Fimmtudagur 16.06.2011 - 10:31 - 6 ummæli

Burt með sveitarstjórnir!

Stjórnlagaráð ræðir nú stöðu íslenskra sveitarstjórna.  Stjórnlagaráð gengur allt of stutt á því sviði. Því það þarf að setja á fót nýjar grunnstjórnsýslueiningar í formi öflugra, sjálfstæðra og lýðræðislegra héraðsstjórna sem taki yfir sem stærstan hluta fjárveitingarvalds, framkvæmdavalds og samfélagslegra verkefni ríkis og sveitarfélaga.

Það þarf að draga úr vægi ríkisvaldsins í Reykjavík og færa valdið nær fólkinu. Ríkisvaldið á einungis að sinna því sem nauðsynlega þarf að vinna miðlægt. Önnur verkefni á að vinna heima í héraði þar sem íbúarnir geta á lýðræðislegan hátt haft beinni og virkari áhrif á framvinduna. Helst tekið virkan þátt í þróun og uppbyggingu sameiginlegra verkefna.

Það þarf að tryggja að stærra hlutfall skattteknanna verði eftir í héruðunum en renni ekki meira og minna til ríkisvaldsins í Reykjavík þar sem misvitrir embættismenn, ríkisstjórn og Alþingi deila einungis hluta þess til baka til samfélagslegra verkefna fólksins í landinu.

Það er eðlilegt að nýjar stjórnsýslueiningar í formi öflugra, sjálfstæðra og lýðræðislegra héraðsstjórna sjái um stærsta hluta skattheimtunnar, ráðstafi henni til verkefna heima fyrir, en greiði eins konar útsvar til ríkisins til reksturs þess. Fólkið og héruðin eiga að sníða ríkisvaldinu stakk með fjárframlögum, en ríkið ekki fólkinu og héruðunum.

Það þarf því að leggja niður núverandi sveitarstjórnir og setja þess í stað á fót 6 til 8 hérðsþing og héraðsstjórnir sem taki yfir sem stærstan hluta fjárveitingarvalds, framkvæmdavalds og samfélagslegra verkefni ríkis og sveitarfélaga.

Stjórnlagaþing á að ræða þessa leið af fullri alvöru. Núverandi hugmyndir stórnlagaþingsmanna ganga allt of stutt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Óðinn Þórisson

    Hallur
    „Stjórnlagaþing á að ræða þessa leið af fullri alvöru. Núverandi hugmyndir stórnlagaþingsmanna ganga allt of stutt.“

    Þetta er stjórnlagaráð, stjórlagaþingskosningarnar voru dæmdar ógildar og því má segja að þetta séu umboðslausir stjórnlagaráðsþingmenn.

  • Hallur Magnússon

    æji, ég byrjaði á því að kalla þetta stjórnlagaráð! Smá freudian slip!

  • Ísland er 300 þúsund manna samfélag og það er absúrd að ætla að gera úr því sambandsríki eins og tugmiljóna samfélög hafa valið sér. Það er meira að segja spurning hvort að eitt stjórnsýslustig myndi ekki duga Íslandi ágætlega. Ísland er það lítið samfélag að það er fáránlegt að ætla að skipta því upp í fleiri lítil ríki í ríkinu, með tilheyrandi tvíverknaði.

    Ef á að skipta Íslandi upp í fleiri stjórnsýslustig er eðlilegt að þau séu fær um að fást við svipuð verkefni. Sveitarstjórnarstig sem inniheldur 100 þúsund manna borg og nokkur hundruð manna sveitarfélag gengur enganvegin upp og ekki hægt að færa slíku stigi svipuð hlutverk.

    Eigi að halda áfram að hafa sveitarstjórnarstig væri eðlilegt að skipta landinu upp í sveitarfélög með nokkurnveginn svipuðum íbúafjölda og stiginu falið verkefni sem standa í samræmi við íbúafjölda. En það hlýtur að vera feyki nóg að hafa 2 stjórnsýslustig í svona litlu samfélagi.

  • Afsakið ég las þetta illa hjá þér! Við erum líklega ekki mikið ósammála en ég tel að arður af þjóðareignum eigi að ganga til þjóðarinnar allrar og ekki til þeirra héraða sem hafa mestan aðgang að þeim, og einnig er hætta á að „race-to-the-bottom“ myndi verða, með sílækkandi samneyslu og eftir sætu þeir sem þurfa mest á hjálp samfélagsins með sárt ennið.

  • Hallur Magnússon

    Héðinn.
    Einmitt.
    Það sem ég vil er ekki 3 stjórnsýslustig – heldur 2 – þar sem við erum með sambland „sambandsríkis“ en hvert einstakt „sambandsríki“ er jafnframt ígildi sveitarfélagastigsins. . Við erum nefnilega – eins og þú bendir réttilega á – ekki nema rúm 300 þúsund 🙂

    Eins og frama kemur í pistli mínum í gær – þá tel ég rétt að tvær hérðasstjórnir verði á suðvesturhorninu – ´tvær „borgir“ sbr.

    http://blog.eyjan.is/hallurm/2011/06/15/tviburaborgir-a-sudvesturhornid/

  • Halldór úr Hafnarfirði

    Mér finnst alltaf jafn fyndið, þegar miðstýringarsinnar fara að tala um að „færa valdið til fólksins“. Héraðsstjórnatillögur koma beint úr innstu heilarótum atvinnupólitíkusa, líkt og tillögur um „einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn“. En þessum kújónum tekst jú að fá pöpulinn til að trúa að þetta sé rétt leið; og hví skyldu þeir þá ekki fara sínu fram?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur