Þriðjudagur 31.05.2011 - 11:02 - 26 ummæli

Barnaslys í boði borgarinnar?

Þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir þá hefur Jón Gnarr* borgarstjóri ekki gert einfaldar ráðstafanir til að koma í veg fyrir mögulegt barnaslys á aðreininni af Miklubraut inn á Reykjanesbraut þar sem gangstígur frá Tunguvegi við Ásenda liggur að gangstíg meðfram Miklubraut/Reykjanesbraut.

Slysagildran er augljós eins og sjá má á eftirfarandi mynd – þar sem vanta bút af öryggisriði meðfram aðreininni – nákvæmlega á þeim stað sem börnin koma á ferðinni niður gangstéttina á Tunguvegi – brunandi á reiðhjólum, hjólabrettum, hlaupahjólum og hjólaskautum.

Það er guðsmildi að börn hafi ekki lent í þessari slysagildru sem margoft er búið að vara við undanfarin misseri. Við sjáum stúlkuna við endan á gangstígnum við Tunguveg - og sem betur fer náði hún að bremsa áður en hún geystist út á götu í veg fyrir hraða umferðina. Treysti á að Jón Gnarr loki þessari slysagildru STRAX!

Það er guðsmildi að ekki hefur orðið alvarlegt barnaslys við þessar aðstæður því hjólaumferð barna niður þennan göngustíg er mikil – enda Elliðaárdalurinn skammt frá!

Ég treysti því að Jón Gnarr kippi þessu í liðinn og komi upp öryggisriði strax.  Borgin hefur nefnilega ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum um þessa slysagildru – sem hefur verið spennt frá því Jón Gnarr tók við sem borgarstjóri.

*Jón Gnarr er hér tákngervingur borgarkerfisins og ber ekki að taka þetta sem persónulega athugasemd við borgarstjórann – þótt hann hafi vald til þess að koma æskilegum breytingum af stað. Þetta er sérstaklega tekið fram fyrir þá sem áður hraunuðu yfir persónu fyrri borgarstjóra án þess að blikna – en fara af límingunum ef Jón Gnarr er tákngerður sem borgarkerfið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (26)

  • Siggi Silly

    Fín uppástunga , en afhverju þarf allt að vera í þessum blame-game stíl. Það eru trilljón slysagildur í RVK, og aldrei hægt að gera viðfeðma borg (með fáum íbúum miðað við það, og þarafleiðandi mikil fjárútlát varðandi gatnakerfi) að fullkomlega öruggri leikgrind fyrir börn.

    Þegar menn tala/skrifa svona eins og þú þá fær maður á tillfinninguna að tilgangur leiksins sé að skora pólitísk stig með því að umverpa sig í goodie goodie málefnum „hvað um börnin“

    Þú og Sóley Tómas ættuð að stofna flokk saman

  • Það er lítið mál að strengja kaðal þarna til bráðabirgða,
    eða setja tvö bretti þarna upp á rönd og reka stöng eða 2/4″ timbur í gegn og festa það í hin handriðin.
    Svo geturðu skorið neðri endann á neðra handriðinu með slípirokk og snúið því um 180° …ýmislegt hægt að gera.

    Betra er að byrgja þetta fyrst þetta er yfirvofandi hætta, það væri pínlegt fyrir þá sem vara við þessu að reyna ekkert sjálfir …ef eitthvað skyldi koma fyrir.

  • Hallur Magnússon

    Siggi Silly.

    Þessi slysagildra er þannig að það er óafsakanlegt að ekki hafi veri bætt úr fyrir löngu. Borginni hefur verið kunnugt um þetta amk. frá því síðastliðið vor. Ekkert gerst.

    Ég er að skrifa í nákvæmlega sama stíl – og reyndar mildari – og þeir sem gagnrýndu borgarstjórann og meirihluta borgarstjórnar í lok síðasta kjörtímabils – en standa sig svo ekkert betur.

    Það er svo sérstakt hvað þeir sem notuðu vægast harkaleg orð um borgarstjórann og meirihlutann fyrir síðustu kosninga eru viðkvæmir fyrir hvassri gagnrýni á Bezta og Samfó í dag.

    Reyndar treysti ég því að Jón Gnarr – og nú meina ég persónan Jón Gnarr – gangi í málið og fái þetta lagað strax.

  • Siggi Silly

    Hvaða fólk ertu að tala um sem talaði ílla um Hönnu Birnu?

    Ég man ekki eftir sérstaklega ljótu umtali um neinn nema Ólaf F

    Allvega svona opinberlega

    Ekki að það slæðist ekki einn og einn gúbbi inná milli sem láti eitthvað bjánalegt útúr sér – en réttlætir það að þú talir eins og gúbbi? svona: „hann byrjaði“ rök – ertu fimm ára?

  • Hallur Magnússon

    Siggi Silly.

    Bendi þér á http://www.goggle.com til að finna svarið við fyrstu spurningunni. Ummælin þar eru engir „gúbbar“ heldur á stundum fyrrverandi borgarfulltrúar.

  • Siggi Silly

    Ok. þú heldur bara áframm að leita af minnsta mögulega samnefnara (með stærstu leitarsíðu í heimi) svo þú getir nú viðhaldið hneykslunargirni þinni

    Mikið er ótrúlegt hvað fullorðið fólk getur verið óþroskað

  • Siggi Silly

    Best líka að vera alveg brjálað self-righteous og sár yfir hegðun sem að þú stundar grimmt sjálfur

  • Hallur Magnússon

    Siggi.

    Ég er farinn að velta fyrir mér hver sé fimm ára?

    Yfir hverju er ég sár? Held ég sé ekki sár yfir neinu um þessar mundir – þótt það sé ýmislegt sem mér líkar ekki.

  • Hallur Magnússon

    … og Siggi Silly.

    Skil ég þig rétt í fyrstu færslunni að þú sért að verja aðgerðarleysi borgarinna varðandi slysagildruna sem þú sérð með eigin augum hér að ofan?

  • Siggi Silly

    Ekki efast ég um að þig langi að skilja það sem svo

    En nei – ég tek framm að þetta sé fín ábending

    Hinsvegar er það annað að fólk eins og þú, sem leitar uppi ástæður til að geta nöldrað (síðasta blogg þitt er glöggt dæmi um það ) – getur alltaf fundið eitthvað til að væla yfir, og er gjarnt á að velta sér uppúr svona málefnum sem ekki er hægt að mótmæla (eins og verndun barna og dýra, jafnrétti, frelsi, sjálfbærni, framför og fleira abstrakt kjaftæði sem fólk vill setja sig á háan hest með að þykjast standa fyrir)

    Þú ert bara einn af mörgum týpískum pólitíkus-íslandus ónytjungum sem fá kick útúr því að væla – og felur niðurrif þín á bakvið eitthvað sem er sjálfsagt til að hylma yfir að það sem hvetur þig til að benda á þetta sjálfsagða er fyrst og fremst þörf fyrir að nöldra og í annan stað að auka öryggi barna

    Fólk sem myndi skrifa um þetta gatnamálefni þitt sem væri allt að vilja gert til að gera heiminn betri fyrir aðra hefði eitt 90% af dálkcentimetrum sínum í að benda á ágæti þess að gera það og í messta lagi leyft sér eina setningu í endan til að hneykslast – hjá þér er þetta í öfugu hlutfalli (og það segir allt sem þarf að segja um þinn karakter)

  • Hallur Magnússon

    Nei mig langar það ekkert sérstaklega. Vildi bara hafa það á hreinu að þú værir ekki á þeirri skoðun.

    Mér þykir þú hins vegar vera að kasta steinum úr glerhúsi þegar þú gagnrýnir mig fyrir vælugang og að setja sig á háan hest. En það er þitt vandamál – ekki mitt.

    Ég hef farið yfir athugasemdir þínar gegnum tíðina og það aðsetja út á skrif annarra og koma með sleggjudóma um karakter annarra er hjákátlegt.

    Ég verð að játa að í ljósi niðurlags þíns – þá las ég pistilinn minn aftur. Tvisvar.

    Eina hneykslunin sem ég get mögulega lesið út úr pistlinum er:

    „Það er guðsmildi að ekki hefur orðið alvarlegt barnaslys við þessar aðstæður því hjólaumferð barna niður þennan göngustíg er mikil – enda Elliðaárdalurinn skammt frá!“

    En það er reyndar guðsmildi.

    Bið þig að lesa pistilinn aftur – og lesa síðan athugasemdir aftur – og skoða svo hug þinn.

    Það hefði getað verið flugufótur fyrir sérkennilegri gagnrýni þinni ef ég hefði skrifað pistilinn án þess að hafa reynt aðrar leiðir áður. En ég HEF ítrekað bent á þessa slysagildru beint til borgarinnar ítrekað áður án árangurs. Pistillinn er því lokaúrræði – sem vonandi mun skila sér.

    Það má eflaust saka mig um tækifærismennsku á stundum…
    … en að saka mig um tækifærismennsku í umræðu um umferðaöryggismál er út úr korti – og sýnir að þú veist nákvæmlega ekkert um mig og það sem ég hef verið að berjast fyrir gegnum tíðina. Enda virðast viðbrögð þín fyrst og fremst taka mið af viðkvæmni gagnvart Bezta … en ekki innihaldi og málefnum.

    Bendi á td. eftirfarandi blogg umferðaöryggismál – og bendi á að á þeim tíma var sá stjórnmálaflokkur sem ég þá tilheyrði í meirihluta í borginni:

    „Alvarleg mistök borgarráðs sem borgarstjórn þarf að leiðrétta!“
    http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/727869/

    „Skólabörn í Bústaðahverfi í aukinni hættu!“
    http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/730305/

    og svo eitt aðeins eldra í lokin:

    Ólafur Friðrik: 1, 2 og Réttarholtsveg í stokk!
    http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/460088/

    Það eru miklu fleiri pistlar sem ég hef skrifað um umferðaöryggismál – vegna þess að mér er umhugað um þau.

  • stefán benediktsson

    Hvaða Gnarrófóbía er þetta í þér drengur? Og hvað á að þýða að vera gabba fólk inn á goggle.com? Ég tek nú með vissum hætti undir með Siggasilly. Manstu ekki hvað drengurinn í Hollandi gerði þegar hann sá að varnargarðurinn var farinn að leka? Hann byrjaði ekki á að skrifa bréf. Og hvað sagði ekki Kennedy? Spyrðu ekki að því hvað borgin getur gert fyrir þig heldur hvað þú getur gert fyrir borgina.

  • Hallur Magnússon

    Stefán.

    Hvað ertu að fara?

    Ertu að meina að ég hafi átt að fara í næstu vélsmiðju, panta handrið og setja það upp – í stað þess að benda borginni á að það væri slysagildra sem þyrfti að laga?

    … og Gnarrófóbía!

    Það er merkilegur andskoti að allt í einu megi ekki nota borgarstjóra sem tákngerving borgaryfirvalda. Það hefur verið gert allavega frá því Davíð Oddsson var borgarstjóri – og við alla borgarstjóra síðan þá.

    En Gnarrinn. Hann virðist heilagur.

  • Það er ákveðinn hópur pólitíkussa (þ.e. allir í cult-unum fjórum) sem taka á Jóni gnarr líkt og hann sé nýbúinn að stjórna bönkunum til falls, setja seðlabankann á hausinn og hafa verið forsetisráðherra á meðan verið var að blása upp bóluna.

    Og messt öll þessi gagnrýni kemur frá fíflum sem tóku virkan þátt i ofannefndu (t.d. Hanna Birna og Co)

    Það leynir sér ekki að lúðarnir sem gerður allt vitlaust láta saklausann Jón (en sem komið er allavega) fara ofboðslega í taugarnar á sér. Þú ert einn af þeim lúðum

    Ef jón Gnar er tákngervingur einhvers þá er það Þyrnirós – og þið fjórflokkspólitíkussar eru ljótu öfundsjúku systurnar

  • Hallur

    Að þú hafir bara á einum stað hneykslast í greininni eins og þú fullyrðir í commenti hér fyrir ofan er náttúrulega rugl

    Öll greinin er sett upp af þér líkt og Borgarstjórn sé á móti því að koma í veg fyrir slys á börnum; sama hvað þú Florence nightengale sért búinn að reyna að tala fyrir sótthreinsun Reykjavíkurborgar, þá séu Borgarstjórn óviljugir til að gera nokkuð í málunum.

  • Hallur Magnússon

    Ágæti Steini.

    Verð bara að vísa í eftifarandi fyrirvara í pistlinum mínum:

    *Jón Gnarr er hér tákngervingur borgarkerfisins og ber ekki að taka þetta sem persónulega athugasemd við borgarstjórann – þótt hann hafi vald til þess að koma æskilegum breytingum af stað. Þetta er sérstaklega tekið fram fyrir þá sem áður hraunuðu yfir persónu fyrri borgarstjóra án þess að blikna – en fara af límingunum ef Jón Gnarr er tákngerður sem borgarkerfið.

    … og að efni pistlilsins
    .
    Finnst þér í lagi að borgaryfirvöld láti þessa slysagildru standa opna í amk. ár?

  • Aftur setur þú þetta upp eins og einhver haldi því framm að þetta sé í lagi (þ.e vont fólk sem vill börnum ílla) eða í ólagi (þ.e. að einhverjum sé um að kenna að börn séu í stórhættu þarna)

    Það eru fullt af slysagildrum í Rvk, síðan eru milljón aðrir hlutir sem borgarstjórn þarf að standa í

    Og síðan er þetta spurning um forgangsröðun: hvað liggur messt á

    Þetta er ágætis ábending hjá þér, en ömurleg grein til að fá einhverju breytt því þú lætur hana alla snúast um petty pólitík og notar hættu gagnvart börnum til að geta verið í þessum alltof algenga sandkassaleik.

    Það má vel vera að viðgerð á þessu ástandi þarna sé ofarlega á lista yfir mikilvægar gatnaframkvæmdir; mjög óliklega efst á listanum samt, og borgarstjórn hefur minna með þetta að gera heldur en embættismenn

    Líttu á hvernig sjarmerandi menn eins og Ómar Ragnarson taka á svona málum (þ.e. lýsa hættunni í þaula og hvetja fólk með uppbyggilegum hætti að gera eitthvað í málunum) Þá kannski munnt þú einhverntímann hafa einhver jákvæð áhrif

  • Sigurður

    Dó barnið á hjólinu?

    Skulum vona ekki. En þetta er lágkúra að halda þessu fram Hallur.

    Ps: Þetta er í síðasta sinn sem ég klikka á bloggið þitt, alveg handónýtt.

  • Hallur Magnússon

    Sérkennileg firring í gangi – slysagildur þar sem mikil hætta er á að börn stórslasist skipta litlu máli – en menn fara af límingum af því að málinu er beint á tákngervingin Jón Gnarr.

    Aumkunarverð skinhelgi.

  • sorglegt að fyrrverandi meirihluti skuli hafa hætt verkefninu http://12og.reykjavik.is sem var snilldarsíða sem ég skráði allar svona slysagildrur inná. Og þetta var að virka að mínu mati, þó sérstaklega framanaf

  • Það er kanski ekki við Jón að sakast í þessu máli, heldur framkvæmdarsvið borgarinnar, það skiftir engu máli hvað stjórmálaflokkur situr í borgarstjórn, svo lengi sem sama fólkið situr áfram í stjórn framkvæmdarsviði borgarinnar.
    En talandi um slysagildrur, veist þú af hverju framkvæmdarsviðið hætti að merkja gangbrautir í Reykjavík samkvæmt reglugerð um umferðamerkingar?

    Gefum okkur að öll mannvirki sem beina gangandi umferð yfir götur skuli vera merkt með viðhlýtandi merkingum, zebra braut eða tvöfaldri línu og gangbrautarmerki, farðu í göngutúr um hverfið þitt og athugaðu hvernig þessu er háttað í þínu hverfi og þá sérstaklega í nágrenni skóla.

    Mestar líkur eru á því að þú sjáir aðeins merkingar fyrir blinda á gönguleið þinni, sem eru rauðir hellusteinar við brún götunnar
    svo blindir geti áttað sig á að þar sé gangbraut.

    En ef þú ferð akandi eru gangbrautir aðeins merktar sem hraðahindrun.

    kk
    Ágúst

  • Hallur Magnússon

    Vilbeg. Rétt hjá þér.

    Ágúst. Auðvitað er þetta framkvæmdasvið.

    Ég er ekki að sakast við Jón Gnarr. Þvert á móti er ég að draga hann inn í málið svo hann geti beitt sér í því.

    Enda gerði ég eftirfarandi fyrirvara – sem fer í taugarnar á þeim sem taka fyrirvaran til sín:

    „*Jón Gnarr er hér tákngervingur borgarkerfisins og ber ekki að taka þetta sem persónulega athugasemd við borgarstjórann – þótt hann hafi vald til þess að koma æskilegum breytingum af stað. Þetta er sérstaklega tekið fram fyrir þá sem áður hraunuðu yfir persónu fyrri borgarstjóra án þess að blikna – en fara af límingunum ef Jón Gnarr er tákngerður sem borgarkerfið.“

    Vænti þess að Jón taki upp símann og hringi í sviðsstjóra framkvæmdasviðs biðji hann að ganga í málið strax. En ef það gerist ekkert í málinu – þá er Jón farinn að bera persónulega ábyrgð á því.

    Á ekki vona á að til þess komi.

  • Sighvatur Arnarsson

    Komdu sæll Hallur,

    Nú í morgun var athygli mín vakin á bloggi þínu. Við erum búin að fara á staðin og skoða aðstæður. Þakka þér fyrir réttmæta ábendingu um að þarna vantar handrið. Við sáum ekki ummerki um að þarna hafi áður verið festingar fyrir handrið.
    Við munum lagfæra þetta í dag.

    Kveðja,

    Sighvatur Arnarsson,
    skrifstofustjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar

  • Karl Sigurðsson

    Sæll Hallur.

    Takk kærlega fyrir ábendinguna í bloggi þínu. Eins og Sighvatur Arnarsson bendir á hér að ofan var okkur bent á það og framkvæmdasvið borgarinnar brást fljótt og örugglega við.

    Annað þykir mér verra að heyra að borginni hafi borist fjölmargar ábendingar um þetta undanfarið ár. Sjálfur hef ég ekkert heyrt af málinu síðan ég tók við sem formaður Umhverfis- og samgönguráðs.

    Mér þætti því vænt um ef þú gætir upplýst mig um hvaða netföng þú sendir ábendingar á eða við hvaða aðila þú talaðir í síma um málið, svo ég geti gengið úr skugga um hvort einhvers staðar vanti upp á upplýsingaflæði milli sviða hjá okkur.

    Bestu kveðjur,

    Karl Sigurðsson,
    formaður Umhverfis- og samgönguráðs.

  • Hallur Magnússon

    Karl.
    Ítreka þakkir mínar fyrir skjót viðbrögð eins og ég skrifaði um í sérstökim pistli.

    Fyrir aðra lesendur – ég er búinn að senda Karli upplýsingarnar.

  • Sigríður Jónsdóttir

    Siggy Silly hittir þarna naglann á höfuðið:

    „Hinsvegar er það annað að fólk eins og þú, sem leitar uppi ástæður til að geta nöldrað (síðasta blogg þitt er glöggt dæmi um það ) – getur alltaf fundið eitthvað til að væla yfir, og er gjarnt á að velta sér uppúr svona málefnum sem ekki er hægt að mótmæla (eins og verndun barna og dýra, jafnrétti, frelsi, sjálfbærni, framför og fleira abstrakt kjaftæði sem fólk vill setja sig á háan hest með að þykjast standa fyrir)

    Þú ert bara einn af mörgum týpískum pólitíkus-íslandus ónytjungum sem fá kick útúr því að væla – og felur niðurrif þín á bakvið eitthvað sem er sjálfsagt til að hylma yfir að það sem hvetur þig til að benda á þetta sjálfsagða er fyrst og fremst þörf fyrir að nöldra og í annan stað að auka öryggi barna“.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og einum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur