Föstudagur 25.02.2011 - 19:35 - 9 ummæli

Gnarrinn ekki ruslborgarstjóri

Ég varð vitni að samtali þar sem Jón Gnarr – lesist borgarstjóri –  var sakaður um að vera ruslborgarstjóri. Ástæðan sú að ruslakallarnir eru hættir að taka við ruslatunnum sem eru 15 metra frá götu.  Nema þú borgir sérstaklega fyrir ómak ruslakallanna. Margir þeirra sem neyðast að borga eru einmitt þeir sem geta ekki trillað ruslatunnunum sínum  í átt að ruslaköllunum. Þurfa þvi að greiða auka skatt af takmörkuðum elli- og öryrkjubótum ef þeir vilja ekki drukkna í rusli.

Málið er að það var ekki Jón Gnarr sem fattaði upp á þessum íþyngjandi sparnaði.

Hugmyndin kom upp í farsælum Samvinnustjórnarmeirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á síðari hluta síðasta kjörtímabils.  En leiðin var afskrifuð og sett í ruslið – meðal annars vegna andstöðu núverandi bakhjarls Bezta flokksins í borgarstjórn í samvinnuferlinu í borgarstjórn sem þá tíðkaðist.

Ég efast um að það hafi verið Jón Gnarr sem ákvað að breyta stefnu Samvinnustjórnarinnar – og ákvað að leggja nýjar álögur á eldra fólk og öryrkja.

Mig grunar að það hafi verið bakhjarl Bezta.

Hef reyndar áður velt upp spurningunni hver sé smiðurinn á bak við það að koma þessari umdeildu sparnaðarleið í framkvæmd. 

Hver það var sem setti sparnaðarleiðirnar á Odd á ný.   

Hver það var sem sá að þarna var Björkunarleið að ræða fyrir vanda borgarsjóðs.  

Er það ekki Deginum ljósara hver ákvað að fara þessa leið – þótt Jón Gnarr – lesist borgarstjóri – beri ábyrgð út á við?

Svar óskast.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Þetta er nú toppurinn á fáranleikanum hjá Borginni, ef þeir geta ekki fundið neitt stærra og meira til að spara, þarf Borgin aðstoð við að spara í borgarrekstrinum.
    Á samþykktum teikningum af mörgum húsum eru sýndar sorpgeymslur, og annarstaðar má ekki geyma sorp, þannig, á þeim húsum getur Borgin ekki innheimt þetta gjald.

  • Þetta gerist ekki nema Gnarrinn leyfi.

  • Bjarnveig Ingvadóttir

    Sé nú bara ekkert að því að spara einmitt þarna. Nánast allir sem geta haft ruslatunnurnar við gangstétt ef bara vilja

  • Hallur Magnússon

    Bjarnveig.
    Líka hreyfihamlaðir?

  • Jón Daníelsson

    Heill minn forni kunningi.

    Gríðarskemmtilegur pistill. Það eina sem vantar er að taka fram að þú sért ekki „Hallur“ undir núverandi meirihluta.

    Góðar kveðjur – Jón Dan.

  • Þarna sýnist mér borgin fara góð leið til að spara. Þetta tíðkast mjög viða (sennilega víðast hvar í heiminum) að sorphirða felst ekki í að hlaupa tugir eða hundruðir metra eftir einni tunnu. Munum 15 metrar þýðir 60 metra ganga – þrjátíu metrar að ná í tunnu og þrjátíu að skila henni aftur! Þetta er réttlát leið til að spara. Fólk getur farið sjálft með tunnuna EÐA borgað 5000 kall á ári.
    Hallur – fyrrum flokkur þinn setti borgina á hausinn með hjálp annarra flokka. Framsókn átti þar sennilega stærri hlut en nokkur annarr enda í meirihluta mestan þennan tíma og við stjórn í OR meðan skuldasöfnun þar var ótrúleg.
    Hvað vill fólk? frekari niðurskurð í skólakerfinu? Frekari niðurskurð í velferðarmálum? Má engu breyta…. sérstaklega ef það snertir þá sem búa á stórum lóðum (yfirleitt efnameira fólk).

  • Hallur Magnússon

    Magnús.
    Því fer fjarri að Reykjavíkurborg „sé á hausnum“.
    Bið þig að kynna þér ársreikning borgarinnar.

    Því fer líka fjarri að Orkuveitan sé á hausnum. Reyndar hefur fréttaflutningur af málefnum Orkuveitunnar verið afar sérkennilegur.

    Það tæki Orkuveituna 13 ár að greiða upp allra skuldir sína. ALLAR. Þá ætti Orkuveitan mannvirkin skuldlaus.

    Vandamálið er að ekki hefur fengist eðlileg endurfjármögnun – vegna efnahagshrunsins – ekki stjórnun Orkuveitunnar.

    Hins vegar var gott fitulag á Orkuveitunni og ástæða til að hagræða – en það er allt annað mál.

    Bendi þér líka á að ég er ekki að taka afstöðu til framkvæmdarinnar – heldur að bera blak af Jóni Gnarr- í þessum pistli.

  • Allar blokkir í Reykjavík eru með sorptunnugeymslur og sorprör í stigagöngum.Það er ekkert sjálfsagt fyrirkomulag .Það væri hægt að setja sorptunnustöðvar í nágrenni blokkanna og loka sorptunnugeymslunum og innsigla sorprörin .Fólk græddi nýja geymslu fyrir hjól og vespur. Sorphirða væri skilvirkari og möguleikar til flokkunar meiri .Norðurlönd eru dæmi sem margir kannast við.Þessi sorpröraþjónusta er ekkert sjálfgefin um aldur og ævi.

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Sæll Hallur.
    Þessi borgarstjóri vill enga ábyrgð bera, það er málið.

    Hann lætur alla aðra um að taka ákvarðanir því að hann kann ekkert fyrir sér í stjórnsýslu.

    Sjálfur vill hann bara lifia í svona draumaveröld sem ósnertanleg borgarstjóra-toppfígúra, sem segir misheppnaða brandara og lætur einkabílstjórann keyra sig í kokteilboðin og móttökurnar !

    Þetta er það aumasta sem borgarbúum hefur verið boðið uppá !

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur