Sunnudagur 19.04.2009 - 16:07 - 9 ummæli

sammala.is

Það hefur töluverður fjöldi skráð sig á vefinn sammala.is. Þar á meðal undirritaður ásamt fleira fólki úr Sjálfstæðisflokknum. Við erum þarna vegna þess að við teljum hagsmunum Íslands best borgið með því að fara í aðildarviðræður um ESB aðild og svo þjóðaratkvæði.

Þessa leið tel ég besta af ýmsum ástæðum, ekki síst myntsamstarf eftir einhvern tíma en fram að því vissu um stefnu í þá áttina.

Það þarf ekki að óttast að þjóðin velji ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu ef henni líst ekki á þá skilmála sem okkur standa til boða.

Við sem höfum skrifað undir á sammala.is erum væntanlega úr öllum stjórnmálaflokkum og eflaust margir utan flokka líka. Margir líklega ekki sammála um margt annað en þetta.

Þess vegna finnst mér undarlegt að sjá áhugamenn um ESB aðild hampa þessari síðu annars vegar en í sömu andránni hella sér yfir Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hafa ekki samþykkt ESB aðild. Auk annars sem mönnum dettur í hug að fá útrás fyrir um leið.

Ég styð Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að ég tel stefnu hans vera besta fyrir okkur Íslendinga. Það er mín bjargfasta skoðun og hefur verið alla tíð. Ég styð líka ESB aðildarviðræður eins og margt samflokksfólk mitt. Mér finnst skrýtin tilfinning að vera hampað fyrir það að skrifa undir á sammala.is en um leið hraunað yfir mann fyrir að styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Munum að einn stjórnmálaflokkur er með ESB aðild að því er virðist án skilyrða á dagskrá. Sá flokkur er Samfylkingin og mælist skv. skoðanakönnunum með 30% fylgi. Það þýðir að 70% eru að styðja eitthvað annað.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (9)

  • Ég er sammála og búinn að skrá mig. Bestu kveðjur frá gömlu íhaldi.

  • anna benkovic

    Ég er sammála og búin að skrá mig. Bestu kveðjur frá VG-konu.

  • Skítlegt eðli

    „Ég styð Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að ég tel stefnu hans vera besta fyrir okkur Íslendinga. Það er mín bjargfasta skoðun og hefur verið alla tíð.“!

    Hvar er blygðunarkennd 23% kjósenda?

  • Eru þá 75% kjósenda á móti Sjálfstæðisflokknum fái hann 25% fylgi?

  • Jóhannes

    Halldór:

    Ég get ekki stillt mig um að vísa þér að ummæli eins af leiðtogum Sjálfstæðisflokksins í íhaldsarmi hans. Hann er langt í frá einn um þessar skoðanir innan flokksins:

    http://altice.blog.is/blog/altice/entry/856702/

    Halldór, ég óska þér langlífis og að þú verðir ekki hausaður af rannsóknarrétti flokksins. Amk verður að efast um möguleika á frjálsum skoðanaskiptum innan flokksins þegar svona menn ríða húsum og valta yfir tillögur Evrópunefndar flokksins á landsfundi.
    Ég hef kosið Sjálfstæðisflokkinn til þessa og er sammála skoðun þinni í Evrópumaálum. En ég get ekki réttlætt að gefa flokknum atkvæði mitt þar sem ósk um aðildarviðræður og þjóðaratkvæðagreiðslu er talið landráð og amk rödd örfárra hrópenda í eyðimörk flokksins.

  • Á sammala.is ályktuninni stendur að þeir sem undir hana skrifa telji hagsmunum þjóðarinnar best borgið með inngöngu í ESB og upptöku Evru. Þar er því hópur sem telur sig geta metið það út frá núverandi upplýsingum að ESB aðild sé og verði ávallt besti kosturinn fyrir Ísland.

    Ég fæ því ekki betur séð en að þetta sé Evrópustefna Samfylkingarinnar sem verið er að skrifa upp á sem enginn annar flokkur hefur talað fyrir þó Framsókn komi þar nálægt.

    Það er nokkuð ljóst að ekki verður sótt um aðild að ESB nema Samfylkingin, Borgarahreyfingin og Framsókn fái meirihluta á þingi. VG hefur opnað á að leyfa vilja þjóðarinnar í málinu að koma fram en fulltrúar hennar sitja á Alþingi. Ef meirihluti Alþingis er hlyntur aðildarumsókn mun VG ekki standa þar í vegi, en það verður samt ekki gert nema að meirihluti sé fylgjandi umsókninni.

    Hægrimenn sem vilja sækja um aðild að ESB ættu því að kjósa Framsókn og vinstrimenn sem vilja sækja um aðild að ESB ættu að kjósa Samfylkingu eða Borgarahreyfinguna. Kjósi maður fulltrúa á þing í næstu kosningum sem ósammála manni í þessu máli getur maður ekki talið það sérlega mikilvægt því stóru ákvarðanirnar í því verða teknar á komandi kjörtímabili.

  • ég skil þessa umræðu þannig að það sé mikilvægt að koma þessum ESB málum áhreint með umsókn um aðild og samningaviðræðum. Það svo sem kemur út úr því verður borið undir þjóðaratkvæði. OK flott. En hvernig á að gera þetta m.v. núverandi yfirlýsingar flokkanna? Á maður að kjósa áfram sinn flokk þó hann hafi lýst því yfir að ESB aðild sé ekki á dagskrá á næsta kjörtímabili (eða nokkurn tímann þannig. Hvað á að kjósa ef maður vill að næsta ríkistjórn sæki um aðild að ESB til að sjá hvort ég vilji ganga þar inn?

  • Páll Valur Björnsson

    Þú kýst Samfylkinguna sem er eina stjórnmálaaflið með stefnu. Fyrningaleiðin er hugmynd sem þarf að ræða eins og allt annað. Það þarf að fá alla hlutaðeigandi að borðinu og ræða hlutina en það vill Íhaldið ekki það á að verja forréttindi auðmanna með kjafti og klóm. SjálfstæðisFLokkurinn eru hagsmunasamtök sægreifa og auðvaldsins. Þeim skiptir engu máli hvort þjóðinni blæðir eða ekki, hann er hugmyndafræðilegt þrotabú og ýldufýluna leggur af honum langa leiðir.

  • árni aðals

    hvern þykjast þrír sjálfstæðismenn og hlaupatíkur sægreifa vera að blekkja,þið ættuð að skammast ykkar gagnvart íbúum byggðarlaganna sem treystu ykkur til að standa vörð um viðkomandi byggðarlög.

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur