Færslur fyrir mars, 2011

Fimmtudagur 24.03 2011 - 21:43

Jóhanna fórnarlamb aðstæðna

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er fórnarlamb aðstæðna. Ég er þess fullviss að hún taldi sig vera að gera rétt og að það hafi verið afar fjarri huga hennar að hún væri að brjóta jafnréttislög með því að ráða karlmann í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. En Jóhanna er fórnarlamb aðstæðna sem hún sjálf skapaði. Ég finn til […]

Fimmtudagur 24.03 2011 - 13:12

Friðurinn úti í Framsókn?

Ef marka má þrálátan orðróm um að Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hyggist bjóða sig fram gegn Birki Jóni Jónssyni varaformanni flokksins og oddvita Framsóknar í Norðausturkjördæmi þá er sá  vopnaði friður sem ríkt hefur innan Framsókn að líkindum úti. Birkir Jón hefur lagt sig fram um að styðja við bak Sigmundar Davíðs […]

Miðvikudagur 23.03 2011 - 12:34

Lögbrjótur ræðst að ríkissaksóknara!

“Lögbrjótur sem gegnir háttsettri opinberri stöðu hefur ráðist að ríkissaksóknara Íslands að sögn ríkissaksóknara. Lögbrjóturinn sem er kona og einn hæstlaunaðasti embættismaður íslenska ríkisins situr sem fastast.” Þannig gæti frétt um Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hljómað. Fréttin yrði rétt og ekki hægt að véfengja hana  – en gæfi kannske ekki alveg rétta mynd af stöðu mála. […]

Miðvikudagur 23.03 2011 - 10:16

Tími til kominn

Það var Tími til kominn að endurvekja Tímann, Nú er vefritið Tíminn.is kominn í loftið og lofar góðu.  Sérstök áhersla á breiða umfjöllun sem nær til landsins alls er sérstaða Tímans fram yfir aðra miðla. Vonandi ná Tímamenn að halda dampi með þá landsbyggðaráherslu – en hætt er við að keppinautarnir fylgi á einhver hátt í kjölfarið. Þá […]

Þriðjudagur 22.03 2011 - 08:02

Sóknartækifæri ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnin hefur nú sóknarfæri til að breyta sjálfri sér úr hálfgerðri minnihlutastjórn með flöktandi stuðningi eigin liðsmanna í öfluga ríkisstjórn sem hefur alla burði til að takast á við þau brýnu verkefni sem framundan eru.  Ekki síst vegna þess að IceSave málið mun verða úr sögunni helgina sem Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing. Brotthvarf Lilju Mósesdóttur og […]

Sunnudagur 20.03 2011 - 23:59

Bullið í Villa Bjarna!

Fréttamenn sækja í Vilhjálm Bjarnason háskólakennara eins og mý í mykjuskán þegar þeir þurfa krassandi, en lítt rökstuddar fyrirsagnir á æsifréttir sínar. Þá skiptir engu hvort eitthvert samhengi er í hlutunum eða ekki – Villi klikkar ekki með krassandi staðhæfingar – sem fréttamenn passa sig á að sannreyna ekki. Þetta á ekki síst við ef fjallað […]

Laugardagur 19.03 2011 - 16:08

Ef snjóar í júlí …

Ef snjóar í júlí þá þarf ég KANNSKE að moka útitröppurnar. Þetta er sambærileg röksemdarfærsla og nú er komin á kreik um MÖGULEGT framlag ríkisins til Íbúðalánasjóðs vegna HUGSANLEGRA afskrifta á næstu árum. Íbúðalánasjóður hefur reiknað út hverjar HÁMARKSAFSKRIFTIR gætu HUGSANLEGA orðið ef ALLIR þeir sem MÖGULEGA geta nýtt sér afskriftir íbúðalána í 110% fái […]

Föstudagur 18.03 2011 - 21:31

Ömurlegar ósanngirnisbætur

Ósanngirnisbætur hafa verið ákvarðaðar. Ræði það ekki meir en bendi á eftirfarandi tengla: Enn barið á Breiðavíkurdrengjum? Breiðavíkurdrengir bíða bóta

Fimmtudagur 17.03 2011 - 17:17

Stórbrotin japönsk fórnfýsi

Fórnfýsi virðist Japönum í blóð borin. Nú berjast japanskir starfsmenn kjarnorkuversins í Fukushima við að koma í veg fyrir enn alvarlegra kjarnorkuslys en orðið er. Þeir eru að hætta lífi sínu í baráttunni – og vita það fullvel.  Þetta virðist sama elementið og hjá kamikaze flugmönnunum í síðari heimsstyrjöldinn sem fórnuði lífi sínu skipulega til […]

Miðvikudagur 16.03 2011 - 20:53

Skógræktarátak með ESB

Íslenskir bændur og íbúar hinna dreifðu byggða á Íslandi eiga mikil sóknarfæri í sameiginlegu skógræktarátaki Íslendinga og Evrópusambandsins.  Samninganefnd Íslands á að sjálfsögðu að leggja ríka áherslu á mikilvægi öflugs skógræktarátaks á Íslandi – átaks sem vinnur gegn losun koltvísýring í andrúmslofti og styður við jákvæða byggðaþróun á Íslandi. Slíkt skógræktarátak á Íslandi á því […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur