Miðvikudagur 17.08.2011 - 09:08 - 6 ummæli

Formannstól frekar en sannfæringu!

Það sést alla leið frá Brussel að Bjarni Benediktsson hefur „skipt um skoðun“ í afstöðu sinni til mögulegrar inngöngu Íslands í Evrópusambandið fyrst og fremst til að halda í valdastól sinn sem formaður Sjálfstæðisflokksins. 

Það duldist engum að þegar Bjarni Ben hóf feril sinn sem formaður að þá var hann afar jákvæður fyrir aðildarviðræðum að Evrópusambandinu og að hann vildi sjá niðurstöðu slíkra viðræðna áður en hann tæki endanlega afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu eða aðildar ekki.

Eins og að líkindum stór hluti Íslendinga þótt um þessar mundir sýni skoðanakannanir að meirihluti Íslendingar telji sig ekki munu samþykkja aðild að Evrópusambandinu. Enda ekki komin niðurstaða í aðildarviðræður til að taka afstöðu til.

Bjarni Ben varð hins vegar fyrir miklu áfalli á síðasta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins þegar gallharður minnihluti harðra andstæðinga aðildarviðræðna að Evrópusambandinu sprengdi þá sáttaleið sem Bjarni Ben hafði lagt upp með tillögu að ályktun í Evrópumálum sem bæði andstæðingar aðildarviðræðna og fylgjendur aðildarviðræðna innan Sjálfstæðisflokks hefðu átt að geta sætt sig við.

En hinir stæku andstæðingar Evrópusambandsins náðu fram ályktun gegn Evrópusambandinu.

Viðbrögð Bjarna Ben voru svo sem eðlileg. Hann sem formaður Sjálfstæðisflokksins gat ekki gengið gegn ályktun landsfundar í Evrópumálum – þótt formenn og þingmenn sumra annarra flokka hafi þótt lítið mál að ganga gegn Evrópuályktunum sinna flokka. Þess vegna dró hann sig inn í skelina og hóf að reka einhvers konar „ekki tímabært að hefja aðildarviðræður“ stefnu.

Nú þegar Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er framundan og ljóst að meirihluti Sjálfstæðismanna er orðinn harðari gegn aðildarviðræðum að Evrópusambandinu – enda sterkum lykilmönnum í Sjálfstæðisflokknum tekist að telja flokksmönnum trú um að stuðningur við aðildarviðræður sé það sama og stuðningur við Samfylkinguna – þá sér Bjarni Ben sitt óvænna og herðir á andstöðu sinni við aðildarviðræður. 

Nú segist Bjarni Ben vera orðinn harður andstæðingur aðildarviðræðna að ESB og inngöngu í ESB. Þannig hyggst hann tryggja stöðu sína sem formaður – því Bjarni Ben vissi vel að hinir hörðu og reyndu pólitísku refir sem leiða stæka andstöðu við ESB innan Sjálfstæðisflokksins myndu ekki veigra sér við að hjóla í sig ef þeir töldu hann

Jafnvel kann Bjarni Ben hafa  óttast að silfurrefurinn gamli kæmi fram á sjónarsviðið og hirti formannsstólinn á ný!

Þess vegna yfirgaf Bjarni Ben endanlega fyrri sannfæringu sína um að kanna ætti kosti Íslands við inngöngu í Evrópusambandið – og mun endanlega ganga inn í hóp stækra andstæðinga Evrópusambandsins á næsta Landsfundi.

Spurningin er – nægir það Bjarna Ben til að festa sig í sessi í formannsstólnum til framtíðar?  Munu gömlu refirnir sætta sig við formann til lengri tíma sem ekki er staðfastari á eigin skoðunum en Bjarni Ben hefur sýnt? Verða þeir saddir og ánægðir yfir því að hafa formann Sjálfstæðisflokksins í vasanum og get stýrt honum – eða leita þeir að sterkum og staðföstum foringja fyrir þarnæsta Landsfund?

Það verður tíminn að leiða í ljós.

En það mun á Landsfundinum væntanlega losna um flokksbönd margra Sjálfstæðismanna sem hafa þá sannfæringu að klára skuli aðildarviðræður að Evrópusambandinu og taka afstöðu til aðildarsamnings þegar þar að kemur – að ég tali ekki um þá Sjálfstæðismenn sem hafa þegar tekið afstöðu og vilja í Evrópusambandið.

… það gæti því molnað úr Sjálfstæðisflokknum – enda mögulega framundan hrun 100 ára flokkakerfis!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Frá ESB sjálfu:

    „First, it is important to underline that the term “negotiation„ can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing af the candidate´s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them.

    And these rules ( also known as „acquis“, French for „that which has been agreed“) are not negotiable. For candidates it is essentially a matter of agreeing how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate´s implementation of the rules.“

    Það væri ánægjulegt ef þið ESBsinnar mynduð hætta þessum lygum um aðildarviðræður. Þetta er aðlögunarviðræður, um litlar og tímabundnar undanþágur til aðlögunar að óumsemjanlegu regluverki ESB.

    En ég er víst paranoid skv. Halli ef ég vitna í ESB.

    ESBsinnar eru pinkulítill hópur frekjudolla sem öskrar og argar á alla sem eru ekki sammála þeim.

    Ef þið eruð svona viss um að ESB sé frábært og þjóðin eigi að greiða atkvæði um þennan „samning“… hvernig getið þið þá verið svona viss? Ekki hafi þið séð þennan samning, frekar en aðrir, en aðildarandstæðingar eiga ekki að vita neitt fyrr en „samningurinn“ liggur fyrir, annað en þið, besserwisser heimskingjar.

  • Óðinn Þórisson

    Ný skoðanakönnun Capacent Gallup sýnir að 65 % íslendinga eru andvígir aðild íslands að esb.

    Bjarni Ben. er einfaldlega að framfylgja landsfundarályktun flokksins.

    Bjani Ben. sagðist myndi ef hann kæmist í ríkisstjórn draga umsókina til baka – þannig að ef VG vill vera trúir sinni stefnu varðandi ESB – þá liggur fyrir hvað þeir ættu að gera.

    Það er aðeins Samfylkingin sem styður aðild íslands að esb og hefur rekið málið eins og um trúarbragð væri að ræða og er flokkurinn að einangrast í íslenskum stjórnmálum.

    Það eru aðeins draumórar hjá þér Hallur að kvarnast muni úr fylgi flokksins fyrir næstu kosningar – ég sé ekki RR ganga úr flokknum.

    Stefna Sjálfstæðisflokkins sem hefur verið nefnd sjálfstæðisstefna hefur grundvallast á því að öll mál séu að fullu á höndum islands og tryggja sjálfstæði og frelsi landsins.

    Aðild að evrópusambandinu yrði seint í samræmi við sjálfstæðisstefnuna.

    Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst stærsti flokkurinn í öllum könnunum frá kosningum og nú ættu þeir sem eru á móti innlimun íslands í esb að hafa skýran valkost sem mun leiða baráttuna gegn esb.

    Þjóðaratkvæðagreiðslan um esb er bara ráðgefandi og eru þingmenn aðeins bundnir af sannfæringu sinni.

    b.kv.

  • Leifur Björnsson

    Góður pistill hjá þér Hallur stuðningur við ESB aðild á eftir aukast á nýjan leik eftir því sem ókostirnir við núverandi hafta og einangrunarstefnu koma betur og betur í ljós.
    Andstæðingar ESB aðildar hafa ekki mótað neina vitræna samræmda stefnu um það hvernig komast á út úr gjaldeyrishöftum og verðtryggingu án esb aðildar og aðstoðar evrópska seðlabankans.
    Ég hygg að það sé rétt hjá þér að það sé eingöngu tímaspursmál hvenær hér verður til Evrópusinnaður frjálslyndur mið hægri flokkur.
    Það virðist í öllu falli kristalstært að bæði Framsókn og Sjálstæðissflokkur eru í dag einangrunarsinnaðir hægri öfga flokkar.

  • Leifur, fyrst við erum að láta okkur dreyma, þá hefur mig alltaf langað í hest.

  • Björgvin Valur

    Palli. Fáðu þér hest.

  • Nei, ég þyrfti að fórna alltof miklu. Gæti hins vegar gert e.k. tvíhliðasamning við hestabónda!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur