Föstudagur 27.05.2011 - 09:04 - 6 ummæli

Gerum 17. júní að alþjóðlegum frídegi!

Það á að gera 17. júní að alþjóðlegum frídegi!  Öðruvísi get ég ekki skilið fyrrum formann Framsóknarflokksins Guðna Ágústsson sem skrifar grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Hvers vegna niðurlægir ríkisstjórnin 17. júní?“.  Tilefnið er sú tilviljun að árlega ríkjaráðstefna Evrópusambandsins að vori lendir á 17. júní.

Á ríkjaráðstefnunni mun Evrópusambandið meðal annars væntanlega samþykkja að hefja formlegar aðildarviðræður við Ísland um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Sú ákvörðun verður tekin á venjulegum vinnudegi í Evrópusambandinu – vinnudegi sem er eðlilega frídagur á Íslandi – enda þjóðhátíðardagur Íslendinga.

Næsta ríkjaráðstefna Evrópusambandsríkjanna verður í í október. Átti Evrópusambandið að fresta formlegri ákvörðun um að hefja aðildarviðræður við Ísland fram í október vegna þess að reglubundin ríkjaráðstefna lenti á vinnudeginum 17. júní þetta árið?

Málflutningur Guðna er náttúrlega barnalegur. Ég verð að minna Guðna á að allt frá árinum 1944 hafa íslenskri embættismenn erlendis tekið þátt í alþjóðastarfi á 17. júní á sama hátt og alla aðra daga.´Það hefur hingað til ekki verið talin niðurlæging við 17. júní.  Það hefur heldur ekki þýtt að Íslendingar sem eru í vinnunni 17. júní beri ekki virðingu fyrir þjóðhátíðardegi Íslendinga.

Á sama hátt er alveg ljóst að ríkisstjórn Íslands ber mikla virðingu fyrir þjóðhátíðardegi Íslendinga enda mun hún væntanlega taka virkan þátt í hátíðarhöldum Íslendinga á þjóðhátíðardaginn þótt fulltrúar Evrópuþjóða séu í vinnunni sinni á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins á virkum vinnudegi í Evrópu þann 17. júní.

Það að Guðni Ágústsson sem tók við formannsembættinu í Framsóknarflokknum af Halldóri Ásgrímssyni sem varaformaður og gegndi því þar til hann sagði af sér vegna andstreymis á miðstjórnarfundi skuli saka ríkisstjórn Íslands um að niðurlægja þjóðhátíðardag Íslands er ekki  Guðna sæmandi. Hvorki sem farsæls stjórnmálamanns um langa hríð, ekki sem persónu og alls ekki sem fyrrum formanns Framsóknarflokksins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • 26. maí var þjóðhátíðardagur Georgíu. Ég varð ekki var við það að heimurinn stöðvaðist. Þjóðhátíðardagar ríkja í Evrópu eru nánast í hverri viku. Kv. baldur

  • Baldur hvað segir það okkur um þann sem telur að 17. júní sé svo merkilegur dagur að Evrópa eigi að taka tillit til hans þegar ríkjaráðstefnur eru skipulagðar?

  • Thú færd mig ekki til ad segja neitt slæmt um Gudna! Kv b

  • Hallur Magnússon

    Enda er Guðni hjartahreinn, skemmtilegur og góður maður. Var að mörgu leiti einn af mínum uppáhalds stjórnmálamönnum.

    Geir og Ingibjörg hefðu betur hlustað á viðvörunarorð Guðna um horfur efnahagsmála haustið 2007 – þegar þau kynntu undir með glæfralegumfjárlögum og stungu höfðinu síðan í sandinn.

    Guðni gerði margt gott – þótt hann sé á villigötum í þessari grein sinni.

  • Gissur Jónsson

    Og enn dansar Hallur við andskotann og ömmu.

  • Hallur Magnússon

    Gissur minn. Ég myndi stíga hægar til jarðar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur