Þriðjudagur 26.04.2011 - 20:26 - 5 ummæli

Þremenningaklíkan í Framsókn eða Hreyfinguna?

Þremenningaklíkan sem sagði sig úr þingflokki VG á dögunum virðist vilja halda opnum þeim möguleika að ganga til liðs við aðra þingflokka í stað þess að stofna eigin þingflokk. Ætli þau séu að horfa til þingflokks Framsóknarflokksins? Eða þingflokks Hreyfingarinnar?

Varla Sjálfstæðisflokksins 🙂

Óvænt yfirlýsing þremenningaklíkunnar í dag hljóðar svo:

Undirrituð hafa í dag og undanfarna daga farið yfir stöðuna eftir úrsögn úr þingflokki Vinstri grænna. Staðan í íslenskum stjórnmálum er óráðin. Það er niðurstaða okkar að ekki sé tímabært að svo stöddu að stofna nýjan þingflokk. Við munum starfa sem óháðir þingmenn og í anda þeirra hugsjóna sem við töluðum fyrir í aðdraganda síðustu kosninga.

Lilja Mósesdóttir
Atli Gíslason
Ásmundur Einar Daðason

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Hver getur hugsað sér að starfa með svona ótraustu fólki?

  • Hallur Heimisson

    Væntanlega blasir við þessu fólki að ef það stofnar þingflokk verða þau að segja sig úr VG, varla getur einn stjórnmálaflokkur haft tvo þingflokka. Það má skilja á þessu útspili þeirra að þau sjái kosningar fljótlega og hafi hug á að fara fram að nýju undir merkjum VG. Ef þau sitja ekki óháð á þingi fram að þeim kosningum munu þau ekki fá brautargengi innan VG í framboð. Það er smá rifa með þessu móti.
    Annars er ég þeirrar skoðunar að þau eigi að segja sig frá þingmennsku, mín skoðun er sú að stjórnarsáttmáli taki fram öðrum samþykktum stjórnmálaflokka og ástæður og rök þessa fólks sýni vanþroska við þá aðferðarfræði sem fulltrúalýðræðið byggir á.

  • Sigmundur Davíð mun fara með Framsóknarflokkin í 25% í næstu kosningum, Þá mun Hallur ganga aftur i flokkin og verða á móti inngöngu í ESB nema að Eygló Harðar taki aftur húsnæðismálin af honum. Lilja, Atli og Ásmundur munu gana í Framsóknarflokkin og Guðmundur Steingríms sem var aðstoðarmaður Dags B mun fara aftur heim og raula „ég er komin heim“ þeir sem munu fara með Guðmundi eru Einar Oddviti og þessir 5-7 ESB sinnar, en Siv verður eftir

  • Hallur Magnússon

    @gormar45

    🙂

  • Það væri mátulegt á framsóknarflokkinn að fá þetta lið til liðs við sig, þau myndu efla öfgana í flokknum sem fyrir eru.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur