Mánudagur 18.05.2015 - 20:59 - Rita ummæli

Harður áfellisdómur

Ömurleg niðurstaða í  nýrri skýrslu Innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar um yf­ir­töku Strætó á ferðaþjónustu fatlaðs fólks kemur því miður ekki á óvart. Í skýrslunni kemur fram samkvæmt fjölmiðlum að stjórn­un breyt­ing­anna á ferðaþjón­ustu fatlaðs fólks eft­ir að hin raun­veru­lega innleiðing átti að hefjast hafi mis­far­ist verulega. Yf­ir­um­sjón með breyt­ing­un­um var ekki á hendi eins ákveðins aðila sem samræmdi alla fleti breyt­ing­anna, bæði þá sem sneru að not­end­um ferðaþjón­ust­unn­ar, starfs­mönn­um ferðaþjón­ustu fatlaðs fólks, starfs­mönn­um vel­ferðarsviða sveit­ar­fé­lag­anna og starf­semi Strætó bs. Þá kemur fram hörð gagnrýni á að starfsfólki með reynslu skuli hafa verið sagt upp og að byrjað hafi verið um áramót í stað þess að byrja að vori eða sumri til.

Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðum til 20. janúar í borgarstjórn að Innri endurskoðun yrði falið að gera úttekt á öllu málinu.

Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn 20. janúar
Mikilvægt er að læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið með breytingum á ferðaþjónustu fatlaðra og greina sem flesta þætti þess máls. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar er falið að leggja mat á útboðsferli og skilmála vegna útboðs fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. Útboðið verði skoðað í heild sinni. Lagt verði til dæmis mat á hvort tími sem gefinn var til fjárfestingar hafi verið fullnægjandi, reynsla bílstjóra og annars starfsfólks hafi verið nægilega hátt metin og hvort gefinn hafi verið nægilegur tími til þjálfunar þess. Þá verði skoðað hvort svigrúm Strætó bs. við mat á þátttakendum í útboðinu hafi verið nægilegt.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur