Laugardagur 17.09.2011 - 09:24 - 13 ummæli

Að heimta fé af fjalli

Það er einstök upplifun og alltaf jafn gefandi að heimta fé af fjalli. Að reka safnið síðasta spölinn heim að bæ er alveg sérstakt.  Náði síðustu kílómetrunum í smalamennskunni úr Hlíðarmúlanum og Oddastaðalandinu. Stóri  í dag þegar heimaafrétturinn í Hallkelsstaðahlíð verður smalaður.

Hnappadalurinn alltaf jafn fallegur – Geirhnjúkurinn gnæfir yfir hann í austri – Hlíðarvatnið nánast slétt – glittir í Tröllakirkju á Kolbeinsstaðafjalli yfir Heggstaðamúla Þverfell.  Sandfellið smart. Rauðamelskúlur í forgrunni og Ljósufjöll í bakgrunni í vestri.  Náttúruundrið Þríhellurnar – hinir stóru og fallegu berggangar í Hlíðarmúla fanga augað.  Hnúkarnir við suðvesturhorn Hlíðarvatnsins alltaf jafn flottir.

Veðrið frábært – og lofar góður fyrir göngurnar.

Það verður góður dagur í dag – og frábært að koma heim þreyttur með á annað þúsund fjár.

Svo verður dregið á morgun.

Þar á meðal væntanlega lífgimburinn Evra sem við félagarnir gáfum G Vald í 50 ára afmælisgjöf í vor. Hennar bíður að eyða ævinni í í Staumfirði og sjá G Vald og fjölskyldu fyrir sunnudagssteikinni.

Framtíð margra annarra lamba er að lenda á diski okkar Íslendinga – og sumra að verða étin af íbúum Evrópusambandsins!

Það er mikið tækifæri fyrir íslenskan sauðfjárbúskap ef við göngum í Evrópusambandið. Þar eru markaðir sem tryggja að þessu þúsund ára hefð okkar Íslendinga – göngur og réttir – mun lifa um ókomna tíð.

Já, það verður góður dagur í dag!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Geturðu virkilega ekki sagt neitt gáfulegra en að við þurfum að ganga í ESB til að tryggja að sauðfjárbúskapur muni lifa um ókomna tíð?

    Really?

    Þannig að það er ótryggt að sauðfjárbúskapur muni lifa utan ESB, skv. þessu bulli. En nei, fyrst þú talar um sveitasæluna og göngur, þá hlýtur þú að vita hvað þú ert að tala um. Blablabla…

    Það verður góður dagur þegar þú og þínir hætta síðan að ljúga um aðlögunarferlið, og tali sannleikann til tilbreytingar.

    Hvernig væri það??

  • Hallur Magnússon

    Megir þú eiga góðan dag. Er þessi endalausi pirringur þinn ekki farinn að hafa áhrif á heilsuna?

  • Hvernig væri að þú talaðir svaraðir um aðlögunarferlið að ESB í staðinn fyrir að reyna að skjóta sífellt á mína persónu?

    Hvernig væri það?

    Geturðu ekki sagt neitt nema eitthvað tuð um mína heilsu?
    Really?

    Ég er við hestaheilsu, en pirringurinn vegna lygaáróðursins mun hvergi fara, nema ef þú og þínir hættið að ljúga.

  • …og þögnin tekur við, að venju.

    Er þessi endalausi lygaáróður um aðlögunarferlið að ESB ekki farinn að hafa áhrif á sálina?

  • Hallur Magnússon

    Palli minn.
    Það er frekar lélegt netsamband í yndislegu fjallaloftnu inn við Stórhólmavatn – þannig ég gat bara þí miður ekki svarað þér gæskurinn! En get sagt þér að það voru góðar heimtur af fjalli – og ljóst að suma lömbin munu lenda á diskum innan ESB – þar sem það er slátrað hjá KS i Skagafirði. Finnst persónulega of langt að aka dilkunum þangað – en í anda núveransi landbúnaðarstefnu – þá er búið að loka sláturhúsunum í nágreninu! … og það var ekki „vondi ESB úlfurinn“ sem sá til þess!

  • Já, við getum breytt landbúnaðarstefnu og hverju öðru sem er á þessu landi. Þurfum ekki að fórna sjálfstæði til þess og lúta erlendum yfirráðum í stóru sem smáu.

    Og síðan er það auðvitað lygarnar um aðlögunarferlið sem þið þurfið að hætta. Ég kalla bara hlutina réttum nöfnum.

    Hafðu það gott í sveitasælunni.

  • Hallur er rétt sem sagt er að kindin sem þið hálf-kratarnir gáfuð þessum vini ykkar, G Vald eða hvað sá nú heitir, hafi ekki komið af fjalli? Sagan segir að kindin hafi forðað sér norður í Skagafjörð á fjórum fótum til að verða ekki étin af ESB sinnum um leið og þeir sleikja út um, gleypa fullveldið og telja baunirnar á diskinum frá Brussel? Gengur áhugi á ESB aðild í raun og veru út á nokkuð annað en að aðildarsinnar telja að þjóðin hafi efnahagslega hagsmuni af aðild? Sjálfstæði eða fullveldi þjóða má sín lítils gagnvart þeirri peningalegu græðgi sem tröllríður þjóðfélaginu, barátta fyrri kynslóða fyrir sjálfstæði þjóðarinar má sín lítils ef hægt er að fá nokkrar baunir í viðbót á eigin disk.

  • Hallur Magnússon

    @Heiða
    Þú hefur heldur betur bætt þig í stafsetningunni!

    Ekki vænti ég þess að Evra hafi haldið í Skagafjörðinn!
    Þau lömb sem halda þangað úr Hnappadalnum eiga ekki afturkvæmt á lífi – en eru sum hver seld þaðan í bútum til Evrópusambandsins og í verslanir Bónus.

    Skógaströndin er nærri lagi. Geri ráð fyrir að hún komi fram í Vörðufellsrétt. Sýnir að Evra er ekki einanungrunarsinni og reiðubúin að kanna kosti á nágrannabæjum!

  • Hallur Magnússon

    … reyndar kom sú kenning fram að Sigrún bóndi hafi falið Evru suðrá Hafursstöðum til að tryggja að G Vald kæmi í eftirleitir!

  • Heiða

    Ein sígild spurning um sjálfsstæði og fullveldi. Telur þú að fullveldi Íslands sé meira á EES en í ESB ?

  • @ G Vald. Já ekki nokkur spurning að ekki sé nú talað um þegar stóru ríkin í ESB verða búin að breyta fyrirkomulagi ESB í yfirþjóðlegt vald eins og hugmyndir eru nú uppi um. Annars get ég frætt G Vald og aðra á því að ég hef ekki verið neitt áköf í baráttu gegn ESB. Ég skil á hinn bóginn alls ekki hvernig hægt er að gera aðild að ESB að sérstöku trúaratriði. Hvernig getur barátta fyrir því að ganga inn í erlent ríkjabandalag orðið svo mikið kappsmál fyrir einhvern að hann segi sig úr lögum við félaga til áratuga bara af því þeir eru með aðra skoðun. Ekki nóg með það heldur er viðskilnaður slíkur að trúarofstækisfólkið gegur nánast fyrir björg í ákafa sínum til að koma þjóðinni í ESB. Á sama tíma er hvert tækifæri notað til að úthúða gömlum félögum sem ekki eru sama sinnis, kalla þá afturhaldsmenn, þjóðrembinga og ég veit ekki hvað. Þetta hefur mér líkað afar illa í fari G Vald og fleiri kummpána úr hans röðum. Ef menn vilja fara úr flokki þá eiga þeir að hafa þroska til að fara burt á eigin forsendum og án þess að vera að kasta ónotum og búa til illar sögur um sína gömlu félaga.

  • Hallur Magnússon

    @Heiða.

    Aðild að ESB hefur aldrei verið trúaratriði hjá G Vald. Hann hefur hins vegar verið talsmaður þess að ganga til aðildarviðræðna og taka síðan afstöðu til þess hvort Ísland eigi að ganga ði ESB eða ekki. Reyndar hefur komið fram í máli hans að hann telji allar líkur á að góður samningur náist.

    Trúarofstækið er hins vegar meðal vina þinna í hópi andstæðinga ESB. Þar er fyrrum varaformaður Framsóknarflokksins og núverandi lobbíisti að verða æðsti prestur.

    En ef þú ferð yfir málflutning í ESB málinu af heiðarleika – þá er ljóta orðbragðið ekki hjá þeim sem vilja klára aðildarviðræður. Það er hjá andstæðingum ESB.

  • Halluuuuuuuur nú ertu alveg að missa þig. Vinnið þið ESB sinnar af heiðarleika ? Ja hérna sér er nú hver heiðarleikinn. Hvaða fólk var það sem bjó til þær sögur að á flokksþingi Framsóknarflokksins hafi gætt ríkrar tilhneigingar til öfgvafullrar þjóðernishyggju. Réttlætingin fyrir ábyrðinum og lygunum, jú það var víst sýnd íslensk glíma á fundinum með tilheyrandi fánahyllingu. Þvílíkt bull um meinta öfgvaþjóðernishyggju en engi af síður hafið þið ESB sinnar hamast á þessari vitleysu til að reyna að grafa undan fyrri félögum ykkar.
    Ég átta mig ekki á hver var „fyrrum varaformaður“ Framsóknarflokksins sem þú segir að sé Lobbíisti í dag mér dettur helst í hug að þú sért að vísa til þess starfs sem mér skilst að Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum sinni í dag. En var ekki nefndur Guðni formaður í Framsókn einmitt á gullaldarárum þínum, Gests Guðjónssonar og G Vald í þeim flokki ? Var ekki nefndur Guðni einmitt leiðtogi lífs ykkar um sinn ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur