Þriðjudagur 24.05.2011 - 09:37 - 11 ummæli

Kata og Svandís taki við VG

Formannsslagur milli Katrínar Jakobsdóttur Thoroddsen og Svandísar Svavarsdóttur er hafinn ef marka má draugasögu í Mogganum í dag.  Það dregur úr trúverðugleika fréttarinnar að það er Agnes Bragadóttir sem skrifar hana – en oftar en ekki byggja stjórnmálaskýringar hennar á óskhyggju frekar en staðreyndum – en stundum er hún með puttan á púlsinum.

En auðvitað eiga þær Katrín og Svandís að taka við VG. Auðvitað á Steingrímur að hætta. Kata gæti tekið við formennskunni að loknu fæðingarorlofi um áramót – og Svandís við varaformennskunni.

En það er ekki bara Steingrímur sem þarf að hætta. Hitt steinrunna stjórnmálatröllið – Jóhanna Sigurðardóttir þarf líka að hætta. Vandamálið hjá henni er að það virðist enginn geta tekið við á þeim bænum …

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Mér finnst nú frammistaða þessara tveggja í ráðherrastól ekki benda til þess að þær séu foringjaefni.

  • Hallur Heimisson

    Sammála þér nafni. Kata og Svandis er vel til þess fallnar að taka við VG. Væri ekki ráð að Samfylkingin fengi aðra hvor þeirra lánaða til að leysa Jóhönnu af hólmi???
    Mér sýnist að Guðbjartur Hannesson sé sá eini í röðum Samfylkingarinnar sem er verðugur arftaki. Hef ekki orðið var við aðra sem eru jafn yfirvegaðir og málefnamiðaðir og hann.

  • Jóhanna og Steingrímur þurfa að hætta sem fyrst.

    Nýtt fólk og yngra verður að fá tækifæri.

    Þjóðarhagur krefst þess að þau hætti.

  • Hefur Katrín ekki gefið það út að hún hafi ekki áhuga á að vera mikið lengur í pólítík?

  • hrekkjalómur

    Katrín er lélegasti menntamálaráðherra íslandssögunnar. Hún hefur engar ákvarðanir getað tekið um uppstokkun háskólakerfisins en þar er fé sóað í að halda úti 7 lélegum skólum í sta 1-2 þokkalegra. Í staðinn hefur hún sett 300 milljónir í eitthvað sem heitir „háskólanet“ sem ekki mun leiða til neins nema fleiri silkihúfa. Og hún hlýðir skipunum rektoranna um að láta skólana í friði.

    Á meðan hún gerir ekkert, er Besti flokkurinn að stokka upp allt skólakerfi Reykjavíkurborgar og hikar ekkert, þrátt fyrir mótmæli foreldra. Þar er dugur og kraftur en ekki í ráðuneytinu. Kannski ætti Jón Gnarr að taka menntamálaráðuneytið næst?

    Hrekkjalómur

  • Bull er þetta. Steingrímur er að standa sig frábærlega, hann leggur sín verk í dóm kjósenda bráðlega. Niðurstaða þess ætti að ákvarða örlög hans sem formanns, ekki óskhyggja Agnesar og annara 🙂

  • Hef ekki séð þennan pistil hennar Agnesar en það verður því miður að segja það eins og er að Agnes virðist oftar en ekki skrifa fréttir sem ekki eru raunveruleiki, e.t.v. draumur en ekki raunveruleiki. Agnes mætti að ósekju fara að hvíla sig. Hvað varðar Steingrím J Sigfússon þá hefur hann sýnt og sannað að þegar hann kemst á valdastól þá svíkur hann allt sem hann hefur sagst vera að berjast fyrir. Það er átakanlegt að sjá núna hvernig hann notaði aðstöðu sína sem fjármálaráðherra til að hygla kröfuhöfum gömlu bankanna ( vogunarsjóðuim úti í heimi ) á kostnað almennings á íslandi. Sú skömm mun fylgja Steingrími að eilífu ofan á allt annað. hver tekur við af honum má einu gilda VG er í eðli sínu ofstækisflokkur sem á ekki nema lítið fylgi við venjulegar aðstæður.

  • Unnur G. Kristjánsdóttir

    Já endilega – getur þú komið þessu í kring Hallur – ertu orðin Vgari?

  • Sæll aftur Hallur. Ég hef áhyggjur af tveimur vinum þínum sem oft skrifa hér á Eyjuna. Annar þeirra, séra Baldur Kristjánsson þolir alls ekki gagnrýni á skrif sín og lokar fyrir athugasemdir og því ætla ég að leyfa mér að beina því til þín að þú reynir að taka þennan „vin“ þinn þ.e. Baldur í andlega aðhlynningu. Baldur þessi var kommúnisti á yngri árum en virðist nú vera krati. Baldur er kominn út af farsælum stjórnmálamanni, framsóknarmanni í borgarmálum. En það er með hann Baldur eins og hann leggi sig sérstaklega fram við að kasta illmælgi í flokk föður síns, Framsóknarflokkinn. Taktu síðasta blogg hans varðandi formann Framsóknar, það blogg er afar ómerkilegt og augljóslega skrifað með aðferðafræði íhaldsmanna í Bandaríkjunum í huga. Gera mönnum upp illar meiningar í þeirri von að geta skaðað viðkomandi. Séra Baldur á augljóslega bágt aldurinn farinn að færast yfir og metnaði ekki svalað. Aðeins brotið fólk eða illa þenkjandi, leggst eins lágt og hann gerir í þessu bloggi sínu. Svona í leiðinni og vegna komments frá GVald hjá nefdum Baldri þá virðist ljóst að honum sé mjög í nöp við formanninn. Var ekki G Vald framarlega í klappliði Halldórs og Finns ? Á hann mjög erfitt með að sætta sig við að gamla settið er farið úr Framsókn ? Aumingja maðurinn, kominn á sextugsaldurinn og svona vonsvikinn.

  • Gústaf Níelsson

    Það væri óskandi Hallur að Vg byði okkur upp á skessuleik aldarinnar með því að velja þær stöllur Katrínu og Svandísi til forustu.

    Ég krossa fingur núna!!

  • Hallur Magnússon

    Heiða.

    Hvaðan í ósköpunum fékkst þú þá ranghugmynd að GVald hafi verið í „klappliði Halldórs og Finns“?

    Þvert á móti var GVald einna fremstur í stuðningsmannaliðið Sivjar í varaformannsslagnum gegn Finni Ingólfssyni á sínum tíma.

    GVald var í framboði til formanns SUF á sínum tíma. Þáverandi forysta flokksins (Halldór og Finnur) studdu hins vegar af alefli Guðjón Ólaf í þeirri kosningabaráttu á frægum Nesjavallafundi.

    Þú ættir að glugga aðeins betur í sögu Framsóknarflokksins – sem reyndar sumir eru að reyna að endurhanna um þessar mundir – og kynna þér td. „Nesjavallahreyfinguna“ – en í henni voru ma. samstíga GVald og Óskar Bergs.

    Það eru reyndar fáir sem hafa lagt eins mikið á sig í starfi Framsóknarflokksins undanfarnar áratugi og GVald – og samt haldið áfram frjórri umræðu – þrátt fyrir sífellt andstreymi frá flokksforystunni – sem virðist oftast líta á hann sem ógnun, einhverra hluta vegna. Enda rökfastur drengurinn – og byggir málflutning sinn á eigin sannfæringu en ekki á því sem hentar flokksforystunni hverju sinni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur