Færslur fyrir janúar, 2011

Mánudagur 31.01 2011 - 09:47

Samvinnustjórnmál í stað hótana

Ísland þarf á samvinnustjórnmálum að halda. Ekki hótanastjórnmálum. Samvinnustjórnmál sem innleidd voru í Reykavík seinni tvö árin á síðasta kjörtímabili lyftu grettistaki – eftir mesta niðurlægingatímabil borgarstjórnar Reykjavíkur – fram til þessa. Við höfum upplifað pólitíkst niðurlægingatímabil í íslenskum stjórnmálum undanfarin misseri og ár. Ísland þarf á því að halda að stjórnmálamenn stigi upp úr […]

Laugardagur 29.01 2011 - 11:07

Breiðavíkurdrengir bíða bóta

Í gær – þann 27. janúar – átti sýslumaðurinn a Siglufirði að taka fyrir allar bótakröfur Breiðavíkurdrengjanna í einu og leggja mat á hvort menn fái bætur eða ekki – og ef bætur – hversu miklar. Ég veit ekki hvort það gekk eftir – en Breiðavíkurdrengirnir bíða í ofvæni eftir niðurstöðu sýslumanns. Einn þeirra vildi […]

Föstudagur 28.01 2011 - 21:31

Þoli ekki að tapa – þarf þerapíu!

Ég þoli ekki að tapa. Enda gerði ég afar lítið af slíku í Víking í gamla daga – hvort sem var sem leikmaður eða þjálfari – og hvort sem það var með yngri flokkum í fótbolta  og handbolta – eða þessi frábæru ár í meistaraflokki í handbolta með stórkostlegum handboltahetjum. Enda unnum við yfirleitt 🙂 Lærði […]

Fimmtudagur 27.01 2011 - 23:46

Landbúnaður sem umhverfismál í ESB

Íslenskur landbúnaður á að skilgreinast sem umhverfismál en ekki landbúnaðarmál í aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið.  Í evrópskum skilningi fellur íslenskur landbúnaður miklu frekar undir mikilvægi þess að viðhalda fjölbreytilega tegunda – sem er umhverfismál – en hefðbundinn evrópskan landbúnað.  Það eigum við að nýta okkur.  Meira um það hér. „Landbúnaður þyrfti sérstakar lausnir við aðild að […]

Fimmtudagur 27.01 2011 - 10:25

Íslenskt blóð rennur!

Þessa dagana rennur blóð Íslendinga nær daglega. Sá blóðstraumur sýnir fórnfýsi Íslendinga því þrátt fyrir allt er eitt af þjóðareinkennum Íslendinga samhyggð og fórnfýsi. Blóðið rennur í Blóðbankanum. Blóðgjöf er lífgjöf.  Tíuþúsund Íslendingar taka árlega þátt í slíkri lífgjöf með því að leggja sitt af mörkum og tryggja blóð til þeirra sextánþúsund blóðskammta sem Íslendingar […]

Miðvikudagur 26.01 2011 - 13:55

Stjórnlagaþing eða saumaklúbb?

Ríkisstjórnarflokkarnir og stjórnarandstöðuflokkarnir hafa í hjarta sínu alltaf verið sammála um að þjóðin fengi EKKI alvöru stjórnlagaþing eins og krafist var í búsáhaldabyltingunni. Þrátt fyrir fögur orð. Þetta er augljóst nú þegar alþingismenn rífast eins og hundar og kettir í kjölfar ógildingu Hæstaréttar á kosningum til „stjórnlagaþings“. Einstaka þingmenn hafa haft sannfæringu fyrir alvöru stjórnlagaþingi […]

Þriðjudagur 25.01 2011 - 21:38

Nýtt Alþingi, nýtt stjórnlagaþing

Eftir að hafa fylgst með umræðum á Alþingi í dag um ógildingu Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings er ég kominn á þá skoðun að við þurfum ekki bara að kjósa nýtt stjórnlagaþing heldur líka nýtt Alþingi.

Þriðjudagur 25.01 2011 - 09:09

„ESB“ stofnun í Skagafjörðinn

Landbúnaðarstofnun sem Evrópusambandið vill að taki við dreifingu ESB landbúnaðarstyrkja til bænda á að vera hluti af Byggðastofnun og því staðsett á Sauðárkróki.  Reyndar á að færa framkvæmd búvörusamninga og umsýslu landbúnaðarstyrkja undir Byggðastofnun óháð því hvort Ísland gengur í Evrópusambandið eða ekki. Staðreyndin er nefnilega sú að núverandi fyrirkomulag þar sem ríkisvaldið hefur framselt […]

Mánudagur 24.01 2011 - 08:11

Pandórubox Jóhönnu læst

Það fór sem ég spáði.  Pandóruboxi Jóhönnu hefur verið læst. Velferðarráðherra ætlar ekki að birta neysluviðmið. Eðlilega. Fjandinn verður laus ef hann tekur lokið af Pandóruboxinu. Sárgrætilegt fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur sem barðist sem stjórnarandstöðuþingmaður að unnið yrði slíkt viðmið. Nú á hún mikið undir því að viðmiðið komi ekki  fram. Enda gefið skipun um að […]

Laugardagur 22.01 2011 - 20:28

Enn barið á Breiðavíkurdrengjum?

Enn er barið á Breiðavíkurdrengjunum í boði hins opinbera ef marka má upplifun þess Breiðavíkurdrengs sem ég þekki best. Hann tjáir mér að fjórir Breiðavíkurdrengir hafi tekið sitt eigið líf frá því hryllingurinn að vestan var gerður opinber. Síðustu tveir vegna vonbrigða með „hið opinbera“ og hvernig „það“ hefur tekið á málum með síendurteknum yfirheyrslum […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur