Mánudagur 25.04.2011 - 20:01 - 22 ummæli

Prímadonnan Jói Hauks móðguð

Ágætur vinur minn og kennari úr MH – Jóhann Hauksson – á marga flotta spretti í fréttaskýringum, fréttum og bloggpistlum á DV. En eins og mér þykir vænt um Jóhann Hauksson félaga minn og blaðamann – þá þykir mér alltaf sorglegt þegar hann yfirgefur fagmennskuna sem oftast einkennir skrif hans – og missir sig í tilfinningarnar. Vegna þess þegar það gerist týnist fagmaðurinn blaðamaðurinn og eitthvað allt annað kemur upp á yfirborðið.

Nýjasta dæmið er þegar Jóhann missti sig yfir vælinu í Lilju Mósesdóttur – sem reyndar hafði dálítið fyrir sér í gagnrýni á Jóhann vegna hlutdrægra pistla á blogginu hans undanfarið – þar sem hann meðal annars tekur upp þykkjuna fyrir Steingrím J. og co í flokkseigendafélaginu í VG- gegn forseta vorum – sem Jóhanni hefur lengi verið illa við.

Af hverju veit ég ekki – en honum hefur verið ferlega illa við Ólaf Ragnar – lengi. Vísa bara í tugi pistla Jóhanns um Ólaf Ragnar máli mínu til stuðnings.

Minnir mig á hatrammar tilfinningar sem Jóhann hefur til Halldórs Ásgrímssonar – sem einu sinni var í pólitík og er svo óheppinn að eiga um það bil 1% hlut í útgerðarfyrirtæki fyrir austan. Það eru ófáar neikvæðar „fréttaskýringar“ og bloggpistlar sem Jóhann hefur ritað til þessa að sverta Halldór – hvort sem hann á það skilið eða ekki – frá því Jóhann móðgaðist illilega við Halldór hér um árið þegar Jóhann taldi sig eiga stuðning Halldórs í fréttastjórastöðu á RÚV.

Vandamálið var bara – sem Jóhann hafði bara ekki fattað – að Halldór skipti sér aldrei af mannaráðningum hvort sem um var að ræða Framsóknarmenn eða Framsóknarmenn ekki. Reyndi ekki einu sinni að ganga á milli Framsóknarmanna í blóðugum átökum innanflokks.

Þess vegna var það bara þannig að fulltrúi Framsóknar í stjórn RÚV vann í því að ráða fjölskylduvin – sem ekkert hafði haft með Framsókn að gera þótt hin almenna söguskýring og skýring sárreiðs Jóhanns Haukssonar sé að um pólitík hafi verið að ræða – og Framsóknarmaðurinn hafði sínu fram. Fjölskylduvinur utan Framsóknar ráðinn.

Jóhann móðgaðist illilega – enda migið utan í Halldór Ásgrímsson um nokkuð skeið til þess að fá stöðuna. Jóhann sagði af sér sem fréttamaður með látum – fjölslylduvinurinn sem ekki var Framsóknarmaður hætti eftir sólarhring – og Samfylkingarmaður hlaut hnossið.

Þessi tenging Jóhanns við Halldór rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá samlíkinguna í því hvernig Jóhann hefur migið utan í Steingrím J. undanfarna mánuði.  Sem ég fattaði ekki fyrr en Lilja Mós sagði hið augljósa – með hefðbundnum viðbrögðum Jóhanns Hauks!

… en þótt ég sjái og skilji hatur Jóhanns Haukssonar í garð Halldórs Ásgrímssonar – þá á ég enn eftir að fatta hvað Finnur Ingólfsson gerðí Jóhanni – því Jóhann hefur gengið enn lengra í að sverta Finn Ingólfsson á hæpnum forsendum í DV en Halldór Ásgrímsson.  Án þess ég sé að verja þessa tvo menn í sjálfu sér að öðru leiti en því að mér finnst þeir eigi að njóta sannmælis eins og aðrir. Það hafa þeir ekki gert hjá Jóhanni Haukssyni um langt árabil.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (22)

  • Kristján G. Kristjánsson

    Þú segist vera vinur hans og talar svo svona um hann.
    Er þetta einhver einkahúmor ykkar á milli sem á ekki erindi til almennings, eða ertu bara svona góður vinur?

  • Hallur Magnússon

    Kristján.

    Við Jóhann höfum verið ágætir vinir lengi. Það þýðir ekki að við séum sammála um allt. Reyndar afar ósammála um margt. En þýðir vinskapur að það megi ekki gagnrýna það í fari vinar sem þér finnst ekki í lagi? Ég held þvert á móti að vinir eigi að gagnrýna það sem þeim finnst ekki rétt í fari hvors annars – og hrósa því sem gott er.

    Er það röng nálgun hjá mér?

  • Þú segir “ Lilja Mós sagði hið augljósa“

    Er það sem sé satt, að Jóhann þiggji greiðslur á laun, fyrir að skrifa jákvætt um Steingrím J. ??

  • Mjög fróðleg skrif hjá þér Hallur og gaman að lesa svona frásagnir sem veita manni innsýn í hlutina. Ég hef lengi velt fyrir mér ástæðu þess að Jóhann Hauksson leggur Halldór Ásgrimsson og líka Finn Ingólfsson í einelti. En nú er sem sagt komin sú skýring að Jóhann hafi hreinlega ætlast til að Halldór kæmi honum í stöðu fréttastjóra. Ég man vel eftir Jóhanni þegar hann var á RÚV og hann átti þar marga ágæta spretti sem reyndar undraði mig hafandi í huga hvernig hann hagði sér í kennslu í MH. Í MH mátti að því er sagt er öllum vera ljóst að hann var rauðari en allt sem rautt er.
    Hvað sem fortíðinni líður er ljóst að það er mikill ljóður á fréttamanni eins og Jóhanni og fleirum t.d. Gunnari Gunnarssyni á RÚV þegar viðkomandi geta ekki hamið pólitískar skoðanir sínar. Maður leggur minni trúnað á fréttaflutning sem viðkomandi flytja ef önnur skrif eða fréttaflutningur benda til pólitísks ofstækis. Þetta er synd því Jóhann er ekki ógeðfelldur maður.

  • Hallur fróður er sá er víða ratar og þú virðist víða inni í málum. Þú skrifar um Jóhann Hauksson en gleymir að nefna þegar viðkomandi var á launum hjá Jóni Ásgeiri við að koma fram á Útvarpi Sögu.
    En talandi um fjölmiðla og Jón Ásgeir þá langar mig að vita af hverju Fréttablaðið hamast svona á Framsókn og gerði bæði meðan Jón Kaldal var þar ritstjóri sem og í tíð núvernadi ritstjóra hvað hann nú heitir Ólafur minnir mig? Það er alveg ljóst öllum sem fletta blaðinu hvort sem þeim er vel eða illa við Framsókn að þessir ritstjórar tveir hafa gefið blaðamönnum sínum alveg frjálsan taumin með að hnjóta í Framsóknarflokkinn. Mér finnst ótrúlegt að þessir ritstjórar hafi fundið upp á þessu upp úr þurru þetta hljóta að vera fyrirmæli frá eiganda Fréttablaðsins Jóni Ásgeiri. Segðu okkur nú var einhver slæmur núningur milli Halldórs Ásgrímssonar og Jóns Ásgeirs ? Maður heyrði aldrei af slíku meðan báðir voru í aktion. Hver er ástæðan, kaupfélögin sem einusinni voru stór í matvöruverslun ? KEA á Akureyri sem lengi hélt Jóni Ásgeiri frá að komast að á Akureyri ? Eða hvað ? Steingrímur Hermannsson var gamall félagi Pálma í Hagkaupum í viðskiptum, spila slit þeirra á milli inn í þetta ?

  • Leifur Björnsson

    Skrif Jóhanns Haukssonar um Halldór Ásgrímsson og Finn Ingólfsson voru ávallt málefnaleg og laus við hlutdrægni.
    Það er meira en hægt er að segja um skrif þín Jóhann Hauksson.

  • Hafa Halldór og Finnur ekki bara notið sannmælis hjá Jóhanni?
    Ég held það.
    Munum að áður nutu þeir þöggunarinnar, en vonandi ei meir.

  • Er eða voru þessi 1% eignarhlutur einu tengsl Halldórs Ásgrímssonar við útgerðarfyrirtæki fyrir austan?

  • Trausti Þórðarson

    Ekki vildi ég vera vinur þinn Hallur.
    Það var ekki fyrir óheppni að Halldór eignaðist hlut í sameign allra landsmanna og ég held að Jóhann hafi látið hann njóta sannmælis.
    Veistu annars nokkuð hversvegna Finnur varð seðlabankastjóri?

  • stefán benediktsson

    Ef þessi röksemdafærsla þín er tekin alla leið Hallur er spurningin a) hvað hefur Jóhann gert þér og b) hvern ert þú að „míga utaní“ með þessum skrifum um Jóhann?

  • Jóhann er heppinn eða eiga vin eins og Hall – og Hallur er greinilega vinur vina sinna.

  • Þau verða ekki lengi að þagga niður í DV með nýju lögunum. Plufff…………

  • Snorri Sturluson

    @Hallur Magnússon: ,,En þýðir vinskapur að það megi ekki gagnrýna það í fari vinar sem þér finnst ekki í lagi?“

    Öðru nær.

    Vinur er sá er til vamms segir.

    Hinsvegar örlar ekki á vináttu í pistli þínum, Hallur; hann er

    fjandsamlegur og illkvittinn.

    Þú hefur vináttuna að yfirskini.

    Og dregur þetta fagra orð í svaðið.

    Á Glæsivöllum aldrei

    með ýtum er fátt,

    allt er kátt og dátt.

    En bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt,

    í góðsemi vegur þar hver annan.

  • Augljóslega er Hallur ennþá þvottekta framsóknarmaður þó að hann hafi farið úr fjósafötunum til að máta Evrópugallann.

    Það er þó óþarfi að hreyta ónotum í sér betri mann og kalla það vináttu.

  • Hver kallar Jóhann Hauksson blaðamann?

    Hann er jafn mikill blaðamaður og Hannes Hólmsteinn, Teitur Atla og þú Hallur.

  • Hallur eyðir miklu púðri í vin sinn Jóhann Hauksson og eins og er góðra vina háttur segir hann vini sínum til syndanna en mildar svo agasemina með vinsamlegum gælum.
    En vinsamleg viðleitni í þá veru að Jóhann Hauksson bæti ráð sitt og fari að siðareglum blaðamanna er tímaeyðsla. Hann hefur fyrir löngu eyðilagt feril sinn sem heiðarlegur blaðamaður og uppskorið í samræmi við það. Það tekur enginn mark á honum.

  • Æ Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson. Hvenær fá þessir ríkisframleiddu milljónerar að njóta sannmælis og losna við einelti hælbíta!

  • vá.. með svona vini held ég að hann þurfi enga óvini.

    Er það ekki skiljanlegt að hann sé ekki að birta fréttaskýringar eða nýjustu fréttir á bloggsíðunni sinni.

    Blogg fólks er einmitt þannig að það getur komið frá sér SÍNUM EIGIN skoðunum og þannig geta m.a fréttamenn lagt hlutdrægnina sem oftast einkennir fréttaflutning, á hilluna.

    Ótrúlegur pistill.

  • óhlutdrægnina var það víst.

  • Hallur Magnússon

    Þannig því sé haldið klárlegar til haga – þá finnst mér Jóhann Hauksson oftast góður og flinkur blaðamaður – þótt ég gagnrýni hann hér fyrir ákveðna hluti.

    Margar fréttaskýringar hans eru fantagóðar og vel unnar.

    … og við erum ágætis vinir.

  • Þannig að því sé haldið klárlega til haga þá er furðulegt hversu lítið er fjallað um Finn Ingólfsson í íslenskum fjölmiðlum.

    Maðurinn sem yfirgaf ráðherrasætið og seðlabankastjórastólinn til að verða milljarðamæringur í einkavæðingu til innvígðra.

    Hann ætti í raun að vera undir smásjá fjölmiðla.

  • Hallur Magnússon

    Daði.

    Eftir því sem ég kemst næst – og ekki hefur hingað til verið sýnt fram á annað þrátt fyrir mikla umfjöllun í fjölmiðlum – þá flutti Finnur sig úr hægindastólnum og rólegheitunum í Seðlabankanum yfir í forstjórastól í tryggingafyrirtæki.

    Það kemur einkavæðingu bara alls ekkert við.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur