Mánudagur 29.11.2010 - 12:22 - Rita ummæli

Forsætisráðherra utan flokka í þjóðstjórn

Það er því miður deginum ljósara að ríkisstjórnin er ekki að valda verkefni sínu. Þrátt fyrir einstaka þokkalega spretti. Það er einnig deginum ljósara að stjórnarandstaðan er ekki að valda verkefni sínu. Þrátt fyrir einstaka þokkalega spretti.

Við þurfum að stokka upp. Við þurfum nýja ríkisstjórn sem vinnur skipulega að ákveðnum grundvallaratriðum með það að markmiði að ná sem breiðastri þjóðarsátt um framtíð Íslands.

Það hefur lítið upp á sig að kjósa núna. Það er mér erfitt að segja það þar sem ég trúi á lýðræðið og þjóðina. Vil því gefa Alþingi kost á að endurheimta trúverðugleika sinn.

Stjórnmálahreyfingarnar sem eiga fulltrúa á Alþingi ættu að taka sig saman og mynd breiða þjóðstjórn til 18 mánaða. Þjóðstjórn um að skapa atvinnu, leysa sárasta skuldavandann, leysa IceSave og verja velferðina eins og kostur er.

Stjórnmálahreyfingarnar sem eiga fulltrúa á Alþingi eiga að skipa ráðherra í ríkissjórn í takt við þingstyrk sinn. Það er í lagi tímabundið þótt ráðherrar þurfi að vera 15 til að tryggja rétt jafnvægi í ríkissjórn. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjuleg úrræði.

Forsætisráðherra í slíkri þjóðstjórn verður að vera utan stjórnmálahreyfinganna og starfa sem verkstjóri þjóðstjórnarinnar á grundvelli skýrt skilgreindrar verkefnaáætlunar þessa 18 mánuði.

Stjórnmálahreyfingarnar sem eiga fulltrúa á Alþingi eiga að óska eftir því við forseta Íslands að hann velji forsætisráðherrann.

Þessi leið er sú farsælasta í boði út úr þeim vanda sem við erum í.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur