Laugardagur 19.02.2011 - 18:29 - 2 ummæli

Samvinnu um vinnu!

Íslenskir stjórnmálaflokkar – í stjórn og stjórnarandstöðu – eiga að hundskast til að setjast niður með samtökum atvinnurekenda, verkalýðs og opinberra starfsmanna og hefja samvinnu um vinnu!

Íslendingar þrífast ekki í atvinnuleysi og atvinna er það sem þarf til að koma efnahagslífinu og fjárhag hins opinbera í lag!

Samvinnu um vinnu – takk!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • vel mælt.

    vandinn er sá að kommúnistarnir og öfgamennirnir vilja ekki vinnu eða efla drifkraft þjóðarinnar.

    þeirra pólitík snýst um að ráðast á þjóðfélagshópa, taka af þeim peningana og afhenda þá fólki sem þeir múta þannig til að kjósa sig.

    landflótti er eina lausnin.

  • Hótun liggur í loftinu. Steingrímur og Jóhanna hafa gefið til kynna afsögn fari Icesave í þjóðaratkvæði.
    Forsetinn getur því slegið tvær flugur í einu höggi. Vísað Icesave í þjóðaratkvæði og stuðlað jafnframt að Alþingiskosningum jafnvel strax í vor.
    Með því vinnst tvennt. Lýðræðið blómstrar með því að þjóðin sjálf leiðir Icesave til lykta. Í annan stað fær þjóðin að kjósa sér nýtt Alþingi sem fylgir atvinnustefnu að hennar skapi.
    Og þá getur Hallur tekið gleði sína því með þessu fær hann allar sínar óskir uppfylltar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur