Föstudagur 07.11.2014 - 03:29 - FB ummæli ()

Bréf til alþingismanna; Bankaskattur og fjármögnun ríkisútgjalda

Ágæti alþingismenn.

Sumarið 2006 ráðlagði ég vinafólki að innleysa umtalsverðar pappírseignir og „parkera‟ andvirðinu í evrum.

Þannig væru þau varin gegn hugsanlegu/líklegu markaðshruni þótt eignaverð kynni að hækka í millitíðinni.

Í dag eru aftur fjárhagslegar blikur á lofti í hagkerfinu

Staðan er flókin og vandmeðfarin – og auðvelt að gera afdrifarík mistök.

Ég tel að slík mistök séu þegar sýnileg á sviði ríkisfjármála.

Þvi leyfi ég mér að framsenda eftirfarandi umsögn mína á öðrum vettvangi:

***

Frambjóðendur XD voru ekki hrifinir af hugmyndum XB um allt frá 240 (Frosti Sigurjónsson) til 300 milljarða plús (SDG) svigrúm sem átti að vera til staðar til að greiða niður húsnæðisskuldir heimila.

Vigdís Hauksdóttir sagði í blaðaviðtali í apríl 2013 að sérfræðingar XB hefðu pælt í hugmyndunum og teldu þær vera góðar.

Í sjónvarpsviðtali 2-3 dögum fyrir kosningar fullyrti SDG eitthvað í þá veru þegar hann var spurður um þá umsögn mína að hugmyndir XB væru „endemis rugl“.

Nú fæ ég ekki betur séð en að BB og ráðgjafar hans séu komnir inn á XB línuna!

Kjarni málsins er sá að 35 milljarða bankaskattur á þrotabúin jafngildir peningaprentun til að fjármagna útgjöld ríkissjóðs.

Af hverju?

Jú, skattur á skuldir óvirkra þrotabúa er EKKI skattur á samtíma tekjumyndun í hagkerfinu þannig að fjármögnun útgjalda ríkissjóðs með 35 milljörðunum er viðbót við þá heildareftirspurn í hagkerfinu sem er sprottin af samtíma tekjumyndun að frádregnum opinberum gjöldum af henni.

Þetta er ekki flókin hagfræði.

***

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar