk stjórnvöld róa sig og leggja ískalt mat á hlutina, þá blasa sameiginlegir hagsmunir okkar við. Vonandi verður það fyrr frekar en síðar að þið gerið upp hug ykkar.

V. Forsætisráðherra virðist lesa eftirfarandi skilaboð milli lína:

ESB bíður ekki til eilífðarnóns eftir að Ísland taki ákvörðun af eða á.

VI. Milli-lína lestur byggir á getgátum.

Það skiptir engu hvað fólk úti í bæ leyfir sér í þeim efnum.

En ábyrg ríkisstjórn byggir ekki framtíð þjóðar á getgátum.

VII. Væri ekki ráð að SDG hringdi í Barosso?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar