Sunnudagur 28.11.2010 - 20:15 - Rita ummæli

Skíða geimverur?

Ég átti afar góðan dag með drengjunum mínum á skíðum í Bláfjöllum í dag. Færið gott og fjallið fullt af fjölskyldufólki sem naut dagsins saman á skíðum, fullorðnir, börn og unglingar.

Skíðamennska er nefnilega ein af fáum íþróttum sem allir í fjölskyldunni geta stundað saman.

Einungis geimveru sem ekki skíðar dytti í hug að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum og ganga þannig frá dýrmætum vettvangi fyrir fjölskylduna að njóta sín saman í hollri hreyfingu og útivist.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur