Mánudagur 24.01.2011 - 08:11 - 7 ummæli

Pandórubox Jóhönnu læst

Það fór sem ég spáði.  Pandóruboxi Jóhönnu hefur verið læst. Velferðarráðherra ætlar ekki að birta neysluviðmið. Eðlilega. Fjandinn verður laus ef hann tekur lokið af Pandóruboxinu. Sárgrætilegt fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur sem barðist sem stjórnarandstöðuþingmaður að unnið yrði slíkt viðmið. Nú á hún mikið undir því að viðmiðið komi ekki  fram. Enda gefið skipun um að boxinu verði læst.

Já, pólitíkin er skrítin tík.

Sjá nánar:  Neysluviðmið Pandórubox Jóhönnu!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Guðmundur Guðmundsson

    Eiga ekki öll Pandórubox að vera læst, sem lengst?

  • Svartálfur

    Ég hef miklar efasemdir um gagnsemi neysluviðmiðs. Það verður notað til að hækka allskyns bætur með því að skattleggja launafólk ennþá meira

  • Auðvitað eiga pandóruboxin að vera lokuð. en þótt þetta sé pandórubox jóhönnu – þá er boxið happabox þeirra sem njóta bóta.

    svartálfur.

    það er rétt hjá þér – viðmiðið setur þrýsting á að hækka bætur.

    ég er ekki að taka afstöðu með eða á móti neysluviðmiði í pistlunum mínum – einungis að benda á hvað þetta getur þýtt – og þá staðreynd að neysluviðmið hefur verið lengi baráttumál jóhönnu – en kemur henni núna illa.

    þess vegna er þetta pnadórubox jóhönnu – sem hún eðlilega vill halda lokinu á

  • Við erum sammála um það, Hallur, að þetta er Pandórubox.

  • Sigurður Pálsson

    Það er náttúrulega stórfurðulegt að verkalýðsfélgöin hafi ekki látið reikna þetta út. Ætti að vera grunnur í kjarabáráttu

  • Georg Georgsson (gosi)

    Neysluviðmið hljóta að vera mjög mismunandi og byggjast að hluta til á huglægu mati um hvað sé nauðsynleg neysla??

  • Margrétj

    ÞAÐ er sem ég segi; þessi kerling er bölvaldur Íslands. Pælið í því, hún stendur í pontu á Alþingi ár eftir ÁR og þykjast hafa afgerandi skoðanir um jöfnuð, réttlæti, sannleika og vinstri. Svo kemmst hún til valda og HVAÐ? jú – í ljós kemur á fyrsta degi að kerlingin hefur logið að okkur allan tímann, svikið vinstri málstaðinn og reynst viðbjóðslegur úflur í sauðagæru!
    Talandi um föðurlandssvikara!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur