Mánudagur 20.06.2011 - 22:41 - 1 ummæli

Ísland bregst í flóttamannahjálp

Þótt við Íslendingar höfum gengið í gegnum efnhagslega áföll þá erum við samt með betur stæðum samfélögum í heiminum. Við getum enn gert skyldu okkar. 

Því skil ég ekki af hverju ríkisstjórnin hélt ekki áfram því frábæra starfi í skipulagðri móttöku flóttamanna í samvinnu við Flóttamannahjálp SÞ og Rauðakrossinn sem Páll á Höllustöðum lagði grunn að í ráðherratíð sinni sem félagsmálaráðherra og lagði metnað sinn í að yrði til fyrirmyndar.

Það tókst Páli það vel að til fyrirmyndar var talið á alþjóðavettvangi. Það tókst Páli það vel að eftirmenn hans í embætti héldu starfi hans áfram og tóku nær árlega á móti flóttamannahópum á skipulegan hátt.

Þar til nú!

Væntanlega hefur ágætum velferðarráðherra ekki verið bent á þessa vel heppnuðu hefð frá tíð Páls á Höllustöðum. Vænti þess að velferðarráðherrann tryggi flóttamannamóttöku á næsta ári.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Hallur,það er vandséð að við eigum fyrir erlendum skuldum eins og landið er rekið – Það er í raun furðulegt hvernig þjóð sem telur einungis 320 þús manns skuli vera komin í þessa stöðu þrátt fyrir að ráða yfir gífurlegum náttúruauðlindum.

    Hér búa færri en er að finna í smáborgum Evrópu og með fyrrgreindar auðlindir sem ættu að duga milljóna þjóðfélögum ef sæmilega væri á haldið. ´

    Óstjórnin hér er algjör.

    Fréttir frá Hafró í dag báru með sér að rembst hafi verið við að fjölga þorskinum með friðun þrátt fyrir að rannsóknir sömu stofnunar segi til um að það hafi verið skortur á fæðu fyrir þorskinn síðasta einn og hálfan áratuginn.

    Haldið er áfram með háa vexti og verðtryggingu til þess að tryggja stöðugleika og það er ekki að sjá að ráðamenn hafi orðið varir við að hér hafi orðið kollsteypa – sama stefna rekin áfram.

    Ekki hefur verið skorið niður í utanríkisþjónustunni og bygging Hörpunnar sett í forgang með kínverskum verkamönnum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur