Föstudagur 04.03.2016 - 20:17 - Rita ummæli

Tilraunir á börnum

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld (4. mars) var talað við Þórarinn Guðnason lyflækni og sérfræðingur í hjartasjúkdómum. Hann sagði í viðtalinu að lykilatriðið í þessari umræðu sé að skaðleysi dekkjakurlsins hafi ekki verið sannað. Iðkendur verði að njóta vafans.

Í viðtalinu sagði hann m.a. þetta: ,,Ég hvet Reykjavíkurborg að taka strax á þessum málum og reyna að fá fjármagn í þetta. Það er engin ástæða til þess að halda áfram að gera þessa tilraun á börnunum okkar.“

Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðum eftirfarandi tillögu fram í borgarstjórn 1. desember 2015:  ,,Borgarstjórn samþykkir sérstaka fjárveitingu til endurbóta á gervigrasvöllum í borginni að upphæð 151 milljón króna. Fjárveitinguna skal nota til að endurnýja velli, sem eru nú með kurl úr úrgangsdekkjum sem yfirborðs-fylliefni, en setja þess í stað viðurkennt gæðagras og efni, sem stenst ýtrustu umhverfis- og heilbrigðiskröfur. Ýmsir aðilar, t.d. Læknafélag Íslands, hafa ítrekað varað við notkun úrgangsdekkjakurls sem fylliefni á umrædda velli og bent á að í því séu efni sem geti verið skaðleg heilsu manna, ekki síst barna og ungmenna.“

Tillagan var felld af Pírötum, Vinstri grænum, Samfylkingu og Bjartri framtíð.

Samt lögðum við fram tillögur samhliða þessari um að fresta eða fella niður framkvæmdir þannig að sparnaður fyrir borgina skv. okkar tillögum hefði orðið 261 milljón króna. Þær tillögur voru líka felldar af þessum fjórum flokkum.

Það er enginn áhugi hjá meirihluta þessara fjögurra flokka í borgarstjórn á að láta börnin njóta vafans varðandi heilsuspillandi áhrif af dekkjakurlinu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Rita ummæli

Þú verður að vera innskráð/ur til að rita ummæli.

Höfundur

Halldór Halldórsson
Talsmaður málefnalegrar umræðu.
RSS straumur: RSS straumur