Færslur fyrir nóvember, 2010

Miðvikudagur 24.11 2010 - 07:30

Stjórnlagadómstóll Íslands

Eitt af viðfangsefnum stjórnlagaþings verður að taka afstöðu til þess hvort setja eigi á fót stjórnlagadómstól. Ég hef verið þeirrar skoðunar allt frá því ég las sagnfræði við Háskóla Íslands fyrir aldarfjórðungi að Íslendinga skorti slíkan stjórnlagadómstól. En eftir að hafa kynnt mér ítarlegan málflutning Gísla Tryggvasonar, Talsmanns neytenda og frambjóðanda á stjórnlagaþing # 3249, […]

Þriðjudagur 23.11 2010 - 13:14

Þjóðfélag í fjórtán liðum

Fyrir fjórum áratugum kom fram á hinum pólitíska vettvangi markmiðsyfirlýsing í fjórtán liðum um uppbyggingu íslensks þjóðfélags. Sú markmiðssetning hefur alla tíð sett mark sitt á mína sýn á þjóðfélagið. Ég gæti enn í dag skrifað undir meginefni allra fjórtán greinanna. Þessi stefnuyfirlýsing á ekki síður við í dag en fyrir fjórum áratugum síðan. Okkur er […]

Mánudagur 22.11 2010 - 20:30

Frelsi með félagslegri ábyrgð

Frelsi með félagslegri ábyrgð hefur verið grunnstef í þátttöku minni í þjóðmálaumræðu og störfum mínum í þann rúma aldarfjórðung sem ég hef látið til mín taka á opinberum vettvangi.  Ýmsar áherslur hafa þróast og breyst – en grunnstefið er það sama. Frelsi með félagslegri ábyrgð. Það er þetta grunnstef sem ég vil leggja til þeirrar […]

Föstudagur 19.11 2010 - 23:37

Elsku klaufarnir á RÚV!

Mér þykir vænt um Ríkisútvarpið. Ég starfaði þar fyrir 20 árum sem þáttargerðarmaður í þættinum „Samfélag í nærmynd“.  En ég er aðeins farinn að efast.  RÚV klúðraði hlutverki sínu sem ríkisútvarp með því að undirbúa ekki kynningu á frambjóðendum til stjórnlagaþings. Elsku klaufarnir. Þeir áttuðu sig á því korter í kosningar og eru nú að […]

Fimmtudagur 18.11 2010 - 22:42

„Eruð þið alveg ómissandi?“

Það hefur komið mér á óvart hversu margir hafa haft fyrir því að nálgast mig til lýsa ánægju sinni með að ég hefði boðið mig fram til stjórnlagaþings og segjast ætla kjósa mig. Ég er iðulega stoppaður á götu eða við innkaupin af fólki sem ég jafnvel þekki ekki neitt og óskar mér góðs gengis. […]

Fimmtudagur 18.11 2010 - 08:42

Einkavæðing Íbúðalánasjóðs í farvatninu?

Stjórnvöld þurfa ekki að leggja Íbúðalánasjóði til tugmilljarða til að koma eiginfjárhlutfalli sjóðsins í 8 CAD nema ætlunin sé að afnema ríkisábyrgð og einkavæða sjóðinn. Eina rökrétta ástæða þess að ríkissjóður verji milljörðum af dýrmætu skattfé til að ná því takmarki er sú að stjórnvöld hyggist einkavæða Íbúðalánasjóð. Ef eiginfjárstaða Íbúðalánasjóðs sem lánasjóðs með ríkisábyrgð […]

Þriðjudagur 16.11 2010 - 20:39

Stjórna vinstri grænir umhverfismati eða umhverfismati ekki?

Stjórna Vinstri grænir því hvort það skuli gera umhverfismat eða hvort ekki eigi að gera umhverfismat bara eftir því hvað hentar þeim pólitískt? Það vita það allir sem vilja vita að Vinstri grænir hafa stöðvar atvinnuskapandi verk eftir atvinnuskapandi verk á grundvelli harðra krafna um umhverfismat um allt milli himins og jarðar. Nú er komið […]

Þriðjudagur 16.11 2010 - 08:00

Völd, verkefni og tekjur heim í hérað!

Það þarf að setja á fót nýjar grunnstjórnsýslueiningar í formi öflugra, sjálfstæðra og lýðræðislegra héraðsstjórna sem taki yfir sem stærstan hluta fjárveitingarvalds, framkvæmdavalds og samfélagslegra verkefni ríkis og sveitarfélaga. Það þarf að draga úr vægi ríkisvaldsins í Reykjavík og færa valdið nær fólkinu. Ríkisvaldið á einungis að sinna því sem nauðsynlega þarf að vinna miðlægt. Önnur […]

Mánudagur 15.11 2010 - 07:50

Seðlabankinn er á Ísafirði!

Seðlabankinn hefur verið á Ísafirði allt frá árinu 1976. Mér var bent á það í kjölfar síðasta pistils míns, Seðlabankann á Ísafjörð!    Ísfirski trillukarlinn Eyjólfur Ólafsson – sem nú myndi væntanlega kallast smábátasjómaður – ákvað að byggja sér og sínum hús.    Þegar Eyjólfur hóf smíðina byrjaði hann á því að láta taka grunn eins og […]

Laugardagur 13.11 2010 - 19:55

Seðlabankann á Ísafjörð!

Við eigum að flytja Seðlabankann á Ísafjörð!  Á það benti ég fyrst á opinberum vettvangi  í upphafi árs 2007 í kjölfar þess að vinnufélagi minn hafði sett þessa djörfu hugmynd fram í kaffispjalli.   Fyrstu viðbrögð mín á sínum tíma voru neikvæð, en svo fór ég að hugsa! Á þeim tíma hafði Ísafjörður farið illa út […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur