Miðvikudagur 25.05.2011 - 14:04 - 22 ummæli

Aðstoðarmannakróníka

Hvað eiga þeir Björn Ingi Hrafnsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Benedikt Sigurðsson og Jóhannes Þór Skúlason sameiginlegt?

  • Þeir hafa allir verið aðstoðarmenn formanns Framsóknarflokksins
  • Enginn þeirra var skráður í Framsóknarflokkinn þegar þeir voru ráðnir til flokksins
  • Enginn þeirra hafði starfað í Framsóknarflokknum áður en þeir voru ráðnir til flokksins
  • Enginn þeirra þekkti til innviða Framsóknarflokksins þegar þeir voru ráðnir til flokksins

Björn Ingi var blaðamaður og  þingfréttaritari á Morgunblaðinu þegar hann var ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarmanna þar sem hann síðar hraktist yfir að vera aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar í stað hins gegnheila Framsóknarmanns og fyrrum framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins Egils Heiðars Gíslasonar.

Margir Framsóknarmenn telja að farsælum ráðherraferli Halldórs Ásgrímssonar hafi tekið að hraka eftir að Björn Ingi tók við sem aðstoðarmaður og að tengsl Halldórs við almenna flokksmenn hafi þá rofnað.

Sigmundur Davíð hafði vakið athygli fyrir nýja sýn á skipulagsmál miðborgar Reykjavíkur og fyrir að halda áhugaverðan fyrirlestur um Keynisma og efnahagsmál á fundi Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík þegar Guðni Ágústsson bauð honum að gerast aðstoðarmaður sinn í stað SUFarans og Evrópusinnans Agnars Braga Bragasonar.

Sigmundur Davíð var ekki enn genginn í flokkinn þótt hann hefði tekið sæti Framsóknarflokksins í skipulagsráði Reykjavíkur sem sérfræðingur að beiðni Óskars Bergssonar borgarfulltrúa þegar Guðni leitaði til hans.

Reyndar var ferill Sigmundar Davíðs sem aðstoðarmaður Guðna Ágústsonar ekki nema nokkrir dagar því Guðni sagði af sér snögglega í kjölfar átakafundar í miðstjórn Framsóknarflokksins skömmu eftir að Sigmundur þekktist boðið. Sigmundur Davíð náði hins vegar að sitja einn fund norður í landi með Guðna áður en kom að hinum örlagaríka miðstjórnarfundi.

Valgerður Sverrisdóttir tók við af Guðna þar sem hún gegndi stöðu varaformanns.  Hún átti stuttan en farsælan feril sem formaður. Aðstoðarmaður hennar var góður og gegn Framsóknarmaður til margra ára.

Sigmundur Davíð kom aftur fram á sjónarsviðið með stæl þegar hann tók við af Valgerði sem formaður Framsóknarflokksins á glæsilegu flokksþingi Framsóknar.

Benedikt Sigurðsson hafði verið fréttamaður á RÚV og síðan starfsmaður Kaupþings þegar hinn nýi formaður Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð fékk hann til liðs við sig sem aðstoðarmann. Ég veit ekki til að Benedikt hafi skráð sig í Framsóknarflokkinn yfir höfuð en það kann þó að vera.

Þegar Benedikt Sigurðsson lét af störfum sem aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins síðastliðið haust réð Sigmundur Davíð sér aðstoðarmann sem heitir Jóhannes Þór Skúlason. Jóhannes Þór var liðsmaður InDefence hópsins og ekki skráður í Framsókn þegar formaður flokksins leitaði til hans vegna starfs aðstoðarmanns.

Jóhannes Þór þurfti hins vegar tíma til að losa sig úr kennslu áður en hann tæki við starfi aðstoðarmanns formanns Framsóknarflokksins og gekk í flokkinn áður en tilkynnt var um ráðningu hans opinberlega. Þá höfðu flokksmenn vitað að von væri á nýjum aðstoðarmanni en enginn annar en framkvæmdastjóri flokksins vissi hver hann var fyrr en Sigmundur Davíð tilkynnti ráðningi hans nánast þegar hann hóf störf.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (22)

  • Og hvað ? Á hvað er verið að reyna að benda með skrifunum ? Að allir þessir formenn hafi viljað auka vídd flokksins með því að leita út fyrir hefðbundnar raðir „frammara“ eftir aðstoðarmönnum, er það svo slæmt ? Ekki gekk nú baráttan vel áður. Reyndar minnir mig að ég hafi lesið að Guðni hafi boðið Sigmundi Davíð að vera aðstoðarmaður hjá sér en Sigm. hafi afþakkað boðið. Ég er nokkuð viss um að Sigmundur var aldrei ráðinn sem aðstoðarmaður hjá Guðna en hvort hann aðstoðaði Guðna eitthvað það er annað mál, hvorugur verri fyrir það. Eitthvað við þessi skrif þín Hallur segir mér að það kunni að vera rétt sem gengur manna á milli að bæði þú og G Vald vinur þinn hafið lengi sóst eftir að vera ráðnir aðstoðarmenn en ekki fengið, allt frá tíma Halldórs Ásgrímssonar og fram á þennan dag. Veistu Hallur, ég held að ég skilji afstöðu formannanna. En hvað með Jón Sig hver var aðstoðarmaður hjá honum, gátuð þið félagar ekki lokkað starf út úr Jóni?

  • „Heiða“ ég bauð Sigmundi krafta mína sem aðstoðarmaður í desember sl. og það var afþakkað.

    Það er eina tilfellið þar sem ég hef leitt hugan að því að vera aðstoðarmaður og sótti það ekki fast heldur átti einn korters fund með Sigmundi Davíð þar sem þetta var rætt.

    Þér var í lófa lagið að leita upplýsinga áður en þú komst fram með þessar dylgjur.

  • Hallur Magnússon

    Heiða.

    Ég var nánast viss um að ein fyrsta athugasemdin við þennan fróðleiksmola kæmi frá þér. Eðlilega.

    Merkilegt hvað þú heyrir innan Framsóknarflokksins – og veist ýmislegt kring um Sigmund vin okkar beggja – en veist svo nánast ekki nokkurn skapaðan hlut um fortíð Framsóknarflokksins!

    Þú átt það sameiginlegt með sumum sem ég nefni í pistlinum …

    Annars er það merkilegt hvað þú óttast GVald og áhrif hans innan Framsóknarflokksins – sbr. athugasemd þína við síðasta pistil minn. Þú gengur ótrúlega langt í að reyna klína á hann eitt og annað – sem allir vita sem þekkja til í flokknum að er ekki rétt.

    Sú athugasemd þin í pistlinum um VG og Samfó varð reyndar kveikjan að birtingu þessa fróðleiksmola. Það var eitthvað við þá athugasemd sem fékk mig til að hugsa um þess aðstoðarmenn formannanna …

  • Hallur minn jafn ágætur og þú annars ert þá ert þú svo óforbetranlegur Framsóknarmaður að það er með eindæmum og þó segistu vera hættur í flokknum.

    Þú saknar greinilega „Halldórs tímans“ þagar flokkurinn var formaðurinn og það sem hann sagði og þó aðalega það sem hann sagði ekki. Í skugga flokks- og foringajaræðisins !

    Þrátt fyrir þennan mesta niðurkæginartíma í sögu þessa fornfræag flokks þá á Framsókn samt enn smá séns í íslenskri pólitík en alls ekki á þessum forsendum þínum sem þú greinilega elskar og þráir. Framsókn á heldur engan séns sem ESB sinnaður aftaníossaflokkur með flokks- og foringjaræði á oddinum !

  • Hallur Magnússon

    Gunnlaugur minn.

    Vertu nú ekki að gera mér upp skoðanir.

    Finnst þér þessi greining benda til þess að ég sé einhver sérstakur Halldórsmaður?:

    „Björn Ingi var blaðamaður og þingfréttaritari á Morgunblaðinu þegar hann var ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarmanna þar sem hann síðar hraktist yfir að vera aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar í stað hins gegnheila Framsóknarmanns og fyrrum framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins Egils Heiðars Gíslasonar.

    Margir Framsóknarmenn telja að farsælum ráðherraferli Halldórs Ásgrímssonar hafi tekið að hraka eftir að Björn Ingi tók við sem aðstoðarmaður og að tengsl Halldórs við almenna flokksmenn hafi þá rofnað.“

    Annars er fyndið hvað þessi sagnfræðilega króníka ætlar að vekja mikil og sterk viðbrögð 🙂

    Kveðja

    Hallur Magnússon
    BA sagnfræði og þjóðfræði

  • Sæll G Vald ég biðst afsökunar á því ef ég hef farið með dylgjur í þinn garð það var ekki ætlunin.Ég var bara að endursegja það sem gengur innan Framsóknar sem skýring á „mótþróaskeiði“ sumara flokksmanna. Sagan segir að nokkrir umræddir aðilar hafi sóst mjög stíft eftir opinberum störfum á vegum flokksins á tíma Halldórs og Jóns Sig. en ekki fengið. Á reyndar ekki við um nútímann enda getur flokkurinn víst litlu ráðið um störf í dag. Ef slíkt tal á ekki við um þig G Vald þá biðst ég afsökunar á að vera að nefna þetta. En hitt get ég sagt G Vald, að mér leiðist, og það á jafnt við um folkksmenn allra flokka, þegar flokksmenn geta ekki gert upp mál innan flokka heldur þurfa að bera andstöðu sína við viðkomandi forystu á torg. slíka menn hvar í flokki sem þeir eru kalla ég hælbíta. Slík skrif má berlega sjá á kommenti þínu um þingsályktunartillögu formanns þíns undir illhvittnislegu bloggi séra Baldurs Kristjánssonar sem er svo hatrammur í að þvo af sér upprunann að hann er með Framsókn á heilanum. Menn sem skrifa eins og þú gerðir þar eru ekki heilir flokksmenn. Njóttu svo vorsins og veðurblíðunnar.

  • Er það samt ábending um það sem oft hefur verið bent á, meðal annars birtist þessari mynd:
    http://www.siggi-hrellir.blog.is/img/tncache/250×250/de/siggi-hrellir/img/metor_astiginn.jpg

    Ég hef áður sagt það hérna að það er með eindæmum hvernig framsóknarflokknum hefur tekist að losa sig við flest almennilegt fólk.

    Það var á tímabili ótrúlegt að fylgjast með opinberum deilum innan flokksins. Mjög óheppilegt hvernig menn skelltu hnífasettunum í bak félaga sinna (ekki að sá hafi verið mjög pólitískt sexy).

  • „Heiða“ ég skrifaði athugasemd við blogg hjá séra Baldri þar sem fjallað var um fyrirspurn frá formanni Framsóknarflokksins. Ég gekk í Framsóknarflokkinn fyrir tæpum 30 árum. Með inngöngu í flokkinn afsalaði ég mér ekki réttinum til að hafa sjálfstæða skoðun og heldur ekki réttinum til að tjá þá skoðun. Ég hef á hverjum tíma gagnrýnt það sem mér finnst miður fara og ætla mér ekki að láta af því. Ég sé á skrifum þínum að gagnrýnin skilar sér áleiðis og það er gott. Þá er betra farið en heima setið.

  • Jóhannes Þór

    Þetta var áhugaverður pistill Hallur, alltaf gaman að komast að því hvað maður á sameiginlegt með öðru fólki 🙂

  • Sæll aftur G Vald. Ég er sammála þér um að flokksmenn stjórnmálaflokka eiga að halda uppi málefnalegri gagnrýni innan flokka sinna á því byggist í raun lýðræðið. Það sem ég er ósammála þér um eru þau vinnubrögð þegar flokksmenn eru að nota hvert það tækifæri sem þeir geta til að ráðast á forystu flokka sinna á opinberum vettvangi. Slík gagnrýni er undantekningalítið gerð af illvilja til viðkomandi forystu en ekki af vilja til að hafa áhrif á stefnu flokks síns. Ég var t.d. að sumu leiti efnislega sammála gagnrýni sem fyrrum formaður SH hélt uppi á þá stefnu sem HÁ markaði flokknum en ég var algjörlega ósammála því hvernig SH stóð að því að koma gagnrýninni á framfæri. Hann kom hvað eftir annað í bakið á HÁ opinberlega og ég er bara á móti slíkum vinnubrögðum þó ég sé að einhverju leiti sammála efninu. Það má Halldór Ásgrímsson eiga að hann lét eftirmenn sína í friði á opinberum vettvangi.
    Þú talar um að gott sé að gagnrýnin skili sér áleiðis og átt þá væntanelga við skrif mín. Ég veit ekki hvert ég á að skila gagnrýni þinni en ítreka að mér hefur alltaf verið illa við hælbíta.

  • @ TomasHa já satt segir þú, ert væntanlega með nýjasta dæmið í huga þegar „gamla settið“ í Framsókn ákvað að losa sig við Óskar Bergsson borgarfulltrúa og setja einhvern kettling í staðin. Skelfileg útkoma úr því gönuhlaupi. Það virðast margir hafa horn í síðu Björns Inga Hrafnssonar sbr. blogg Halls, en maður verður þó að dást að því hvernig Birni Inga tókst að snúa við vitavonlausri stöðu í kosningabaráttunni og halda sæti flokksins í borgarstjórn. Óánægjumenn hvort sem þeir heita JS, HM eða GV geta haldið áfram að hamast á forystu flokka sinna og þeim sem eru í eldlínunni en það eru samt þeir sem skila árangri sem skipta máli fyrir velgengni flokka ekki röflarar í bakherbergjum. Björn Ingi er duglegur maður það verður ekki af honum skafið sama hvað nöldrararnir segja.

  • Hallur Magnússon

    Heiða.

    það er rétt hjá þér að Björn Ingi er afar duglegur – og þótt sumt hafi ekki gengið upp þá hafði hann ýmislegt afar athyglisvert fram að færa.

    Enda gagnrýni á Björn Inga er komin langt út fyrir allan þjófabálk – þótt hann hafi gert mistök. Honum er kennt umhluti hægri vinstri sem hann bar bara enga ábyrgð á gegnum tíðina. En það er alvanalegt með Framsóknarmenn.

    Sé ekki að greining mín á þessari sérstöku áráttu formanna Framsóknarflokksins að ráða sér utanflokksmenn sem aðstoðarmenn bendi til að ég hafi sérstakt horn í síðu Björns Inga.

  • sæll Hallur það var svo gaman að sjá þig á Flokksþinginu um daginn, þér líður svo vel innan um Framsóknarmenn

    Hallur þú varst númer 3 á B lista 1986 og 1990
    svo varst þú komin í 14 sætið 2010 með Einar oddvita ( sem var sendur frá Halldóri, Atla, Fons og Binga )

    Nú mælist Framsókn betur eftir að þú fórst ?

  • Hallur Magnússon

    Gormar.

    Nú ættir þú að fletta betur. Ég var nr. 4 1986. Í upphafi þeirrar kosningabaráttu 6 vikum kosningar fylgi xB í Reykjavík um 2%. Við náðum Sigrúnu Magnúsdóttir örugglega inn. Ég var reyndar í 3 sæti fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1990. Við héldum borgarfulltrúanum.

    Það er rétt að ég tók 14 sætið fyrri síðustu borgarstjórnarkosningar – og þykir vænt um að þú teljir að seta mín þar hafi haft áhrif á fylgi Framsóknar 🙂

    En þá máttu ekki heldur gleyma að ég var á lista Framsóknarflokksins þegar við fengum 2 þingmenn í Reykjavík 1995 – Finn og Ólaf Haraldsson – 1995.

    Verð reyndar að hryggja þig að Framsókn mælist ekkert betur eftir að ég fór miðað við áður en ég fór. Reyndar einu sinni náð yfir kjörfylgi í síðsutu kosningum 🙂

    Það er reyndar skemmtilegt hvað þetta korter sem ég leit við á flokksþing Framsóknarmanna er mönnum ofarlega í huga!

  • Hallur
    það var Eygló Harðar sem rak þig úr Framsókn, með því að setjast í nefnd sem þú vildir.

  • Hallur Magnússon

    Gormar.

    Það að ég hafi ekki fengið sæti í ólaunaðri nefnd Velferðarráðherra á sérsviði mínu – húsnæðismálum – er ekki ástæða þess að ég hætti í Framsókn. Það var einungis dropinn sem fyllti mælinn.

    Það er ekki Framsóknarflokknum til framdráttar að ég rekji það sem komið var í bikarinn áður en hann fylltist – þannig ég sleppi því.

    En fyrst þú minnist á Eygló þá verð ég að segja að hún hefur staðið sig afar vel að undanförnu eins og ég benti á í pistli mínum um daginn – Rísandi Framsóknarstjarna:

    http://blog.eyjan.is/hallurm/2011/05/19/risandi-framsoknarstjarna/

    Þar segi ég meðal annars:

    „Eygló hefur sýnt það í góðum, málefnalegum og rökföstum pistlum sínum á Eyjunni að þar fer frjálslynd, hófsöm félagshyggjukona sem er trú þeim gömlu góðu einkunarorðum Framsóknarflokksins “Manngildi ofar auðgildi”“

    En aðeins annar Gormar.

    Það er athyglisvert að fæstir þeir sem virðast tengdir Framsókanrflokknum og gera athugasemdir við pistla mín – stundum jákvæðar en oftar neikvæðar – hafa ekki kjark til að koma fram undir nafni.

    Það hefði einhvern tíma verið talið frekar óframsóknarlegt.

  • Gormar og „Heiða“ eru húsbóndahollir hundar sem gelta þegar þeim er sigað.

  • Hallur minn. Thad er mannskemmandi ad skrifast á vid thetta fólk sérstaklega Heiduhans sem er hatursfull og á eitthvad bágt ef marka má hvernig hún rædst ad mér sbr. Sídasta kommentid hennar thar. Hvada manneskja er thetta? Veistu thad? Kv. Baldur

  • Gissur Jónsson

    Já, það er rétt hjá þér Hallur að flestir Framsóknarmenn þora að koma fram undir nafni. Enda er það nú oft svo að ef einstaklingar eru ekki menn til að standa undir nafni í orði og skrifum þá á ræðan ekki erindi við fólk.

    Svo finnst mér líka gott hjá þér að þora að taka umræðuna ólíkt prestinum í Ölfusinu sem talar bara við þá sem eru a.m.k. jafn-vitrir honum sjálfum.

    Þess vegna verður þitt spjallborð nánast eins og skuggaspjallborð fyrir alla syni guðs. En þeir sem eru langskólagengnir í siðfræði falla vart á það plan að vera með „mannskemmandi“ ummæli! 🙂

    Sem betur fer erum við misjöfn öll en við getum samt átt eðlilega orðræðu.

    Ávallt góðar kveðjur,
    Gissur

  • Thetta er nú ómaklegt hjá thér Gissur. Af hverju tharftu ad hnyta í mig? Kv. B

  • Gissur Jónsson

    Það er rétt og bið þig afsökunar Baldur. Er bara fúll yfir að fá ekki að kommenta á spjallinu þínu.
    Kv. Gissur

  • Ég hef ekki stoppad nema átta pósta af mörg hudrud og their eru ad mínum dómi mjög dónalegir eda særandi. Ekki thó allir. Ég stoppadi einn frá thér og sé eftir thví en ég verd stundum pirradur á Guds tali. Járnsmidur hlytur ad verda leidur á stödugri tilvísun í járn o.s.frv. En færslan thín var annars ekkert slæm. Fyrirgefdu pirringinn! Kv. Baldur

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur