Mánudagur 21.02.2011 - 14:43 - 7 ummæli

Yfir 3000 kall í strætó!

Það er vetrarfrí hjá börnunum. Eiginkonan ákvað að fara með þau í Listasafn Reykjavíkur. Í stætó.  Hún var að hringja. Vil að ég sæki þau á bílnum niðrí bæ.  Ástæðan?  Það er miklu ódýrara en strætó!

Börnin mín þau þrjú yngstu eru 6 ára, 10 ára og 12 ára. Konan mín rétt rúmlega fertug. Strætóferðin þeirra niðrí bæ kostaði 1400 krónur.  Ef ég hefði farið með þá hefði hún kostað 1650 krónur. Fram og til baka 3300 krónur!

Ég ætla að skjótast eftir þeim. Það borgar sig. Þótt bensínið sé dýrt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Hrafnkell

    Hvað með að sýna smá ráðdeild og kaupa farmiðakort? Þá hefði ferðin kostað um 460 krónur! Fram og til baka 920!

  • Ársgjald í strætó kostar ca. 50.000, ef vagninnn er notaður 250 daga á ári tvisvar á dag, kostar ferðin 100 kr fyrir fullorðinn einstakling.
    Mér finnst það ekki mikill peningur ef ég á að segja alveg satt, ég nota þetta kerfi á hverjum degi og finnst það ansi merkileg framkvæmd á 9 mánaða samstarfssamning Samfo og Besta að skerða þjónustu Strætó jafn mikið og nú er að verða reyndin.
    Sú staðreynd að ég nota strætó gerir það að verkum að ég þarf bara að reka einn bíl, það kostar mig s.s. 50.000 á ári að spara mér amk. 200.000, fyrir mér er þetta einfalt reikningsdæmi og niðurstaðan einföld, ég nota Strætó.

  • Já, er ekki soldið 2007, að kunna ekki að kaupa strætómiða!

  • Dofri Hermannsson

    Þið eigið að eiga miða handa börnunum. Það er hægt að kaupa þá hjá vagnstjórum en líka á netinu, sjá https://www.straeto.is/kortasida.

    Ef þið hefðuð gert það hefði ferðin aðra leiðina kostað um 458 kr. eða um 915 kr báðar leiðir.

    Mig minnir að ekinn km sé hjá skattinum reiknaður á 98 kr. Veit ekki hvar þú býrð en ég bý í Grafarvogi og þaðan eru 10 km niður í bæ. Sem sagt helmingi dýrara á bíl en í strætó miðað við þinn fjölskyldupakka.

  • Benedikt.

    Svo er annað frábært.

    Grunnskóla ungmenni getur ekki fengið sömu kjör og framhaldsskólanemi.

    Grunnskólanemi þarf að versla afsláttarkort.
    Rauða kortið (3 mánuðir) 14.500

    En framhaldsskóla nemi fær sérkjör.
    Einnar annar kort 8.000 kr.

    http://www.straeto.is/gjaldskra/

    Reyndi að láta mín ungmenni nota strætó en dæmið gengur ekki upp nema þau fara í framhaldsskóla 🙂

  • Já. Svo maður tali nú ekki um hvað þessir vagnar eru sjaldséðir.

    Sannkallað okur miðað við þjónustuna, sem er engin.

    (ég tek strætó daglega, nema á sunnudögum þegar strætó gengur milli 14-15 eða e-ð svipað)

  • Um mánaðarmótin hætti ég að nota Strætó.
    Strætó hættir að ganga fyrr á kvöldin frá og með næstu mánaðarmótum og ég neyðist til að kaupa mér annan bíl.
    Mín vegna má leggja þetta Strætóapprat niður, ég er búinn að gefast upp á því.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur