Sunnudagur 09.03.2014 - 14:34 - FB ummæli ()

Vaxtastefna Seðlabanka Íslands

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ræddi um vaxtastefnu SÍ í viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi fyrr í dag.
Vaxtastefnan er ekki flókin:
Stýrivextir, X, ráðast af mældri verðbólgu og/eða „verðbólguvæntingum“, Y, þannig að X – Y = ca. 2% „raunvextir“.
Peningahagfræði er aðeins flóknari og krefst skilnings á viðfangsefninu.
Sbr. umsögn brezka hagfræðingsins Joan Robinson (1903-1983):
„I can’t follow the mathematics, so I have to think.“ (Ég er ekki sleip í reikningi og verð því að hugsa.)
Gjaldeyrishöft síðustu fimm ára hafa komið í veg fyrir gengishrun vegna undirliggjandi ójafnvægis í peningamálum.
Vaxtastefna SÍ viðheldur ójafnvæginu í stað þess að minnka það með NEIKVÆÐUM raunvöxtum

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar