Færslur fyrir ágúst, 2014

Laugardagur 09.08 2014 - 23:02

Hauss Egils, Dráp Snorra og Njáluhöfundur

Ef ég man rétt, þá taldi Halldór Laxness helztu Íslendingasögurnar vera tengdar hugmyndafræðilega á einhvern þann hátt sem ekki liggur í augum uppi. Hér eru slík tengsl dregin fram í dagsljósið að hluta, sérstaklega er því er varðar Egilssögu, Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar og Brennu-Njálssögu. Eins virðist blasa við að Völuspá hefur verið samtímaverk höfunda þessara […]

Fimmtudagur 07.08 2014 - 23:57

Sigurður Nordal vs. Snorri Sturluson

Haustið 1958 var ég í fjölskylduboði þar sem Sigurður Nordal sat og spjallaði við föður minn. Sigurður spurði um hugsanlegt framhaldsnám mitt eftir stúdentspróf 1960. Faðir minn sagði mig stefna á hagfræðinám í Þýzkalandi. „Æi nei, ekki Þýzkaland,” sagði Sigurður og þar með var teningunum kastað. Að ráði hans var stefnan sett á Bretland, þar […]

Miðvikudagur 06.08 2014 - 04:59

Vituð ér enn, eða hvat?

1. Fyrirsögn bloggfærslu minnar 30. júlí sl., Bækur Snorra – Sögubækur Sturlu, vísaði til umsagnar Sturlu Þórðarsonar í 79. kafla Íslendingasögu: Nú tók at batna með þeim Snorra ok Sturlu, ok var Sturla löngum þá í Reykjaholti ok lagði mikinn               hug á at láta rita sögubækr eftir bókum […]

Sunnudagur 03.08 2014 - 21:48

William Shakespeare – II

Francis Bacon höfundur Don Quixote? „Another curious case of cryptography was presented to the public in 1917 by one of the best of the Bacon scholars, Dr. Alfred von Weber Ebenhoff of Vienna.  Employing the same systems previously applied to the works of Shakespeare, he began to examine the works of Cervantes…. Pursuing the investigation, […]

Laugardagur 02.08 2014 - 00:55

William Shakespeare – I

Höfundur Njálu kynnir sig til sögunnar í lokasetningunni, Ok lýk ek þar Brennu-Njálssögu.  Hver var ek? Leikir og lærðir hafa lengi velt þessari spurningu fyrir sér, en mér vitanlega hefur enginn ályktað að þar mæli höfundur sem Þorfinnr karlsefni, 9323. Hvernig mætti það vera? Að baki liggur táknmál fornra sköpunarsagna, sbr 9323 + 4000 + […]

Föstudagur 01.08 2014 - 14:31

Andlig spekðin 1 – Jarðlig skilning 0

Ég hef aldrei skilið þessa áráttu að líta á íslenskar fornbókmenntir sem „launsagnir“ um eitthvað allt annað en þær eru; og undir hinum eiginlega texta búi annar texti sem við þurfum að finna lykiliinn að eins og við séum Indiana Jones ofan í helli; eins og það sé einhvern veginn ekki nógu merkilegt að skrifa um […]

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar