Þriðjudagur 19.07.2011 - 10:21 - 17 ummæli

Óþroskað stjórnarskrárfrumvarp

Stjórnlagaráð hefur nú birt frumvarpsdrög að nýrri stjórnarskrá. Drögin er afrakstur vinnu stjórnlagaráðs hingað til en ráðið mun fjalla um frumvarpsdrögin á næstu dögum þar sem teknar verða fyrir breytingartillögur. Stjórnlagaráð hefur því ekki skilað af sér frumvarpi til stjórnarskrá í endanlegri mynd.

Stjórnlagaráð hefur staðið sig með ólíkindum vel í vinnu sinni og hin gegnsæja aðferðarfræði ráðsins til fyrirmyndar.

En þrátt fyrir það er stjórnarskrárfrumvarpið enn óþroskað og mun einnig verða það eftir þær umræður og atkvæðagreiðslur sem fram munu fara á næstunni. Þrátt fyrir gagnsæjið og greiðan aðgang almennings með tillögur til stjórnalagaráðs þá verður umræða um stjórnarskrárfrumvarpið meðal almennings, stjórnmálaflokka og stjórnsýslu að verða miklu meiri.

Stjórnarskráin er ekki skyndiréttur – heldur á hún að standa fyrir sínu næstu áratugina.

Stjórnlagaráð mun brátt skila Alþingi frumvarpi að stjórnarskrá. Óþroskuðu frumvarpi.

Alþingi getur tryggt að stjórnarksrárfrumvarpið fái þann þroska sem nauðsynlegur er.

Ég legg til eftirfarandi feril – feril sem Alþingi getur ákveðið að fara:

  1. Alþingi fjalli eingöngu um fyrirliggjandi frumvarp í að minnsta kosti eina viku áður en það er sent til nefndar.
  2. Frumvarp stjórnlagaþings verði sent stofnunum, stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum til umsagnar.
  3. Alþingi fjalli aftur um frumvarpið eingöngu í að amk. eina viku.
  4. Alþingi sendi Stjórnlagaráði frumvarpið aftur til úrvinnslu og gefi ráðinu 8 vikur til að vinna endanlegt frumvarp.
  5. Endanlegt frumvarp verði lagt fyrir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu.
  6. Alþingi taki frumvarpið til lokaumfjöllunar í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu og afgreiði frumvarpið.
  7. Ný stjórnarskrá verði lögð í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða Alþingiskosningum eða sveitarstjórnakosningum og taki gildi í kjölfar þess.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (17)

  • Lýðræðislegra væri að Stjórnlagaráðs færi í fundaherferð um landið og kynnti frumvarpið. Almenningur gæti síðan sent inn athugasemdir. Það geta stjórnmalaflokkarnir og sérhagsmunasamtök líka gert ef áhugi er fyrir því.

    Síðan settist Stjórnlagaráð niður til að vinna úr upplýsingum úr fundaherferðinni og athugasemdum.

  • Alþingi og aðeins Alþingi semur nýja stjórnarskrá. Punktur.

  • Alþingi er ALLS EKKI treystandi til þess að fjalla um nýja stjórnarskrá og stjórnarskrársbreytingar af þeim sökum að þetta snertir hagsmuni þingmanna, starfsumhverfi og starf þeirra.

    Það á því að fara frekar í kynningarferð og umræðu meðal almennngs og taka þá tillit til athugasemda og umræðu þar heldur en hjá þingmönnum.

    Að því loknu á þjóðin að kjósa um þetta og Alþingi að gúmmistimpla án umsagnar því Alþingi er trúandi til þess að reyna að hafa áhrif á stjórnarskránna til hins verra fyrir almenning.

  • Óþroskað er vægt til orða tekið. Ef þetta frumvarp fer í gegn óbreytt mun það valda klofningi þjóðarinnar í sósíalista, sem styðja stjórnarskrána, og frelsisunnandi menn og konur sem verður varla vært á þessu landi í framtíðinni. Stjórnarskrá á að vera hafin yfir stjórnmálaskoðanir og persónuleg áhugamál þeirra sem skrifa hana. Þetta stjórnarskrárfrumvarp gefur ríkinu í reynd alræðisvald til þess að hlutast til um hvaðeina sem valdhöfum hvers tíma dettur í hug. Við hverja grein þar sem einstaklingunum á að vera tryggt frelsi undan oki ríkisvaldsins er haganlega búið að koma fyrir bakdyralykli, þar sem handhafar ríkisvaldsins geta í raun vaðið yfir sjálfsyfirráðarétt borgaranna eftir eigin geðþótta. Ef stjórnarskrárritarar sjá þetta ekki eru þeir í besta falli meira en lítið ‘naive’ í bjartsýni sinni um algæsku stjórnmálamanna.

  • Enginn myndi skrifa svona ef hann teldi sig ekki einhvernveginn fyrir ofan aðra hafinn. Hver í ósköpunum ert þú til að skipa nákvæmlega fyrir um hvernig Ísland fær nýja stjórnarskrá…?

  • Sammála Karli, þetta VERÐUR að stöðva!

  • Frikki Gunn.

    Makalaust þetta stjórnlaga(ó)ráð sem einungis er með umboð 37% þjóðarinnar.

    Þarna setja stjórnlagaráðsmenn inn sín einkaáhugamál og einkaskoðanir og ætlast til að úr verði stjórnarskrá sem þjóðin síðan samþykki.

    Þar að auki eru þau frumvarpsdrög sem eru í stjórnarskránni svo ítarleg, að nánast er verið eins og að verið sé að semja lababálka.

    Stjórnlagaráðsmenn hafa farið langt út fyrir það sem til var ætlast af þeim.
    Stjórnarskrá á vera almenn og leiðbeinandi, en ekki ítarleg með tilskipunum.

    Það er deginum ljósara að verið er að festa sósíalisma í sessi í landinu með nýrri stjórnarskrá.

    Sé mikið eftir þeim 1,2 – 1,5 mia.kr. sem hent hefur verið í þennan saumaklúbb þar sem að margir af atvinnukverúlöntum landsins, auk fólks úr hinum skrafandi og skrifandi stéttum, fá að leika sér á okkar kostnað.

    Þessi bastarður í líki stjórnarskrár verður pottþétt feldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.
    Ég mun amk. fella þetta þegar ég fer á körstað.

  • Jón Skafti Gestsson

    Guð forði okkur frá því að skref 1, 2 og 3 í áætlun þinni verði að veruleika.
    Vinna ráðsins, gegnsæi og heiðarleiki yrði til lítils ef hagsmunasamtök fengju að leika sér með frumvarpið. Ráðið sjálft var svo skipað einmitt vegna þess að Alþingi er ekki treystandi.
    Mikið er annars upplífgandi að sjá svona málefnaleg innleg og skemmtilegar uppnefningar eins og Karl, Leibbi og Frikki Gunn standa fyrir.

  • Hallur Magnússon

    Jón Skafti.

    Alþingi MUN fjalla um frumvarpið hvort sem þér líkar það betur eða verr. Hagsmunasamtök geta haft skynsamlegar ábendingar um það sem betur má fara.

    Ekki gleyma að það yrði Stjórnlagaráð sem fengi frumvarpið aftur í hendur til að ganga frá því fyrir þjóðina í endanlegri mynd. Það yrði því Stjórnlagaráð sem tæki afstöðu til þeirra sjónarmiða og ábendinga sem fram kæmu í víðtækri umræðu í samfélaginu.

    Það er nauðsynlegt – því frumvarpð er bara ekki orðið nægilega þroskað.

  • Ég er sammála nafna mínum.

    Þessi drög eru samin til að tryggja alræði fjórflokksins og ríkisins.

    Plaggið er í eðli sínu fasískt.

    Enda samið af hópi miðaldra broddborgara.

  • Egill Helga virðist hafa á því miklar áhyggjur að fjórflokkurinn afsali sér bittlingar voninni og skjóti lagafrumvarpi til þjóðaratkvæðagreiðslu. En að hvergi sé minnst á það að embættismenn hafi íslenskan ríkisborgararétt er forkastanlegt, gæti Sven Harald orðið fjármálaráðherra? Þvílíkt fúsk!

  • 58. grein. Staðfesting laga
    „Heimild til synjunar á ekki við um fjárlög, fjáraukalög og lög um skattamálefni, lög um ríkisborgararétt og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.“

    70. grein. Eignir og skuldbindingar ríkisins
    Ekki má taka lán eða undirgangast ábyrgðir er skuldbinda ríkið nema með lögum.

    Stjórnvöldum er óheimilt að ábyrgjast fjárhagslegar skuldbindingar einkaaðila. Með lögum má þó kveða á um slíka ríkisábyrgð vegna almannahagsmuna.

    Þarna er búið að múlbinda þjóðina, Alþingi þarf bara að ákveða hverjir almannahagsmunir eru, 63 mis-vitrir og spilltir einstaklingar fá að ákveða hverjir almannahagsmunir eru, hvert er verið að leiða þjóðina?

  • Skemmtilegt hvernig fólk telur að með nýrri stjórnarskrá sé 1) verið að innleiða sósíalisma, og jafnframt að 2) nýja stjórnarskráin sé í eðli sínu fasísk.

    Ég þykist sjá ákveðna blindu á merkingu orða hér.

  • Sósíalismi og fasismi eru ekki óskyldir hlutir.

    Margir fræðimenn hafa skrifað um þetta.

    Þörf sósíalista að ráða lífi annarra er fasísk í eðli sínu.

  • Frikki Gunn.

    Þessi stjórnarskrárbastarður verður aldrei samþykktur af þjóðinni og þeir sem sömdu hana munu hljóta ævarandi skömm fyrir.

  • Gústaf Níelsson

    Hallur, þetta er ekki bara óþroskað – heldur vanhugsað. Þessi þjóð er að lifa sérkennilega tíma.

  • Sæl góðir hálsar –

    það hefur komið í ljós að samkvæmt tillögu Stjórnlagaráðs:

    Mun þjóðin ekki fá lengur að segja “Nei” við samningum sambærilegum við Icesave!!

    Ef tillaga Stjórnlagaráðs verður óbreytt að nýrri stjórnarskrá!

    Sjá: http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1180153/

    Kv.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur