Fimmtudagur 15.10.2015 - 12:26 - Rita ummæli

Stækkun Úlfarsárdalshverfis

Í borgarráði í morgun var gerð samþykkt sem kemur til móts við stefnu okkar Sjálfstæðismanna í borgarstjórn.

Samþykktin er þessi: ,,Borgarráð samþykkir að deiliskipulag Úlfarsárdals verði endurskoðað í samræmi við forsendur Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 um fjölgun íbúða og uppbyggingu og stækkun Úlfarsárdalshverfis og í samræmi við skipulagslýsingu fyrir breytingu á deiliskipulagi svæðisins.“

Þó sú viðbót við byggðina sem boðuð er samkvæmt þessu sé langt frá upphaflegum hugmyndum um allt að 28.000 íbúa byggð í Grafarholti og Úlfarsárdal þá er þetta skref í rétta átt og styrkir hverfið að mati okkar borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Af þessu tilefni lögðum við borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram þessa bókun:

,,Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja endurskoðun á stærð hverfisins í Úlfarsárdal. Sú stækkun er í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn sem ítrekað hefur bent á þörfina fyrir stærra Úlfarsárdalshverfi. Núverandi íbúar hverfisins gerðu ráð fyrir stærra hverfi þegar þeir fjárfestu í húsnæði. Stærra hverfi styður við öflugra íþróttafélag, meiri möguleika á allri þjónustu og það kemur til móts við mikla þörf fyrir ódýrara íbúðarhúsnæði í borginni. Stækkun hverfisins er því mikilvægur þáttur í því að gera ungu fólki auðveldara fyrir að koma sér þaki yfir höfuðið.“

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur