Miðvikudagur 30.04.2014 - 14:09 - FB ummæli ()

Upplausn í peningamálum – Orsök og afleiðing

Hér er stiklað á stóru.

1. Verðmæti skapast við skipulagt samspil framleiðsluþátta – vinnuafls og náttúruauðlinda. Sbr. hugtakið auðlind – uppspretta auðs.

2. Hlutverk skipuleggjanda/atvinnurekanda er að virkja slíkar uppsprettur auðs í framleiðsluferli.

3. Atvinnurekandi aflar sér framleiðsluþátta með útgáfu skuldaviðurkenninga í einhverri mynd.

4. Við lok framleiðsluferlis innleysir atvinnurekandi skuldaviðurkenningu sína með andvirði verðmætis sem skapast í framleiðsluferlinu.

5. Við nútíma aðstæður gefur atvinnurekandi út skuldaviðurkenningu til banka gegn samsvarandi nýsköpun peninga í mynd innstæðu á viðskiptareikningi hans.

6. Nýsköpun peninga – lögeyris – með þessum hætti felur í sér mikla hagkvæmni fyrir allan atvinnurekstur.

7. Sala nýskapaðs verðmætis við lok framleiðsluferlis gerir atvinnurekandanum kleift að innleysa eigin skuldaviðurkenningu gagnvart bankanum.

8. Sífelld og vaxandi upplausn í peningakerfum heims á rætur að rekja til afnáms Bretton Woods alþjóðapeningakerfisins í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.

9. Hömlur gegn óhóflegri nýsköpun peninga voru innbyggðar í Bretton Woods kerfið.

10. Afnám Bretton Woods kerfisins án samkomulags helztu efnahagsvelda innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hvernig standa ætti að nýjum hömlum er bein orsök ríkjandi upplausnar í peningakerfum heims.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar