Mánudagur 22.08.2011 - 20:09 - 27 ummæli

Ég styð Guðmund Steingrímsson

Ég styð Guðmund Steingrímsson alþingismann í viðleitni hans í að stofna frjálslyndan, umburðarlyndan, alþjóðlegasinnaðan miðjuflokk. Framsóknarflokkurinn er ekkert af þessu í dag. Því miður.

Hundruð Framsóknarmanna hafa átt afar erfitt undanfarna mánuði vegna þeirrar vegferðar sem hluti forystu flokksins hefur tekið og þá óbilgirni sem einkennt hefur málflutning sumra stjórnlyndra þingmanna Framsóknarflokksins.

Tugir þeirra hafa að undanförnu sagt sig úr flokknum og ég spái því að fjölmargir tugir Framsóknarmanna muni á næstunni kjósa með fótunum og yfirgefa Framsóknarflokkinn.

Enda framundan „Hrun 100 ára flokkakerfis“.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (27)

  • Guðmundur Gylfi Guðmundsson

    Guðmundur kom vel fyrir í Kastljósinu áðan. Málefnalegur, einlægur og án stóryrða.

  • Sæll Hallur. Átrúnaðargoð þitt Guðmundur Steingrímsson bara farinn úr Framókn, þeim hlýtur að vera nokkuð létt þar á bæ. Sagan segir að þingflokkur Framsóknar hafi mátt búa við það í nokkurn tíma að allt sem sagt var þar innandyra fór beint til Samfylkingarinnar. Það kom mér þó á óvart í Kastljós-viðtalinu að Guðmundur segist ætla að höfða sérstaklega til sjálfstæðismanna og jafnframt að hann ætli að vera á móti landbúnaðarkerfinu ( pabbi hans bjó kerfið til að hluta ). Mér þótti Guðmundur gera alveg ótrúlega mörg PR mistök í viðtalinu í Kastljósi, það eina sem vantaði var að hann segði “ ég vil vera númer eitt alveg eins og pabbi“ en öll munum við að Steingrímur blessaður þreifst ekki nema fá að vera númer eitt 🙂
    Þó ég hafi lengi reikna að með Guðmundur væri á förum þá verð ég nú að segja að Einar blessaður karlinn fallkandidat úr borgarstjórnarkosningum hefði ekkert átt að vera að minna á sig, maðurinn sem flokkurinn hans treysti en hann klúðraði svona líka rækilega.
    En til hamingu Hallur að hafa loks fundið foringja sem þú getur metið.

  • Ágætlega spenntur fyrir nýju framboði hans enda 4-flokkurinn orðinn þreyttur. Sjáum til hvað kemur úr þessu

    p.s. þetta hefur lekið út til Færeyja, þessi „hommaskapur“ hans varðandi skoðun hans á ES-limaskap 😉
    http://www.kringvarp.fo/Archive_Articles/2011/08/22/tlaatstovnanggjanmiflokkslandi

  • Heyrðu annars Hallur er það rétt sem sagt er á Eyjunni að undirbúningur að brottför þessara fimm sem fóru úr Framsókn hafi staðið yfir í marga mánuði að Digranesvegi 14 ?
    En annars skilur maður ekki Hallur hvernig þið fóruð að því að klúðra svona kynningunni á bröttför Guðmundar úr Framsókn, átti að kynna á morgun en var víst á allra vörum fyrir nokkrum dögum. Sagt er að Guðmundur hafi legið í Ragnheiði Ríkharðsdóttur að fylgja sér í að stofna nýjan flokk en hún bara hlegið að hugmyndinni. Samansafn af sjálfumglöðu fólki eins og GGuðjónss, GV að ónefndum neytendafrömuðinum er ekki vænleg uppskrift að vinsældum fyrir stjórnmálaflokk og nú sé ég á bloggi þínu Hallur að þú virðist ætla að gera Guðmund Steingrímsson að leiðtoga lífs þíns. Ja mikil er trú þín félagi Hallur.
    Eru bara allar gömlu “ heimasæturnar“ úr baðstofu Halldórs að hörfa undan ´SDG sem sagður er hafa verið spar á bitlinga fyrir „heimasæturnar“

  • Þorvaldur

    Hvað með Siv og Eygló og jafnvel Birki Jón? Og hvað með bæjar og sveitarstjórnafulltrúa flokksins víðs vegar um landið? Heyrst hefur að margir þeirra séu á útleið úr flokknum.

  • Tryggvi Tryggvason

    Sérstakt að heyra ykkur þetta frjálslynda, lýðræðissinnaða, víðsýna og umburðarlinda fólk tala um skýra afstöðu meirihluta þjóðarinnar til ESB sem öfgar og afturhaldssjónarmið. Þurfið þið ekki bara að stofna nýja þjóð?

  • Friðrik S

    Þetta er maður að mínu skapi.

  • Friðrik S

    Þá á ég við hann Guðmund!

  • Afhverju farið þið ekki í trúboð ESB Samfylkingunna getið tekið Bjarna Ben með ykkur.

  • Er ekki hissa þó margir Framsóknarmenn séu óánægðir um þessar mundir

  • Kristján Elís

    Afhverju er þessi Heiða svona taugaveikluð út af Guðmundi??

  • Guðmundur Steingrímsson ætlar að stofna frjálslyndan, umburðarlyndan og alþjóðasinnaðan miðjuflokk. Að hans mati bjóða flokkarnir sem fyrir eru ekki uppá þá eðalkosti. Í Kastljósi lét hann frasana duga en útskýringar fylgdu ekki með. Hvað felst í orðinu frjálslyndi? Frelsi til athafna, blaðra án ábyrgðar, stefnuleysi? Nei, varla. Guðmundur útskýrir vonandi fyrir dofinni þjóð sinni hvað þetta orð þýðir eiginlega. Það mun ekki vefjast fyrir honum fremur en flokkaflandrið.
    Umburðarlyndi. Sú pólitíska klisja fór raunar fyrir lítið hjá heiðursmanninum Guðmundi í Kastljósinu. Hann kvaðst yfirgefa Framsóknarflokkinn vegna þess að forysta flokksins er honum ekki leiðitöm. Áttu þá ekki samleið með Samfylkingunni fremur en að stofna nýjan flokk, var spurt í Kastljósinu. „Nei, var svarið. Samfylkingin er sócialdemókratískur kredduflokkur“.
    Það var því ekki umburðarlyndinu fyrir að fara á þeim bænum og pólitíska íslenska rökræðuhefðin lá honum létt á tungu en fordæmdi svo slíkt háttalag þegar leið á þáttinn.
    Og rúsínan er svo þessi frábæra nýjung í íslenskri pólitík sem á eftir að raka inn fylgi. Alþjóðasinnaður miðjuflokkur. Íslendingar stara agndofa á fyrirbærið og bíða átekta. Þeir eru að vísu aðilar að Sameinuðu þjóðunum, í Nato, öflugu samstarfi við Norðurlöndin, í EES, þátttakendur í N-Atlantshafsráðinu, eiga í góðu samstarfi menningarlega og viðskiptalega við lönd um víða veröld. En allt þetta er auðvitað lítils virði í samanburði við dýrðina sem nýji alþjóðasinnaði miðjuflokkurinn hans Guðmundar mun opinbera þjóðinni. Innganga í ESB? Nei, varla. Um það leikur enginn sérstakur dýrðarljómi. Það hlýtur að vera eitthvað annað og miklu meira.

  • Guðmundur St er farinn úr Framsókn. En er framsóknar-
    demóninn farinn úr Guðmundi St?

  • Bjarni Gunnlaugur

    GSS ég er sammála þessu mati þínu á þættinum, Guðmundur olli mér vonbrigðum, hélt satt að segja að hann væri meiri bógur!
    Ágúst, þetta var verulega fyndin athugasemd ha ha ha ha.
    Hallur, ég held að Framsóknarflokkurinn hafi liðið fyrir að margir pólitískir lukkuriddarar hafa álitið sig eiga vísan frama í svo litlum flokki. Þegar Halldór Ásgrímsson hóf sókn sína í þéttbýlið þá varð stefnan loðmullulegri og snérist í raun um það eitt að tryggja sér já bræður til að komast í ráðherrastól og halda völdum. Hluti af valdataflinu var að samþykkja ALLT sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi gera í einkavæðingu og borga svo lukkuriddurunum fyrir með bitlingum. Valdatafl Halldórs snérist líka um að berjast fyrir ESB aðild, trúlega til að sýnast hafa einhverja hugsjón (sem hann hafði ekki) og einnig til að ná fylgi frá Samfylkingu.
    Vandi Framsóknarflokksins í dag er sá að hann hefur ekki gert nægjanlega upp við þessa fortíð. Sigmundur Davíð þarf að fara úr öðrum skónum og berja honum í borðið og fordæma valdatíð Halldórs Ásgrímssonar um leið og hann réttir kúrsin af í ESB málinu.
    Almennilegt fortíðaruppgjör ásamt aflúsun með brotthvarfi lukkuriddaranna gæti skapað Framsóknarflokknum (og þar með Íslandi) bjarta framtíð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur afsannað eigin kenningar um óheft frelsi og kratarnir afsanna dag hvern eigin kenningar um jafnrétti sem komi út úr reikniformúlum háskólaprófessoranna og uppgjafa pólitíkusanna á háum eftirlaunum frá okkur hinum.
    VG hafa svo sannað eftirminnilega hvað varasamt er að treysta á málglaðan foringja sem stendur ekki við eitt eða neitt, og stendur ekki fyrir eitt eða neitt.
    Hallur, ert þú einn af „lukkuriddurunum“?
    Hvers vegna valdir þú Framsóknarflokkinn?

  • Tveir stjórnmálaskýrendur þau Stefanía og kennarinn á Akureyri, hvað hann nú aftur heitir, segja bæði að brottför Guðmundar muni styrkja Sigmund í sessi. Vegna þessa spyr ég, Sigmundur Davíð fékk 98% atkvæða í kosningu til formanns Framsóknarflokksins á síðasta flokksþingi, þarf Sigmundur frekari styrk innan flokks síns? Eru stjórnmálaskýrendur að segja að eftir að Guðmundur og hinir sökkararnir eru farnir úr Framsókn þá fái Sigmundur 100% atkvæða ? Skiptir máli fyrir styrk flokksformanns sem hefur 98% flokksþingsfulltrúa á bak við sig hvort einhverjir kverolantar fara úr viðkomandi flokki? En talandi um þetta upphlaup Guðmundar þá tók Sigmundur Davíð karlmannlega afstöðu til málsins í fréttum RÚV í kvöld sem DV.is tekur svo upp. Þó Sigmundur segi að slæmt sé að missa „góðan mann“ þá heyrast sögur af því að glatt hafi verið á hjalla hjá þingflokki Framsóknar yfir að fréttum af brottför Guðmundar. Nú hættir lekinn yfir í Samfylkinguna sagði þingmaður í kvöld og þingmaður úr Sjálfstæðisflokki sagði í gamansömum tón. “ Ég vildi að geitungarnir í garðinum mínum væru eins og geitungarnir í Framsókn, fari sjálfviljugir“

  • Heiða, hógværðin, gagnrýnin hugsun, frjálslyndi og málamilun hefur yfirgefið framsóknarflokkinn. Í þjóðarsáttinni þegar Steingrímur faðir Guðmundar bjargaði þjóð sinni þá var það einmitt gert með fyrrgreindum kostum, hógværð, gagnrýninni hugsun, málamiðlunum og frjálslyndi. Guðmundur er einnig þeim kostum gæddur að telja sig ekki endilega vera með allar réttu skoðanirnar og að allir hinir séu heimskir, heldur býður hann upp á skynsemisnálgun í pólitík. En auðvitað vilt þú og þinn framsóknarflokkur ekkert með slíkt hafa. Nei þið tilbiðjið frekar formann sem taldi fram 33 þúsund króna tekjur á mánuði árið áður en hann fór á þing. Sjálfur 600 miljóna maðurinn, blessaður fátæklingurinn. Við ættum kannski að safna fyrir hann svo börnin hans geti gengið í skóla, Sigmundur Davíð var með 33 þúsnhd krónur á mánðui, eða 396 þúsund í ÁRSTEKJUR. Sjálfur Kögunar prinsinn!

  • Hannes Þórisson

    Hvernig var það voru ekki einhverjir fyrverandi Sjálfstæðismenn að stofna svippaðan flokk? Getur verið að mér skjátlist en Gísli Baldurs hafi verið að ræða þetta. Kannsi við sjáum þessar 2 hreyfingar renna saman?

  • Þórarinn

    Heyr Heyr Valur

    Gríðarlega ánægður með Guðmund og fannst hann flottur í Kastljósinu í gær… Sigmundur heldur sig á sömu slóðum… nú er hann kominn í þjóðernis-megrun skv. Fréttablaðinu

  • og hvað gera Matthias Imsland og Jóhanna Hreiðars ? mér er sagt að Matti sé að hringja út vegna LFK fundar sem verður í sept.

  • Ég styð Guðmund Steingrímsson í þeirri viðleitni að stofna hægrisinnaðan flokki sem á samleið með Evrópu. Sjálfstæðisflokkin kýs ég ekki aftur meðan hann er fastur í þeirri rembu sem einkennir hann í dag.

  • @ Valur. Það er hreint út sagt ótrúlegt hvað sumt fólk getur verið ómálefnalegt. Skrif Vals hér að framan lýsa svo ótrúlega lítilli sál. Fólk sem ekki getur fjallað um málefni líðandi studnar án þess að koma með einhver persónuleg skot á pólitíska andstæðinga ætti ekki að vera að tjá sig. Hvað kemur máli stjórnmálamannsins Guðmundar Steingrímssonar við hvort formaður flokksins er giftur efnaðri konu eða þá hvar faðir viðkomandi vann ? Er það uppbyggileg umræða sem byggir á því að reyna að gera tortryggileg að einstaklingur í stjórnmálum hafi eitt sinn verið námsmaður með lágar tekjur ? Hvað kemur það málinu við að Sigmundur Davíð hafi haft lágar tekjur sem námsmaður ? Ég hef oft séð á lestri athugasemda að umræddur Valur er mest fyrir niðurrifsskrif og skítkast í garð annarra. Ef Valur er dæmigerður stuðningsmaður Guðmundar Steingrímssonar þá verður flokkur Guðmundar bara viðbót við hjörðina sem kýs VG og ergir sig alla daga á tilvist annarra.

  • Hallur segðu okkur nú sannleikann um afskipti Össurar Skarphéðinssonar af plottinu í kring um brottför Guðmundar Steingrímssonar úr Framsókn ? Það er mjög þrálátur orðrómur um að Össur hafi sagt Guðmundi að koma ekki strax inn í Samfylkinguna því þá verði VG enn ósamstarfshæfara en er í dag því þá leyfi fleiri VG-liðar en Þráinn Bertelsson sér að spila fríspil. Össur hefur á hinn bóginn Guðmund alveg í vasanum og getur kallað eftir atkvæi hans þegar mikð liggur við. Hvað ætlar þú að gera Hallur, ætlarðu á endanum að fylgja Guðmundi inn í Samfylkinguna ? Það verður nú kátt á hjalla hjá ykkur félögunum þér, Jóni Sig, G Vald, Gísla Tryggva og Gesti Guðjónssyni þegar þið sitjið saman á samkomum Samfylkingar og hyllið Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir „frábæra“ stjórnarhætti. Eða eins og Kristján Ólafsson hefði sagt í Spaugsstofunni “ Oh my Good ! „

  • Hannes Þórisson

    Ég vill koma með leiðréttingu á mínum pósti No 17. Ég ruglaði saman Gísla Baldurssyni og Guðbirni Gubjarnasyni.

    Spurning samt hvort Guðbjörn og Guðmundur eigi ekki samleið þá í að stofna frjálslyndand miðjuflokk?

  • Þetta er allt að verða ljómandi gott. Búið að taka skýra afstöðu til aðildarmála, losna við Trójuhestinn hann Guðmund, og bara eftir að finna eitthvað hentugt fyrir Siv, erlendis helst.

    Nú er hægt að kjósa Framsókn aftur. Það koma fleiri kjósendur aftur inn en fara út við þetta brotthvarf. Ég hef hinsvegar trú á að Guðmundur nái einhverju fylgi af Samfylkingunni sem er raunar bara gott mál.

  • Gott að styðja náunga sem hefur setið inni á þingi nokkur ár, og verður helst minnst fyrir að verja eina slöppustu ríkisstjorn lýðveldisins falli, ásamt því að styðja Icesave kröfur Breta/Hollendinga, sem enginn skyldi neitt í.

    Spái því að Guðmundur fái einhverja í lið með sér til að stofna nýjan flokk, en þetta verði ekki fjölmennur hópur né hávær.

  • Tek algjörlega undir með þér Joi.

  • Joi þú mælir rétt, ferill Guðmundar Steingríms á þingi hefur ekki verið eftirtektarverður nema fyrir þá sök að hann hefur stutt ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms og reynt að koma þjóðinni á klafa Icesave, allt í nafni frjálslyndis. Ég hef verið að skoða hvaða menn þetta eru sem hafa sagt sig úr Framsókn með Guðmundi St og flestir eiga það sameiginlegt að hafa fengið gott starf eða verkefni á vegum Framsóknar í tíð fyrri stjórnar flokksins. Mig grunar að þessir einstaklingar séu sárir yfir að ný forysta hafi ekki verið tilbúin að lyfta þeim í ný og betri störf. Hallur Magg fékk starf hjá Íbúðalánasjóði, Gísli Tryggva sem sumum þykir víst óendanlega mikill smámunaseggur og tuðari, fékk starf sem talsmaður neytenda, verkefni sem Neytendasamtökin höfðu sinnt fram að því. Guðmundur Gylfi fékk starf fjármálastjóra RÚV, GVald er mér sagt að hafi fengið mikil tölvuverkefni hjá Orkuveitu Alfreðs og Binga en nú mun ekki meira að sækja þangað. Gestur Guðjóns var að vísu ekki á jötunni en mér er sagt að sá hafi jafnvel þreytt fyrri forystumenn Framsóknar með endalausu tuði. Ætli Jón Sig fari ekki næst, hann fékk jú ekki nema embætti bankastjóra á vegum flokksins. Til að spá fyrir um hvaða lið muni yfirgefa Framsókn á næstunni má einfaldlega skoða hverjir fengu góða bitlinga í tíð fyrri valdhafa í flokknum nú sækir þetta lið á ný mið í leit að nýjum tækifærum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur