Mánudagur 28.03.2011 - 22:55 - 4 ummæli

EVA 11.04.11

Stofnfundur Evrópuvettvangsins – EVA – verður haldinn 11. apríl næstkomandi. Þetta var ákveðið á fundi undirbúningshóps sem jafnframt gekk frá endanlegri tillögu að stofnsamþykkt og  tillögu að verkefnaáætlun á fundi sínum í kvöld.

Í  tillögum að stofnskrá og lögum Evrópusamtakanna er gert ráð fyrir að á aðalfundi verði kosið Evrópuráð skipað 21 einstaklingi. Evrópuráð skiptir með sér verkum og ber ábyrgð á starfi Evrópuvettvangsins milli aðalfunda.

Evrópuráð velur sér oddvita, málsvara, skrifara og féhirði.

Hlutverk oddvita er að kalla til funda Evrópuráðs og stýra þeim, málsvara að vera í fyrirsvari fyrir Evrópuvettvanginn út á við, skrifara að færa fundargerð til bókar og halda félagaskrá og féhirði að sýsla með fé samtakanna.

Þeir sem áhuga hafa á að sitja í 21 manna Evrópuráði EVA sem sér um stjórn Evrópuvettvangsins geta tilkynnt framboð sitt í netfangið hallur@spesia.is .

Gert er ráð fyrir að listi með nöfnum þeirra sem vilja taka þátt í starfi Evrópuráðsins liggi fyrir í upphafi stofnfundar.

Tillag að stofnskrá og lögum Evrópuvettvangsins

Tillaga að verkefnaáætlun Evrópuvettvangsins

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Sæll Hallur.
    Mér sýnist þetta nú vera brennimerkt ESB trúboðinu, þó svo að þið segist ekki ætla að taka afstöðu til ESB strax.
    En svo sem ágætt að þið ætlið að hafa opna og upplýsta umræðu um kosti og galla, þó svo ég haldi nú að þið munið helst klifa á meintum kostum.
    Ein spurning í lokin ætlið þið að þyggja styrki eða fjárstuðning beint eða óbeint frá ESB eða stofnunum þess?

    Vona að þú svarir þessari spurningu samviskusamlega mér finndist eðlilegast að svona „opin og lýðræðisleg samtök“ eins og þið segist vera, birt endurskoðaða ársreikninga sína árlega og upplýs almenning um það hver og hverjir styrkja samtökin.

  • Hallur Magnússon

    Gunnlaugur.

    Einhvern veginn efast ég um að Krstján Dagur Gissurarson sé þér sammála – en hann lagði upp tillöguna að stofnskrá og lögum Evrópuvettvangsins ásamt Grétar Mar.

    Þessi vettvangur varð til einmitt vegna þess að stór hópur fólks taldi þörf á vettvangi þar sem yrði opin umræða um kosti og galla aðildar án þess að tekin yrði fyrirfram afstaða um inngöngu eða inngöngu ekki.

    Það er rétt að stærsti hluti þess fólks sem kemur að vettvanginum vill klára aðildarviðræður og jafnvel hafa skoðun á áherslu Íslands í þeim viðræðum. En stærsti hluti þessa fólks vill taka afstöðu til niðurstöðu aðildarviðræðnanna og ákvarða á grunni þeirra hvort það vilji samþykkja eða hafna aðild.

    Þetta eru opin og lýðræðileg samtök. Þess vegna get ég ekki svarað spurningu um styrki eða styrki ekki – því það er ekki mitt að ákveða það – heldur væntanlega 21 manna Evrópuráðs sem fer með stjórn vettvangsins á milli aðalfunda ef fyrriliggjandi stofnskrá og lög verða samþykkt – eða þá formlegs stofnfundar vettvangsins.

  • Já Gunnlaugur við munum birta reikninga samtakanna, spurning hvort við getum það ekki í framahaldi af því að Heimsýn birti sýna og einnig þegar það upplýsist hver hefur kostað hundruðum þúsunda í skilti út um bæinn með auglýsingum um Nei þar sem fáni Íslands og ESB prýða skiltið hlið við hlið.

  • Sigríður Bára

    Nokkrar staðreyndir:

    -70% af útflutningi okkar fer til ESB landa. Samt vilja margir frekar eiga viðskipti við aðrar þjóðir (eins og það sé núna bannað?).
    -Við viljum ekki borga Icesave en ætlumst samt til að útlendingar vilji fjárfesta á Íslandi.
    -Erlendir bankar töpuðu mörg þúsund milljörðum við hrunið en samt furða margir sig á af hverju þeir vilja ekki lána okkur.
    -Íslenska krónan er svo lítill gjaldmiðill að hún verður aldrei notuð í alþjóðaviðskiptum nema með einhverskonar höftum. Samt sjá margir fyrir sér að krónan verði framtíðar gjaldmiðill landsins.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur