Færslur fyrir september, 2011

Miðvikudagur 28.09 2011 - 21:51

1% vill hætta við umsókn!

Það styttist í tímamót í margra vikna baráttu andstæðinga aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu. Á næstu dögum mun 1% múrinn væntanlega falla á Facebook! Ég leit inn á Facebook síðuna „Ég vil draga ESB umsóknina til baka“. Þar hafa 3.176 eða 0,997325% þjóðarinnar sett „like“ á þessa andófssíðu gegn aðildarviðræðum. Þótt ég sé baráttumaður þess að ljúka aðildarviðræðum […]

Miðvikudagur 28.09 2011 - 07:39

Rafmagnsbílalaust á Íslandi!

Af hverju í ósköpunum er rafmagnsbílalaust á Íslandi? Við eigum nægt rafmagn og Reykjavík ætti að vera rafmagnsbílaborg heimsins #1!   Það virðast einungis vera 11 rafmagnsbílar í gangi á Íslandi.  Þetta er náttúrlega ekki á lagi. Það ætti að vera nánast regla fremur en undantekning að annar fjölskyldubíll af tveimur á höfuðborgarsvæðinu sé rafmagnsbíll. Stærsti hluti […]

Þriðjudagur 27.09 2011 - 12:18

Málefnalegt Alþingi er möguleiki

Alþingismenn geta breytt þeirri ásýnd sinn að það sé skipað „…hjörð vitleysingja þar sem hver æpir upp í annan og málefnin fjúka út í veður og vind undan hrakviðri slagorðanna.” eins og svo skemmtilega er að orði komist í leiðara DV.  Fyrst unnt var að breyta vinnubrögðum í borgarstjórn sem virtist algalin á fyrri hluta síðast […]

Laugardagur 24.09 2011 - 08:13

Braut gerðardómur lög?

Mér sýnist gerðardómur hafa brotið 2.mgr.106.gr. almennrar hegningalaga nr. 19/1940 með úrskurði sínum um kjör lögreglumanna. Málsgreinin hljóðar svo: “Sá sem tálmar því á annan hátt að handhafi lögregluvalds eða tollgæsluvalds gegni skyldustörfum sínum skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Geri maður öðrum opinberum starfsmanni slíkar tálmanir þá varðar það sektum eða […]

Föstudagur 23.09 2011 - 07:51

Rétt hjá ríkisstjórninni

Það er rétt leið og hagkvæm hjá ríkisstjórninni að fjármagna byggingu hjúkrunarheimila með lánum frá Íbúðalánasjóði hvað sem ríkisendurskoðandi segir.  Sú leið tryggir lægstu mögulega vexti vegna byggingar hjúkrunarheimila, styrkir skuldabréfasafn Íbúðalánasjóðs og skilar sér í lægri vöxtum húsnæðislána til almennings í landinu. Því ríkistryggður Íbúðalánasjóður með stórt og öflugt lánasafn sem veðsett er „kollektívt“ í stórum […]

Fimmtudagur 22.09 2011 - 09:24

Þar kom DV hefndin!

„“Talið var …“ og „Sagt er…“ er óþægilega oft grunnurinn að vafasömum fyrirsögnum og staðhæfingum í svokölluðum „úttektum“ DV – að ég tali ekki um Sandkorna. Formúlan er yfirleitt þessi: Hálf teskeið sannreyndra staðreynda. Bolli kjaftagangs af götunni (sem að hluta til getur verið réttur) 3 bollar orðagjálfurs þar sem gefið er í skyn eitthvað […]

Miðvikudagur 21.09 2011 - 07:27

Bezta frjálslyndið?

Það hefur væntanlega komið mörgum á óvart að Guðmundur Steingrímsson og samstarfsmenn hans hafi átt í viðræðum við aðilja í Bezta flokknum, Næstbeztaflokknum. L-listanum á Akureyri og önnur óháð sveitarstjórnarframboð um stofnun nýs stjórnmálaflokks. En þegar nánar er skoðað eru þessar þreifingar ekki galnar. Staðreyndin er nefnilega sú að innan þessara flokka er fjöldi frjálslynds […]

Þriðjudagur 20.09 2011 - 11:55

Þjóðaratkvæði að sjálfsögðu

Að sjálfsögðu á að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs að stjórnarskrá fyrir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alþingi er ekki treystandi til að klára málið eitt og sér. Það skiptir engu að þótt Stjórnlagaráð sé ekki lagatæknilega það Stjórnlagaþing sem upphaflega var lagt upp með þá hefur mikil og afar merkileg vinna farið fram innan Stjórnlagaráðs. Reyndar hafa […]

Mánudagur 19.09 2011 - 17:54

Bezti að styrkjast sem stjórnmálaafl

Bezti flokkurinn er að styrkjast og þróast sem stjórnmálasamtök og hefur alla burði til þess að verða áhrifamikið stjórnmálaafl til framtíðar – einn og sér – eða sem hluti nýrrar frjálsyndrar fylkingar sem gefur hefðbundnu leiðtogaræði í stjórnmálum langt nef. Ágreiningur um vinnubrögð sem nú er að koma fram á sjónarsviðið er ekki vísbending um […]

Laugardagur 17.09 2011 - 09:24

Að heimta fé af fjalli

Það er einstök upplifun og alltaf jafn gefandi að heimta fé af fjalli. Að reka safnið síðasta spölinn heim að bæ er alveg sérstakt.  Náði síðustu kílómetrunum í smalamennskunni úr Hlíðarmúlanum og Oddastaðalandinu. Stóri  í dag þegar heimaafrétturinn í Hallkelsstaðahlíð verður smalaður. Hnappadalurinn alltaf jafn fallegur – Geirhnjúkurinn gnæfir yfir hann í austri – Hlíðarvatnið […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur