Sunnudagur 18.05.2014 - 18:30 - 2 ummæli

Fyrir barnafjölskyldur

Þegar fæðingarorlofi lýkur lenda margir foreldrar í borginni í vandræðum vegna þess að barn þeirra kemst ekki inn á leikskóla nálægt því strax. Ef laust pláss er hjá dagforeldri er það mun dýrara en leikskólapláss vegna þess að borgin niðurgreiðir leikskólapláss miklu meira en hjá dagforeldrum.

Sjálfstæðisflokkurinn boðar þjónustutryggingu fyrir barnafjölskyldurnar. Hana geta foreldrar nýtt til að niðurgreiða kostnað hjá dagforeldri þannig að hann sé í samræmi við leikskólapláss. Einnig er hægt að nýta þjónustutryggingu til að vera heima þar til pláss losnar og/eða skipta við nærfjölskyldu um að gæta barns fyrir hvort annað og skiptast á um að fara út á vinnumarkaðinn. Þetta eykur valfrelsi, jafnar kostnað við mismunandi úrræði og virkar strax.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (2)

  • Einar Steingrímsson

    Mun þetta leiða til aukins kostnaðar fyrir borgina? Ef svo er, hversu mikið má ætla að þetta kosti?

  • Halldór Halldórsson

    Það fer eftir því hversu margir nýta sér þetta. Þegar boðið var upp á þessa þjónustu á síðasta kjörtímabili kostaði þetta um 190 m.kr. á ári skv. þeim tölum sem ég hef aðgang að. Það er minni kostnaður en hækkun frístundakortsins í 50.000 kr. þýðir. Auk þess er þetta ódýrara og fljótlegra en að bíða eftir byggingu fleiri leikskóla til að brúa þetta bil. Dagforeldrar veita góða þjónustu sem yrði í kostnaði á pari við leikskólakostnað verði þessi aðferð samþykkt.

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur