Færslur fyrir maí, 2011

Þriðjudagur 31.05 2011 - 11:02

Barnaslys í boði borgarinnar?

Þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir þá hefur Jón Gnarr* borgarstjóri ekki gert einfaldar ráðstafanir til að koma í veg fyrir mögulegt barnaslys á aðreininni af Miklubraut inn á Reykjanesbraut þar sem gangstígur frá Tunguvegi við Ásenda liggur að gangstíg meðfram Miklubraut/Reykjanesbraut. Slysagildran er augljós eins og sjá má á eftirfarandi mynd – þar sem vanta bút af öryggisriði […]

Mánudagur 30.05 2011 - 20:50

„Eyjabakkar“ Jóns Gnarr

Það mætti halda að náttúruperlan „Eyjabakkar“ væru nú staðsett í Laugardalnum norðan gatnamóta Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Allavega ef marka má heilaga vandlætingu tuga fólks sem hefur ómakað sig við að hrauna yfir mig fyrir þá ábendingu að rétt væri að skipuleggja tímabundin bílastæði í Laugardalnum þegar fyrirsjáanlegt er að dalurinn fyllist af barnafjölskyldum vegna íþróttamóta á […]

Mánudagur 30.05 2011 - 09:09

Mikilvægur misskilningur Jóhönnu!

Frjálslynt fólk í Samfylkingu, Framsókn og Sjálfstæðisflokki eiga oft á tíðum miklu meira sameiginlegt með hvort öðru en með öðrum hópum innan sömu flokka.  Þetta hefur Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar áttað sig á og biðlar nú til Evrópusinnaðs fólks í Framsókn og Sjálfstæðisflokki um að stofna nýjan flokk með Samfylkingunni. Þetta er pólitískt mjög merkileg yfirlýsing hjá […]

Laugardagur 28.05 2011 - 23:05

Aðför Jóns Gnarr að barnafjölskyldum!

Jón Gnarr borgarstjóri er æðsti embættismaður Reykjavíkurborgar. Hann ber því ábyrgðina á smánarlegri aðför stöðumælavarða borgarinnar á varnarlausar barnafjölskyldur sem neyddust til að leggja á óhefðbundna staði í Laugardalnum vegna bílastæðaskorts vegna mikillar aðsóknar á fjölmennt knattspyrnumót Þróttar annars vegar og afmælishátíð Stöðvar 2 í Fjölskyldugarðinum. 5000 aukaskattur á þegar skattpíndar barnafjölskyldur. Það er engin […]

Föstudagur 27.05 2011 - 09:04

Gerum 17. júní að alþjóðlegum frídegi!

Það á að gera 17. júní að alþjóðlegum frídegi!  Öðruvísi get ég ekki skilið fyrrum formann Framsóknarflokksins Guðna Ágústsson sem skrifar grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Hvers vegna niðurlægir ríkisstjórnin 17. júní?“.  Tilefnið er sú tilviljun að árlega ríkjaráðstefna Evrópusambandsins að vori lendir á 17. júní. Á ríkjaráðstefnunni mun Evrópusambandið meðal annars væntanlega samþykkja að hefja formlegar […]

Fimmtudagur 26.05 2011 - 13:10

Þjóðhyggja eða þjóðernisrembingur?

Þjóðhyggja samvinnu og umburðarlyndis eða þjóðernisrembingur og kynþáttatortryggni? Það virðast vera að koma upp áður óþekktar átakalínur milli þessara áherslna í íslenskri stjórnmálaumræðu. Hvort viljum við? Reyndar var að koma út athyglisverð bók sem snertir þessar spurningar.  „Sjálfstæð þjóð“ Eiríks Bergmanns. Skyldulesning hvert sem sjónarmið lesandans er – og hvaða afstöðu menn hafa til hins umdeilda […]

Miðvikudagur 25.05 2011 - 14:04

Aðstoðarmannakróníka

Hvað eiga þeir Björn Ingi Hrafnsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Benedikt Sigurðsson og Jóhannes Þór Skúlason sameiginlegt? Þeir hafa allir verið aðstoðarmenn formanns Framsóknarflokksins Enginn þeirra var skráður í Framsóknarflokkinn þegar þeir voru ráðnir til flokksins Enginn þeirra hafði starfað í Framsóknarflokknum áður en þeir voru ráðnir til flokksins Enginn þeirra þekkti til innviða Framsóknarflokksins þegar […]

Þriðjudagur 24.05 2011 - 09:37

Kata og Svandís taki við VG

Formannsslagur milli Katrínar Jakobsdóttur Thoroddsen og Svandísar Svavarsdóttur er hafinn ef marka má draugasögu í Mogganum í dag.  Það dregur úr trúverðugleika fréttarinnar að það er Agnes Bragadóttir sem skrifar hana – en oftar en ekki byggja stjórnmálaskýringar hennar á óskhyggju frekar en staðreyndum – en stundum er hún með puttan á púlsinum. En auðvitað […]

Sunnudagur 22.05 2011 - 15:12

Evra sló í gegn!

Gimbrin Evra frá Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal sló í gegn í fimmtugsafmæli vinar míns G Valdimars Valdemarssonar í gærkvöld.  Við Gestur Guðjónsson og Gísli Tryggvason gáfum G Vald þessa efnilegu kynbótagimur í fimmtugsafmælisgjöf ásamt eyrnamarkinu Stýft, fjöður aftan hægra – Hangfjöður framan vinstra – sem er gamalt Straumfjarðarmark – en G Valdimar er einmitt að hefja sauðfjárbúskap með tengdafólki sínu í Straumfirði. […]

Föstudagur 20.05 2011 - 19:27

Blakari í fótbolta?

Er vandamálið kannske að blakari er að reyna að leika sóknarleik í fótbolta: „Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, sagði við upphaf flokksráðsfundar VG, að Ísland væri á leið upp úr kreppunni eftir langan og erfiðan fyrri hálfleik í vörn.“ Úr frétt mbl.is. Má ég þá frekar biðja um badmintonstelpuna!

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur