Miðvikudagur 29.04.2009 - 20:34 - 2 ummæli

Sveitarstjórnarráðuneyti

Stjórnarmyndunarviðræður standa yfir og þar er vonandi margt annað en ESB rætt. Vinstri flokkarnir hljóta að hafa komið sér saman um það fyrir kosningar hvaða aðferð verður viðhöfð svo báðir flokkar komist þokkalega frá ESB málinu. A.m.k. held ég það og vakti athygli á því fyrir kosningar að ESB sérstaða Samfylkingarinnar væri ekki endilega eins mikil og ætla mætti.

Ný ríkisstjórn hlýtur að skoða sameiningu ýmissa stofnana í hagræðingarskyni. Hið sama þurfa sveitarfélögin að gera.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett fram þá skoðun oftar en einu sinni að við breytingu á Stjórnarráðinu verði gerðar breytingar á skipulaginu hvað varðar ráðuneyti sveitarstjórnarmála.

Þessi áhersla var lögð fram af hálfu sambandsins við stjórnarmyndunarviðræður 2007 og hefur verið kynnt tilvonandi stjórnarflokkum núna.

Lengi vel voru sveitarstjórnarmálin í félagsmálaráðuneytinu. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar setti þau í samgönguráðuneytið. Nafni ráðuneytisins var samt ekki breytt í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið eins og við hjá sambandinu lögðum til.

Tillaga sambandsins er sú að stofnað verði ráðuneyti sveitarstjórnar- og byggðamála sem fari m.a. með samgöngumál og skipulags- og byggingarmál.

Vonandi verður þetta skoðað af þeim sem nú hyggjast mynda nýja ríkisstjórn.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (2)

  • Já maður, nýtt nafn á Samgönguráðuneytið hlýtur að vera algert forgangsmál við þessar stjórnarmyndunarviðræður. Annars er þetta fólk bara ekki að vinna vinnuna sína.

  • Jón Einarsson

    Manni rennur eiginlega kalt vatn milli skinns og hörunds. Að sameina samgöngur, sveitarstjórnarmál og byggðamál í einu ráðuneyti. Vestfirðingar eru reyndar ekki ofhaldnir af sínum samgöngum, en mörg fíflafjárfestingin hefur verið framkvæmd í öðrum landsbyggðarkjördæmum. Þessi hugmynd ætti fyrst rétt á sér þegar landinu hefur verið breytt í eitt kjördæmi. Lítum á úr hvaða kjördæmum landbúnaðar-, sjávarútvegs- og samgönguráðherrar koma yfirleitt.
    Nær væri að berjast fyrir að fækka sveitarfélögum niður í 10-20, t.d. eitt sveitarfélag yfir allt höfuðborgarsvæðið.

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur