Fimmtudagur 18.08.2011 - 22:47 - 21 ummæli

Blowing up party in defence!

Framsóknarflokkurinn er að springa í loft upp. Nýliðarnir úr „Indefence“  náðu flokknum í „coup d’état“ á flokksþingi þar sem ályktað var um afgerandi stefnu í Evrópumálum sem þeir hunsuðu – með því að ná saman við harðan flokkskima sem í raun og veru urðu málefnalega undir á því sama flokksþingi.

Nýliðarnir voru úlfar í sauðsgæru – og sauðsgæran féll sumum afar vel í geð.

Leiðtoginn sem komst til valda er eins og svo margir sambærilegir leiðtogar í mannkynssögunni –  brilljant klár og reyndar afar vanmetinn stjórnmálamaður. Í því felst styrkur hans.

Leiðtoginn er með harða „juntu“ kring um sig – sem samanstendur annars vegar af nýliðum sem er harðsvírað varnarlið formannsins og styðja leiðtogan hvað sem á dynur og hins vegar hörðum gömlum flokksrefum sem alla vega tímabundið deila hagsmunum með leiðtoganum og nýliðunum.

Leiðtoginn sýnir styrk sinn eftir að hafa tryggt völd sín – með því að yfirgefa hefðbunda samvinnu og sáttapólitík innan flokksins undanfarna áratugi – og lætur sverfa til stáls svo hann og hörðustu stuðningsmenns hans geti haldið fullri stjórn á flokknum. Fyrir þá er betra að hafa lítinn flokk og öll tögl og haldir – en stóran flokk og þurfa að taka tillit til annarra.

Leiðtoginn vill sverfa til stáls við gamla óþægilega flokksmenn sem ekki eru reiðubúnir til að ganga í takt við hann, nýliðana og flokkskimann sem tryggðu honum völdin. Og gerir það að sjálfsögðu til að tryggja stöðu sína og í trausti þess að efasemdamenn hverfi á braut. Sem þeir gera.

Leiðtoginn sprengir flokkinn meðvitað í loft upp – og eftir mun standa lítill – en harðskeyttir flokkur sem ekki mun efast um leiðtogann og stefnu hans. Leiðtoginn og varnarlið hans er ekki lengur „in defence“ innan flokksins – heldur flokkurinn sjálfur – sem vonast til þess að nægilega margir fylgi honum í blindni svo völd þeirra verði tryggð til frambúðar.

… eina ógnin er sú að þeir hlutar sem sprngdir verða frá flokknum nái vopnum sínum, sameinist nýju afli og þröngva flokknum „in defence“ á ný!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (21)

  • Hvenær ætlar þú að segja,

    ,,nú er nóg komið, ég sé mér ekki lengur fært að styðja framsóknarflokkinn með þessa öfgastefnu og segi mig því úr flokknum?“

    Eða ætlar þú að vera áfram í flokki sem virðir ekki einu sinni flokks samþyktir sínar?

  • Hallur Magnússon

    Valur.

    Þú fylgist greinilega ekki með. Ég sagði mig úr Framsóknarflokknum 1. desember 2010.

  • Fannar Hjálmarsson

    Er Framsókn ekki bara að fara aftur í þá stefnu sem var til staðar fyrir daga Halldórs ESB sinna? eða mis minnir mig um að í einhverjum kosningum hafi framsókn talað um ekkert ESB áður en dóri ræði öllu?

  • Steingrímur var ekki svona mikill afturhaldssinni eins SDG virðist vera. Hann var jú á móti ESB og að mig minnir EES. SDG er pirraður, hrokafullur og ómálefnalegur og þetta gerðist bara þegar hann komst inná Alþingi. Maður hélt að þetta væri maðurinn sem myndi rífa flokkinn uppúr spillingaruglinu. Man vel eftir viðtali á ÍNN þar sem hann talaði um að Ísland ætti að ganga í ESB ef góðir samningar næðust varðandi landbúnað og sjávarútveg. SDG, Vigdís H og Gunnar Bragi eru að mínu mati skemmdu eplin í flokknum en þeim finnst Gummi Steingríms vera það og það lýsir þeim þest.

  • vantaði ekki broskall eftir þessa setningu:
    “ með því að yfirgefa hefðbunda samvinnu og sáttapólitík innan flokksins undanfarna áratugi“

  • Hallur Magnússon

    nei toggi – því þrátt fyrir að menn hafi tekist á – þá var ákveðin lína sem menn gengu EKKI yfir. Það var til að mynda ástæða þess að EKKI var ályktað jákvætt um aðildarviðræður að ESB á flokksþingi 2005 (minnir að það hafi verið 2005). Þá var MEIRIHLUTI flokksþings með þeirri stefnu – en aðildarviðræðusinnar gáfu eftir til að halda friðinn.

  • Þar sem öfgasinnaður rugludallar hafa tekið yfir framsóknarflokkinn. Þá tel ég að það sé skynsamlegt fyrir restina af flokksmönnum framsóknar að fara annað.

    Enda er lítið annað en vandræði að sækja til þess öfgafólks sem núna veður upp í framsóknarflokknum.

  • En hvernig er með ungliðana í xB, eru þeir ekki nokkuð evrópusinnaðir?

  • Hallur Magnússon

    @aron

    Frekar eru þeir hlynntir aðildarviðræðum að ESB – nema þá Skagfirðingarnir vinir mínir.

  • Til hamingju Framsóknarmenn flokkurin er að verða 25%.

    Froðu-Hallur og G-Valdalaus farnir i Samfó

  • Ásmundur

    Framsókn er nú orðið dótturfélag Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú tekist að móta Framsókn þannig að ekkert skilur á milli þessara tveggja flokka nema nafnið og flokksfélagarnir.

    Sigmundur Davíð er aðeins viljugur leiksoppur þeirra sem ráða í flokknum. Þar er fremstur í flokki Þórófur Gíslason kaupfélagsstjóri, náfrændi Davíðs Oddssonar, sem er sagður hafa mótað Framsókn og formanninn í nánu samráði við frænda sinn.

    Plottið er að ná í atkvæði. Þeir sem myndu aldrei kjósa Sjálfstæðisflokkinn geta hugsanlega kosið Framsókn. Þannig nær Sjáfstæðisflokkurinn til hinna ósnertanlegu.

    Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru mjög veikir formenn enda fyrst og fremst þjónar annarra áhrifameiri manna. Slíkt gengur ekki til lengdar. Spurningin er því hvort plottið gangi upp fram yfir kosningar og hvað þá taki við ef þessir flokkar ná meirihluta.

    Verða flokkarnir þá sameinaðir með nýjum sterkum formanni ? Verður það Davíð Oddsson eða Þórólfur Gíslason? Eða á hinn sterki leiðtogi eftir að koma fram?

  • Jón Ingi

    Ósvífni SDG er ótrúleg. Að ganga gegn samþykktum stofnana flokksins sem sérstaklega eru greidd um atkvæði eru óheiðarleg og eiginlega til skammar.

    Framsóknarflokkurinn er því klofinn í herðar niður og ég sé ekki hvernig td sumir þingmenn geti haldið áfram að vera þarna.

  • Sæll Hallur mikið óttalegt rugl er þetta sem margir sem gefa komment á skrif þín rita hér á síðuna þína. En almennt um það sem er tilefni skrifa þinna. Ég las grein formanns Framsóknarflokksins og ég gat ekki lesið neitt það úr þeim skrifum sem réttlæti viðbrögð félaga þinna sem sagt hafa sig úr flokknum. Ég velti því fyrir mér hvort þessir menn hafi ekki bara setið á hliðarlínunni og beðið tækifæris til að réttlæta ákvörðun sem þeir tóku eftir síðasta flokksþing. Formaður Framsóknarflokksins sagði ekkert annað í grein sinni en að það hentar alls ekki stuðningsmönnum aðildar að ESB að láta reyna á málið núna. Ég er þessu sammála. Með þá óvissu sem ríkir nú innan Evrópu og ESB þá veit ESB ekki sjálft hvernig sambandið mun líta út eftir tvö ár. Verður e.t.v. búið að taka af forræði einstakra aðildarríkja á eigin efnahagsmálum. Ef aðildarumsókn væri lögð fyrir íslenska þjóð nú eða á komandi ári yrði aðildartillaga kolfelld. Það hentar þeim sem vilja aðild Íslands að ESB að bíða, ekki láta fella málið núna og geta þá ekki tekið umsókn um aðild að ESB upp aftur fyrr en að 15 árum liðnum. Fimmtán ár eru langur tími, vesitu hvað þú verður orðinn gamall þá Hallur ?

  • Annað Hallur sem ég vildi nefna en það er alveg ótrúlegt hvað þetta Samfylkingarfólk sem hefur sérstakt dálæti á að gefa neikvæð eða illskeitt komment á Framsókn er orðið trekkt nú um stundir. Það er vitað að Samfylkingin er að springa úr ergelsi yfir ganginum í samstarfinu við VG. Maður eins og þú Hallur sem ert eins vel tengdur inn í leyndarheim stjórnmálanna ættir að hafa sagt okkur lesendum þínum í sumar af þeim þreifingum og tilboðum sem gengu frá liði ÁPÁ til Sjálfstæðisflokksins um að sá flokkur gangi til liðs við ríkisstjórnina. Upphafið að þessum þreifingum mun hafa farið fram innan vébanda Samtaka atvinnulífsins. þetta er ekki fleipur sem ég er að nefna, þú veist Hallur að þetta er rétt en þú þegir fyrir þessu. Tilboðið byggðist á því að fórna Jóhönnu og gera Össur að forsætisráðherra, falla frá breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn tæki utanríkisráðuneytið og tryggði framgang viðræðna við ESB. þegar Bjarni Ben kom með sitt útspil féll þessi ósk hluta samfylkingarinnar um sjálft sig og ljóst að vonbrigði Samfylkingarinnar eru gríðarleg. Það er eins og opið sár hjá þessu fólki ef einhver nefnir að fresta aðildarumsókn við núverandi aðstæður. Slíkt væri þó mjög viturlegt ekki síst ef menn vilja inn í ESB.

  • Í Morgunblaðsgrein tók Sigmundur Davíð af skarið. Engin loðmolla og úr og í pólitík lík þeirri sem Hallur Magnússon er málsvari fyrir. Sigmundur metur stöðuna þannig, að um ástandið innan ESB og framtíðarhorfur sé fullkomin óvissa og því réttast að fresta aðildarviðræðum með þeirri ábendingu að íslensk stjórnvöld einhendi sér í að leysa aðkallandi mál innanlands. Meintur klofningur í Framsókn vegna afstöðu Sigmundar er aðeins óskhyggja manns sem nú um stundir er á pólitískum vergangi og virðist hvergi finna vettvang eða skjól. Þrír gildandi menn hafa vissulega og í reiðikasti sagt sig úr flokknum og borið fyrir sig skrifum Sigmundar. Það er allur klofningurinn.
    Og varðandi ESB ferlið er ljóst, að samkvæmt skoðanakönnunum er nær 70% landsmanna andvígur því að Ísland verði aðili að ESB. Stjórnarandstaðan á þingi ásamt og með VG vinnur gegn aðild og því sýnt hvert stefnir. Þráhyggja Samfylkingar í þessu máli er því ekki aðeins að fella allt í dróma hér innanlands heldur er fjárausturinn með ólíkindum.
    Vonandi tekur Alþingi af skarið þegar í haust og stöðvar aðildarferlið. Fyrir því er öruggur meirihluti á Alþingi.

  • Hallur Magnússon

    @GSS.

    Misskilningur þinn – og fleiri – er sá að halda að ágreiningurinn innan Framsóknar sé einungis ESB. Ef það væri – þá væri ekki um eiginlegan klofning að ræða. Málið er að það er grundvallarágreiningur í mun fleiri málum – og einnig um hvernig vinna skal í lýðræðislegum flokki.

    Bendi þér á að hafa samband við flokkskrifstofu Framsóknar og forvitnast um hversu margir hafa sagt sig úr flokknum á undanförnum tveimur dögum.

    Ég veit að úrsagnirnar eru ekki bara 4 – þe. Andrés, G Vald, Gestur og Gísli. Þær eru miklu fleiri og á eftir að fjölga á næstu dögum.

    Hvað mig persónulega þá hef ég gegnum tíðina tekið á móti mörgum stormum í pólitík – og get sagt þér að það er miklu lygnar fyrir mig utan hans og utan flokka. Þannig ég er ekki á vergangi – heldur nákvæmlega þar sem ég vil vera – á mínum eigin forsendum.

    Hvað varðar þessar´úrsagnir – þá eru þær ekki í reiðikasti. Og ég hef heimildir frá fyrstu hendi um að Sigmundur og félagar hafi einmitt ætlast til þess að þessi hópur – og fleiri – myndu yfirgefa flokkinn. Enda segi ég í pistlinum:

    „Leiðtoginn vill sverfa til stáls við gamla óþægilega flokksmenn sem ekki eru reiðubúnir til að ganga í takt við hann, nýliðana og flokkskimann sem tryggðu honum völdin. Og gerir það að sjálfsögðu til að tryggja stöðu sína og í trausti þess að efasemdamenn hverfi á braut. Sem þeir gera.

    Leiðtoginn sprengir flokkinn meðvitað í loft upp – og eftir mun standa lítill – en harðskeyttir flokkur sem ekki mun efast um leiðtogann og stefnu hans. Leiðtoginn og varnarlið hans er ekki lengur “in defence” innan flokksins – heldur flokkurinn sjálfur – sem vonast til þess að nægilega margir fylgi honum í blindni svo völd þeirra verði tryggð til frambúðar.“

    @Heiða.

    Ég hef reyndar lítið verið í sambandi við Samfylkingarflokk frá því í vor – en það kæmi mér ekki á óvart að það sem þú segir um þreyfingar lykilmanna Samfó við Sjálfstæðisflokkinn eigi við rök að styðjast.

    Þú veist eins vel og ég að það voru þreyfingar milli Samfó, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sl. vetur – og að þær runnu út í sandinn annars vegar vegna ofurkrafna Sjálfstæðisflokksins – og hins vegar vegna hindrunarinnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

    Þannig að þetta getur vel verið.

    Hvaðan hefur þú þessar upplýsingar?

  • Hallur þú spyrð hvaðan ég hafi upplýsingar um að tveir sterkir armar innan Samfylkingar hafi þreifað fyrir sér um samstarf við Sjálfstæðisflokk? Ég get ekki sagt þér einstök nöfn en ég veit að þú þekkir þetta þó þú hafir kosið að skrifa ekki um þessar þreifingar. Ég veit ekki við hvaða einstaklinga var rætt í Sjálfstæðisflokki en veit þó að upprunann má rekja til samstarfs fólks úr Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki innan Samtaka atvinnulífsins. Lestu líka setningu í einum leiðara Moggans í vikunni þar er sagt berum orðum að þessar þreifingar hafi átt sér stað í sumar. Man ekki hvaða dag þetta var en kom mér á óvart að enginn ykkar stjórnmálaspekinganna kveikti á þessu. Menn verða að lesa leiðara Moggans vandlega Hallur ef þeir ætla að vera vel upplýstir um það sem er að gerjast hverju sinni. Þetta „þukl“ fór reyndar allt upp í loft með nýlegri yfirlýsingu BB um að draga aðildarumsókn að ESB til baka. Sagan segir að Samfylking sé orðin fráhverf því að taka Framsókn inn í ríkisstjórn því sameiginlegur atkvæðafjöldi Samfylkingar og Framsóknar dugar ekki fyrir meirihluta í Þinginu. Tilgangur Samfylkingar með að taka inn þriðja flokkinn er að setja VG afarkosti, að afgreiða virkjunarkosti, stóriðju og fleira í Þinginu þannig að ráðherrar VG geti ekki streist á móti. Samfylking óttast að ef Framsókn kæmi í ríkisstjórn þá mundi VG þingflokkurinn í heild breytast í einn allherjar Þráinn Bertelsson, leyfa sér að vera á móti öllu í þeirri trú að hinir tækju mál í gegn um Þingið. Með samstarfi við íhaldið skiptir ekki máli þó VG verði reiðir og fari úr ríkisstjórn. Samfylkingin vill undir engum kringumstæðum kosningar núna til þess er staða flokksins of veik.

  • Þessi einarða ESB andstaða mun frekar styrkja Framsóknarflokkinn en hitt. Þó .þessir fjórir og einhverjir fleiri ESB sinnar segi sig úr flokknum, þá mun það ekki skaða flokkinn neitt.

    Frekar að skýrari línur styrki flokkinn og hann getir nú tekið fylgi frá óákveðnum og öllum hinum flokkunum líka. Það eru til hundóánægðir Samfylkingarmenn með ESB helstefnu flokksins og 40% fylgja ekki forystu flokksins í ESB málinu.

  • Hallur Magnússon

    GI.
    Þú errt nú soldill strútur 🙂

  • Guðmundur Jónsson

    Ég sé ekki betur en Framsókn sé að ná að losa sig við ESB klan Halldórs Ásgrímssonar..

  • Ágúst Valves Jóhannesson

    Sæll.
    Ekki er ég nú Framsóknarmaður, en það kemur mér alltaf frekar skrítið fyrir sjónir þegar ákveðnir aðilar fara að kalla þá sem ekki vilja aðild Íslands að ESB öfgamenn, þjóðernissinna, hægri menn og svo frvs. Mér finnst jafn skrítið þegar nei-sinnar kalla já-sinna landráðamenn og svo koll af kolli.

    Mig langar að spyrja, hvað er ekki öfgafyllra en að vera einsmálsmaður eins og margir ESB sinnar eru? Mig langar langar að spyrja, hvað er ekki öfgafyllra en að sjá lausn alls með inngöngu Íslands inn í ESB?

    Hvernig væri að fara í vitræna umræðu um ESB, sleppa því að kalla hvort annað annaðhvort landráðamann eða öfga þjóðernissinna? Ég kalla eftir því!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur