Miðvikudagur 30.03.2011 - 20:17 - 16 ummæli

DV elskar Finn Ingólfsson

DV elskar Finn Ingólfsson. Blaðið gerir allt til þess að birta mynd af honum í blaðinu. Ef ekki er tilefni til þess – þá býr DV til tilefnið. Ef það þarf að skrökva til þess að koma mynd af Finni í blaðið – þá skrökvar DV. Það hefur margoft sannað sig.

Ást DV á Finni hlýtur að vera heit. Blaðið hættir blaðamannaheiðri sínum með vísvitandi rangfærslum – bara til að geta birt mynd af Finni.

Nú síðast birti DV flennistóra mynd af Finni við hlið fyrrverandi landsliðsmarkmanns í fótbolta og vel stæðrar útgerðarkonu í Vestmannaeyjum. Fréttin fjallaði um kaup og sölu hlutabréfa í Glitni árið 2008.  Finnur kom reyndar ekkert að slíkum viðskiptum.   Það skiptir DV engu. Ást DV á Finni reddaði því.

Til þess að koma glæsilegri mynd af Finni í blaðið sagði blaðamaður DV bara ósatt – væntanlega í von um að enginn nennti að leiðrétta hann.

Blaðamaðurinn sagði:

“ Gift fjárfestingarfélag, sem meðal annars var í eigu Finns Ingólfssonar fjárfestis, eignaðist sömuleiðis og seldi aftur 106 milljóna hluta í Glitni á tímabilinu janúar til mars 2008″   

Á grundvelli þessarar setningar í stórri grein sem þekur tvær síður  fékk DV tækifæri að birta mynd af Finni. Stóra mynd.

Vandamálið er einungis að Finnur Ingólfsson hefur aldrei átt krónu í Gift fjárfestingafélagi. Það á blaðamaðurinn að vita – svo fremi sem hann viti yfir höfuð nokkuð um íslenskt viðskiptalíf. Ef ekki blaðamaðurinn þá ritstjórinn.

En ást DV á Finni er slík að sannleikanum er fórnað svo unnt sé að birta mynd af Finni Ingólfssyni.

PS.   Þetta er reyndar stórglæsileg mynd af Finni!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Hallur,
    Heldurðu ekki að DV sé bara að birta mynd af Finni vegna þess að hann er „bæði sviphreinn og tillögugóður“ , eins og stendur hér til hægri á síðunni?
    .
    Þar túlka þeir ábyggilega upplifun þjóðarinnar, ekki satt?

  • Þetta er misskilningur.

    DV á engan heiður að verja.

    Enda lesa fáir blaðið eins og kemur fram í nýjustu könnun.

    Finnur Ing. á hins vegar ekkert gott skilið.

    Ágætt því að þetta hörmulega blað sé með hann á heilanum.

    Þar hæfir kjaftur skel.

  • Hallur Magnússon

    Einsi.

    Nei, ég held að þetta sé eldheit ást DV á manninum. Þetta er ekki í fyrsta né annað sinn sem þeir skrökva til þess að geta birt af honum mynd.

    Gaman að þú vitnir í séra Baldur!

  • Hallur Magnússon

    Rósa.
    Það kann að vera að Finnur eigi ekkert gott skilið.
    En finnst þér það réttlæta ítrekaðar skröksögur DV um manninn?

    Eigi hann ekkert gott skilið – þá hlýtur að duga að segja um hann sannleikann – ekki satt?

  • Fáir eiga eins glæsilegan ferill og Finnur Ingólfsson. HAnn er strategiskur snillingur og „kann“ betur á íslenskt samfélag en flestir aðrir , forseti vor meðtalinn.
    Þá er hann humoristi eins og nafngiftin Gift gefur til kynna.
    Það eru of fáar myndir af Finni í öllum blöðum, og hann er gott forsetaefni, og færi vel á að hann gæfi kost á sér í það embætti

  • Hallur Magnússon

    Þór.
    Fattaði Finnur upp á nafninu Gift?

  • Sigursteinn

    Var þetta ekki bara svona Freudian slip hjá DV.
    Þótt Finnur hafi ekki átt Gift þá hagaði hann sér eins og svo væri á þeim tíma sem hann stjórnaði Samvinnusjóðnum og það er ransóknarefni útaf fyrir sig af hverju glæpir finns hafa ekki verið meira í fréttum en raun ber vitni.
    Ef framsókn ætlar að hafa minsta möguleika á að vera enþá á þingi eftir 10 ár þá verður hann að innkall félagskírteini bæði Finns og Alfreðs.
    Svona glæpamenn og þjóðníðingar eiga ekki heima í flokki sem kennir sig við samvinnu.

  • Hallur Magnússon

    Sigursteinn.
    Var Finnur í stjórn Giftar?

  • Sigursteinn

    Nei en hann var í stjórnaði Samvinnusjóðnum sem var stærsti hluthafinn í Gift, það er varla hægt að finna frétt um Gift frá þeim tíma þegar það var stofnað án þess að Finnur komi við sögu og það krefts verulegrar valblindu að sjá ekki hans fótspor í þessu máli öllu samann, samkvæmt breskum lögum hefði hann líklega verið flokkaður sem skuggastjórnandi.

    Ekki reyna að halda því fram að hann hafi bara verið saklaus áhorfandi af því sem gerðist með Gift.

  • Sigursteinn

    Já og þetta komment þitt var eins og að hreinsa Björgólf Thor með því að spyrja: Var Björgólfur Thor í stjórn Landsbankans?
    Jafn gáfulegt.

  • Þetta eru örugglega mikil tíðindi fyrir Finn því ef miðað er við skrifin og fyrirsögnina þá virðist Finnur allavegana eiga sér tvo elskendur.

  • Mafíuvaktin

    Sá á fé sem Finnur………Ingólfsson!

  • Hallur Magnússon

    Sigursteinn.
    Ég vara spurði.

    En manstu. Sjóðir Eignarhaldsfélags Samvinnufélagsins voru afar magrir á sínum tíma – þegar rétt hefði verið að slíta félaginu og greiða út til eigenda.

    Það var EKKI Finnur Ingólfsson sem tók ákvörðun um að svo yrði ekki gert.

    Þegar Finnur tók við sem forstjóri VÍS – þá skiluðu fjárfestingar fjármuna Eignarhaldsfélagsins verulegum árangri. Eignirnar – sem voru ekki miklar margfölduðust.

    Í hruninu töpuðust þær eignir – eins og eignir flestra eignarhaldsfélaga.

    Einhverra hluta vegna miða flestir gagnrýnendur þess að ekki var greitt úr sjóðunum við þá tölu sem kom fram í reikningum þegar eignirnar voru mestar – í tíð Finns sem forstjóri VÍS – en ekki við þær eignir sem voru þegar HEFÐI átt að leysa upp Eignaarhaldsfélag Samvinnutrygginga. Það hentar líka betur ef menn vilja hneykslast.

    Þessar reiknuðuð eignir urðu ekki háar vegna þess að Finnur væri að sýsla með fé Eignarhaldsfélagsinsi – heldur vegna þess hvað uppgangur EXISTA varð mikill á mörkuðum.

    En eins og þú hefur staðfest þá var Finnur Ingólfsson ekki í stjórn Giftar. En það skiptir andstæðinga hans engu máli. Sökin – ef um einhverja sök er að ræða – skal í umræðunni verða hans – hvað sem það kostar.

    Svona eins og heit ást DV á Finni verður til þess að blaðið skrökvar ítrekað um hann til að koma mynd af honum í blaðið.

    Reyndar va þessi pistill ekki skrifaður vegna Finns – heldur vegna DV. Ég hef nú á tæpri viku dregið fram hæpna blaðamennsku DV í hverju einasta blaði sem komið hefur út.

    Fyrst þar sem reynt er að gera bræðuna Arnar og Bjarka tortryggilega – með því meðal annars að halda réttum upplýsingum frá lesendum, með uppsetningu og orðalagi – og reyndar með hreinum ósannindum í undirfyrirsögn.

    Sjá nánar:

    http://blog.eyjan.is/hallurm/2011/03/26/illfysi-dv-i-gard-arnars-og-bjarka/

    Síðan í umfjöllun DV um utangarðsfólk – þar sem slegið var upp í fyrirsögn að utangarðsfólk NEYDDIST til að mæla göturnar á daginn frá 10 – 17 í kulda og trekki – þegar rétt er að Hjálpræðisherinn rekur dagsetur þar sem útigangsfólk fær heitan mat, húsaskjól, baðaðastöðu, rúm til að hvílast, féalgsráðgjöf og jafnvel fótsnyrtingu. Það hentaði bara ekki DV að slíkt kæmi fram í frétt.

    Sjá nánar:

    http://blog.eyjan.is/hallurm/2011/03/30/utangardsfolk-leitar-i-herinn/

    Og svo núna uppsláttur á mynd af Finni í umfjöllun sem kemur EKKERT Finni Ingólfssyni við.

    Það verður spennandi að sjá hvaða hæpna blaðamennska DV lítur dagsins ljós í næsta tölublaði DV.

  • Sigursteinn

    Málið er að þetta átti aldrei að vera fjárfestingasjóður heldur átti alltaf að leisa upp félagið og dreifa því sem úr því kom milli hluthafa, það var allt og sumt, Finnur og aðrir sem að Gift komu ákváðu þess þi stað að fara út í fjárfestingar og lengja líf sjóðsins út í hið óendanlega, þar liggur glæpurinn.

    Svo má velta fyrir sér hvort við séum ekki að fara að sjá fram á samskonar hluti í skylanefndum gömlu bankanna, menn þar eru ekki neitt sérstaklega áfjáðir í að leggja þær nyður og hætta að fá þau laun sem þær gefa (og missa þau völd sem þeim fylgir)

  • Sigurgeir Ólafss.

    Já, satt segirðu, Hallur.

    Svo má heldur ekki gleyma því að án tilveru Davíðs Oddsson, myndi DV (Dagblað Vinstrimanna) ekki þrífast.

    Davíð hefur þannig verið óþrjótandi uppspretta frétta fyrir DV og lætur nærri að það séu greinar og myndir af Davíð í hverju einasta tölublaði DV.

    Þannig er DV illa haldið af Davíðs-heilkenninu og það lætur nærri að ef DV læknaðist af þessu heilkenni, þá myndi blaðið búa við mikla tilvistarkreppu.

    Ekki má heldur gleyma því að DV er óþreytandi í heilagri krossför sinni gegn Sjálfstæðisflokknum og formanni hans.
    Uppfullt og yfirbugað af heilagri „réttlætiskennd“ og heldur blaðið út áróðri sínum gegn Bjarna Ben og öðrum Sjálfstæðismönnum í samsæriskenningarstíl.

    Aftur á móti fá stjórnaflokkarnir og Jón Ásgeir og félagar algjöran grið frá DV, enda forðast blaðið eins og heitan eldinn að varpa skugga á þetta „heiðursmannalið“ sitt.

    Við megum heldur ekki gleyma því, að í blaðið skrifa og blogga gamlir afdankaðir og reiðir kommar sem hella nú úr skálum reiði sinnar yfir þá sem þeir telja sig eiga eitthvað sökótt við.

  • Hallur Magnússon

    Sigursteinn.

    Við erum þá sammála um að það átti að leysa Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga upp strax. Ákvörðun um að það var ekki gert var ekki Finns. Það er alveg ljóst.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur