Færslur fyrir ágúst, 2011

Miðvikudagur 31.08 2011 - 18:18

Hver er þessi Jón Bjarnason?

Ég þekki nú þennan „Jón Bjarnason“ ekkert. Menn tala um hann eins og hann sé eini Jóninn. Ég held að þeir séu nú allmargir til!!

Mánudagur 29.08 2011 - 11:24

Sammála VG með auðlindirnar!

Ég er sammála flokksráði VG um að umsýsla auðlinda Íslands verði innan umhverfisráðuneytisins. Ég hef reyndar haldið því fram í líklega 15 ár að umhverfisráðuneytið eigi að fara með úthlutun afnota af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar hverju nafni sem þær nefnast. Þá skipti ekki máli hvort um er að ræða fiskinn í sjónum, fallvötnin,  heita vatnið […]

Sunnudagur 28.08 2011 - 12:17

Ærandi gervifossniður stöðvaður?

Vélrænn dynur frá umferðinni á Miklubraut dró ekki úr ánægjunni á götuhátíð Rauðgerðinga sem haldin var á rólónum í Rauðagerði í gær. En dynurinn – sem reyndar var með mildasta móti þar sem umferð um Miklubraut er frekar í lágmarki á laugardagseftirmiðdögum – var þó nægur til þess að nær allir götuhátíðargestirnir skrifuðu undir áskorun […]

Föstudagur 26.08 2011 - 08:47

Besta götuhátíð Rauðagerðis

Besta götuhátíð Rauðagerðis hingað til verður haldin á leikvellinum í Rauðagerði á morgun laugardag. Götuhátíðin verður pottþétt sú besta fram að þessu þar sem hún verður sú fyrsta sem haldinn er í Rauðagerði. Nokkrir íbúar í götunni hafa á undanförnum árum rætt um að halda slíka götuhátíð en ekki orðið af því frekar en nú. Þetta […]

Miðvikudagur 24.08 2011 - 12:44

Mér þykir vænt um Framsókn

Þótt ég hafi sagt mig úr Framsóknarflokknum á fullveldisdaginn 1. desember 2010 eftir rúmlega aldarfjóðrungs starf þá þykir mér vænt um gamla flokkinn minn. Þótt Framsókn hafi yfirgefið stefnu frjálslyndis, umburðarlyndis og uppbyggjandi umræðu sem ekki hvað síst einkenndi tímabil Eysteins Jónssonar og Steingríms Hermannssonar  – þá er í flokknum fjöldi frábærs fólks sem ég starfaði […]

Mánudagur 22.08 2011 - 20:09

Ég styð Guðmund Steingrímsson

Ég styð Guðmund Steingrímsson alþingismann í viðleitni hans í að stofna frjálslyndan, umburðarlyndan, alþjóðlegasinnaðan miðjuflokk. Framsóknarflokkurinn er ekkert af þessu í dag. Því miður. Hundruð Framsóknarmanna hafa átt afar erfitt undanfarna mánuði vegna þeirrar vegferðar sem hluti forystu flokksins hefur tekið og þá óbilgirni sem einkennt hefur málflutning sumra stjórnlyndra þingmanna Framsóknarflokksins. Tugir þeirra hafa […]

Sunnudagur 21.08 2011 - 00:52

Bezta menningarnóttin!

Þetta var Bezta minningarnóttin! Hinn lofandi stjórnmálamaður Einar Örn lofaði litlum skemmtilegum „hátíðum“ – og stóð við það! Takk fyrir okkur.

Fimmtudagur 18.08 2011 - 22:47

Blowing up party in defence!

Framsóknarflokkurinn er að springa í loft upp. Nýliðarnir úr „Indefence“  náðu flokknum í „coup d’état“ á flokksþingi þar sem ályktað var um afgerandi stefnu í Evrópumálum sem þeir hunsuðu – með því að ná saman við harðan flokkskima sem í raun og veru urðu málefnalega undir á því sama flokksþingi. Nýliðarnir voru úlfar í sauðsgæru […]

Miðvikudagur 17.08 2011 - 20:04

Verðtrygging forsenda ISK!

… undarleg tilviljun að sjálfskipaður talsmaður fjárfesta skuli telja að hæpin útreikningur vísitölu sem ekki á sér trygga stoð í lögum sé bæði lögleg og réttlát 🙂 … sami ríkisstarfsmaður og hvatti fólk til að taka gjaldeyrislán og var 100% viss um að slík lán væru lögleg 🙂  ‎… en hann hefur rétt fyrir sér […]

Miðvikudagur 17.08 2011 - 09:08

Formannstól frekar en sannfæringu!

Það sést alla leið frá Brussel að Bjarni Benediktsson hefur „skipt um skoðun“ í afstöðu sinni til mögulegrar inngöngu Íslands í Evrópusambandið fyrst og fremst til að halda í valdastól sinn sem formaður Sjálfstæðisflokksins.  Það duldist engum að þegar Bjarni Ben hóf feril sinn sem formaður að þá var hann afar jákvæður fyrir aðildarviðræðum að […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur