Fimmtudagur 30.06.2011 - 15:18 - 5 ummæli

Loks friður og jafnrétti í VG?

Á undanförnum misserum hefur ekki ríkt mikill friður og jafnrétti í VG. Þessu ætlar nýr formaður Ungra Vinstri Grænna greinileg að breyta.

Í frétt visir.is segir um hinn nýja formann UVG:

„Snærós leggur í sínu starfi mesta áherslu á friðarmál og jafnréttismál, og finnst blasa við að aukið jafnrétti leiði til aukins friðar og öfugt.“

Ég óttast að það verði á brattan að sækja hjá Snærósu við að tryggja frið og jafnrétti innan VG. En ég óska henni allra heilla í erfiðu starfi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Kona fyllist örvæntingu við að lesa þessa frétt.

    Er unga fólkið jafn gagnrýnislaust og illa menntað og eldri Íslendingar?

    Aumingja, blessuð stúlkan.

  • Haukur Kristinsson

    „Leggja skal áherslu á friðarmál og jafnréttismál.
    Aukið jafnrétti leiðir til aukins friðar og öfugt.“

    Rétt og skýr framsetning.
    Hvað er að Halli + Rósu. Þrasarar og/eða vangefin?

  • Hallur Magnússon

    Haukur!

    Þú veist jafn vel og ég að það hefur verið afar lítið um frið og jafnrétti í VG undanfarin misseri.

    En ég FORDÆMI ruddalega aðför þína að þroskahömluðu fólki sem kemur fram í athugasemd þinni.

    SKAMMASTU ÞÍN!

  • Siggi Jons

    Ég hélt að friður væri tryggður hjá VG með flutningi Daladrengsins yfir til Framsóknar.

  • Hlynur Þór Magnússon

    Ungt fólk hefur hugsjónir. Og vill frelsa heiminn – þó ekki væri nema svolítinn part af honum. En, eins og Ólafur Hansson kennari minn í gamla daga sagði: Svo kemst fólk yfirleitt að því fyrr eða síðar að heimurinn vill ekki frelsast láta. – Gaman samt að vita af ungu og bjartsýnu og bláeygu fólki í starfi stjórnmálaflokka.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur