Laugardagur 23.04.2011 - 11:04 - 9 ummæli

Jóhanna dregur úr leyndinni

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur aldrei þessu vant brugðist jákvætt við gagnrýni og vill nú draga úr sérkennilegu leyndarákvæði í frumvarpi að breytingum á upplýsingalögum. Í stað mögulegrar 110 ára leyndar þá er það henni að meinalausu að ákvæðið verði áfram 80 ár.  Sem reyndar er of langt að mínu mati.

Jóhanna skrifar ágæta grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún fer yfir málið.  Gott hjá Jóhönnu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Ég get alveg beðið í 80 ár til að sjá hvað þau eru að fela.

  • Björn Kristinsson

    Af hverju þarf leynd yfir gögnum ?

    Hvaða málefni er það sem er svo viðkvæmt að það þolir ekki dagsljósið fyrr en eftir 80 ár eða 110 ár ?

    Upplýst samfélag byggist á góðu aðgengi að gögnum.

    Ein ástæða fyrir Hruninu var skortur á aðgengi gagna þannig að almenningur gat ekki tekið upplýsta ákvarðanir.

    Lykilspurningin Hallur, á að vera

    „Hvernig samfélag viljum við búa í ?“

    *Upplýstu, opnu og víðsýnu
    *Lokuðu og miðstýrðu

  • Hallur Magnússon

    Björn. Ég kýs frjálslynt, upplýst, opið og víðsýnt samfélag.

    Því miður virðast sífellt fleiri vilja lokað og miðstýrt samfélag.

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Sæll Hallur.
    Við erum alltaf að verða meira og meira sammála nema um eitt grundvallaratriði. Ég get t.d. algerelga tekið undir það sem að þú segir hér a ofan.

    „Ég vil frjálslynt, upplýst, opið og víðsýnt samfélag“

    En ég vil bæta við það gerist alls ekki með ESB aðild. Þvert á móti verður þá þjóðfélagið verr upplýst um ákvarðanir og fjær allri ákvarðanatöku og getur haft þar sára lítil eða enginn áhrif. Í öður lagi verður samfélagið meira og minna miðstýrt af Brussel valsinu.
    Ég get ekki séð neina víðsýni, við ESB aðild nema síður sé.

  • Hallur Magnússon

    Gunnlaugur.

    Langar til að vísa þér á eftirfarandi pistil:

    http://blog.eyjan.is/hallurm/2010/11/25/eflum-landsbyggdina/

    Þetta fyrirkomulag hentar ennþá betur ef við náum ásættanlegum aðildarsamningi og þjóðin velur að ganga í ESB. Sem ég veit ekkert um á þessu stigi.

    En ítreka að þær breytingar sem ég legg til í pistlinum sem ég vísa á – eru nauðsynlegar óháð ESB aðild.

  • Getur einhver bent mér á eitt dæmi þess í íslandssögunni að það sé gott fyrir land og þjóð að hafa leynd á einhverju í:
    a) 80 ár
    b) 8 ár
    c) 8 mánuði
    Hvaða gögn gæti hugsanlega hafa verið svo alvarleg árið 1931 að þau eiga ekki að koma fyrir almenningssjónir fyrr en nú? Hvaða gögn geta verið svo alvarleg nú að þau mega ekki koma fyrir almannasjónir fyrr en árið 2091?

    Við erum ekki einu sinni með leyniþjónustu, ekki með her. Hvað getur réttlætt a) b) eða c)???

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Sæll Hallur.

    Ég las þessa grein þína sem þú vitnar í og hún er ágæt útaf fyrir sig.

    En sýnir aðeins og sannar enn frekar að lítil sjálfstæð og kraftmikil þjóð eins og Ísland á alls ekki að ganga inní ESB. Við myndum verða eins konar útkjálki þar sem engu eða sáralitlu ma´li skipti fyrir stóru heildina við yrðum útnári ESB svona álíka valdamikil og íbúar Kópaskers eru á stjórn landsins, með annars fullri virðingu fyrir því ágæta fólki sem þar býr.

    Þar sem við erum eins og t.d. Finnar meðal tekjuhæstu þjóðum innan þessa Ríkjasambands þá myndum við alltaf greiða margfallt hærri upphæðir til ESB en við ættum möguleika á að fá frá þeim á móti í formi alls konar styrkja og lána.

    ESB apparatið heimtar líka sífellt meira fjármagn til sín og stjórnsýslu sinnar nú heimta þeir nær 5% hækkun frá aðildarlöndunum, sem er í hrópandi mótsögn við það sem þeir heimta af aðildarlöndunum sem eru launalækkanir og blóðugur niðurskurður almanna þjónustunnar.

    Þessi ESB elíta er forstokkuð valdaklíka sem svífst einskis til þess að mylja undir sig og sína í hlunnindum og launagreiðslum.

    Auk þess sem slíkir ölmusustyrkir eru oft mjög vafasamir og skekkja samkeppnisstöðu atvinnulífsins og nýtast oft illa og hafa marg oft verið misnotaðir af spilltum embættisaðli ESB elítunnar í samstarfi við óvandaða viðskiptaaðila.

  • snæbjörn Brynjarsson

    Málamiðlanir leiða oft til góðs. Í greininni sem hún Jóhanna skrifaði í fréttablaðið er talað um sjúkraskýrslur. Það er og verður skiljanlegt. Arfgengur hjartagalli kemur mér ekkert við þó 80 ár líði. Tja, líkast til væri maðurinn látinn fyrir þann tíma en prinsippið gildir, ef meðalaldur lengist þá verða sjúkraskýrslur að vera leyndar lengur.

    En væri ekki bara hægt að taka það fram og aðgreina sjúkraskýrslur frá öðrum stofnana skjölum?

    Málið er þó ekki eins hrikalegt og það virðist. Þjóðskjalavörður þarf dómsúrskurð. En leyndin er fáránleg.

  • Hlynur Jörundsson

    Ég óttast að þú hafir rangt fyrir þér Snæbjörn Brynjarsson, ég er ekki með lögin fyrir framan mig en mig minnir að þjóðskjalavörður geti ákveðið leyndina en það þurfi dómsúrskurð til að aflétta henni. Sem gerir löggjöfina fáránlega.

    „Þegar sérstaklega stendur á getur þjóðskajalavörður ákveðið að synja aðgangi að skjali sem er yngra en 110 ára, svo sem þegar það hefur að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn er á lífi eða um almannahagsmuni er að ræða.“

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur