Mánudagur 29.08.2011 - 11:24 - 6 ummæli

Sammála VG með auðlindirnar!

Ég er sammála flokksráði VG um að umsýsla auðlinda Íslands verði innan umhverfisráðuneytisins. Ég hef reyndar haldið því fram í líklega 15 ár að umhverfisráðuneytið eigi að fara með úthlutun afnota af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar hverju nafni sem þær nefnast.

Þá skipti ekki máli hvort um er að ræða fiskinn í sjónum, fallvötnin,  heita vatnið eða stjórnun beitar á afréttum.

Fagráðuneytin eiga að hafa það hlutverk að leggja til nýtingu á auðlindunum á grunni vísindalegra rannsókna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi. En lokaákvörðun og ábyrgð á  úhlutun afnotaréttar verði í höndum umhverfisráðuneytisins. 

Nú væri það á hendi sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið að koma með tillögu að fiskveiðikvóta og iðnaðarráðuneytið með tillögu að úthlutun nýtingarréttar af vatnfsföllum og heitu vatni til raforkuframleiðslu – en umhverfisráðuneytið taki endanlega ákvörðun og formlegri úthlutun.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Fannar Hjálmarsson

    já það er alveg nausynlegt að umsýsla auðlinda verð færð yfir til umhverfisráðaneytisins ef það á að halda áfram að vera með sérstakan umhverfisráðherra. það sést best hversu tilgangslaust og mikil peninga eyðsla það er í dag að vera með sér umhverfisráðherra en ekki vera með þetta inn í öðru ráðaneyti. núna er Svandís bæði umhverfisráðherra og menntamálaráðherra sem er eitt stærsta ráðaneytið. ef hún hefur tíma fyrir að sinna báðum, er þá ekki annað þeirra svo léttvægt að varla þarf meira 10% til 20% stöðugildi yfir því?

  • Ef nýtt auðlyndaráðuneyti á að bera endanlega ábyrgð er réttast að stofnanirnar sem koma með hið vísindalega mat (ss. Orkustofnun og Hafró) fylgi líka. Það kann ekki góðri lukku að stýra að skilja að vit og vald í þessum málaflokki frekar en öðrum.

  • Siggi Jons

    Forsætisráðuneyti
    Útanríkisr.
    Innanríkisr.
    Velferðarr.
    Menntamálar.
    Atvinnumálar.
    Auðlindaráðuneyti.

    Þarf fleiri ráðuneyti?

  • Hallur Magnússon

    @Siggi Jóns.
    Nei.

  • Frjálslyndi Halls Magnússonar er viðbrugðið. Nú fellur hann fyrir ályktun flokksráðs VG um að öll umsýsla auðlinda Íslands verði innan Umhverfisráðuneytisins. Samþjöppun valds í ofurráðuneyti sem hefur úrslitavald og lokaorðið í allri atvinnuuppbyggingu á Íslandi og þar með afkomu þjóðarinnar er að hans mati vitnisburður um frjálslyndi. Hefur sakleysinginn ekki fylgst með þróun mála á Íslandi í málaflokki Svandísar Svavarsdóttur? Svo kirfilega hefur náttúran fengið að njóta vafans að varla má snerta lófastóran blett. Auðlindir landsins, fólgnar í fallvötnum og jarðhita má helst ekki nýta og hin volaða þjóð verður að láta sér duga að snerta eða horfa á og þá allra helst úr fjarlægð.
    Og svo er það merki um frjálslyndi Halls að annar eins ráðherra eigi að hafa úrslitavald um hvað megi fiska, hve mikið, hvar og hvernig og svo undanskilur hann ekki rolluskjáturnar en þær virðast honum hugleiknar frá framsóknarárunum.
    Til skamms tíma hafa menn ályktað sem svo, að í frjálslyndi fælist m.a. frelsi til athafna og í samráði og samvinnu en ekki samþjöppun valds. Svandísi væri sú þróun auðvitað mjög að skapi enda í eðlinu og uppeldinu. En furðu gegnir að hinn frjálslyndi Hallur skuli tilbúinn að færa einum aðila allt þetta vald. Er hann virkilega búinn að gleyma því, að við búum við lýðræði. Að Ísland varð lýðveldi árið 1944 með Alþingi sem hornstein?

  • Hallur Magnússon

    @GSS

    Það hefur greinilega farið fram hjá þér að við höfum búið við fiskveiðistjórnunarkerfi sem takmarkar aðgang að fiskauðlindinni í sjónum.

    Einnig hefur það farið fram hjá þér að á Íslandi hefur um mjög langt skeið verið viðhaft ítala í afrétti.

    Það er því ekki breyting að ráðuneyti sjái um úthlutun afnotaréttar.

    Það stjórnkerfi á að vera opið, gagnsætt og réttlátt. Það er frjálslyndi.

    Það er rétt að hafa slíka úthlutun í einu fagráðuneyti. Það er eðlilegt og einfaldar alla stjórnsýslu. Það stjórnkerfi á að vera opið, gagnsætt og réttlátt. Það er frjálslyndi.

    Það á ekki að vera háð dutlungum einstaka ráðherra – eins og því miður hefur oft verið – og ALLS ekki ákvarðað af hagsmunasamtökum.

    Hins vegar er eðlilegt að hagsmunasamtök og hagsmunaaðiljar leggi til rökstuddar tillögur að nýtingu auðlinda.

    Krafa um sjálfbæra nýtingu gengur ekki gegn frjálslyndi.
    Það þarf að hafa stjórn á nýtingu takmarkaðra auðlinda. Slík stjórnun gengur ekki gegn frjálslyndi – svo fremi sem ákvörðunarferlið er opið, gagnsætt og rökstutt vísindalegum rökum.

    Slíkt ferli breytist ekki þótt ákvörun sé tekin á þann hátt í einu öflugu fagráðuneytu – í stað margra veikra ráðuneytia þar sem duttlungar ráðherra ráða – og ákvörðunarferlið ógagnsætt.

    Síðan fellur þú í þá gryfju að persónugera embætti umhverfisráðherra. Það er heimsulegt – verð ég að segja.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sex? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur