Miðvikudagur 28.09.2011 - 07:39 - 16 ummæli

Rafmagnsbílalaust á Íslandi!

Af hverju í ósköpunum er rafmagnsbílalaust á Íslandi? Við eigum nægt rafmagn og Reykjavík ætti að vera rafmagnsbílaborg heimsins #1!   Það virðast einungis vera 11 rafmagnsbílar í gangi á Íslandi.  Þetta er náttúrlega ekki á lagi.

Það ætti að vera nánast regla fremur en undantekning að annar fjölskyldubíll af tveimur á höfuðborgarsvæðinu sé rafmagnsbíll. Stærsti hluti aksturs flestra er innan marka höfuðborgarsvæðisins þar sem ekki er þörf á stórum jeppum.

Reyndar ók ég rafmagnsdrifnum Mercedes jeppa í sumar – og það var snilld!

Ríki og Reykjavíkurborg eiga að sjálfsögðu að leggja sitt af mörkum til að fjölga verulega rafmagnsbílum. Ríki með niðurfellingu á aðflutningsgjöldum og okursköttum. Reykjavíkurborg með því að setja upp rafmagnsstæði víðs vegar um borgina og tryggja rafmagnsbílum ókeypis í bílastæði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Nei, það á að vetnisvæða bíla- og skipaflotann. Þarf ekki að skipta um vélar, bara tank. Koma svo upp vetnisstöðvum um allt land.

    Þegar batteríin og rafmagnsbílar verða í raunhæfu boði, þá væri hægt að skoða það.

  • Hallur Magnússon

    @palli

    Auðvitað á að vetnisvæða skipaflotann. En það á að rafbílavæða Reykjavík.

  • Hef heyrt að viðhaldskostnaðurinn á rafmagnsbílum sé of mikill, en það mun líklega breytast með tíð og tíma.

    Ef það er hagstæðara að kaupa rafmagnsbíla og halda þeim við, en að breyta bara núverandi bílum og vetnisvæða flotann, þá það.

    Hef ekki séð svart á hvítu að rafmagnsbílar séu hagstæðari en vetnisbílar, með viðhaldi og alles. Auðvitað þróun í gangi, en samt.

  • Þórhallur Jósepsson

    Nokkur atriði sem gætu skýrt hve fáir rafknúnir bílar eru hér:

    1. Dreifikerfi vantar. Raflínur eru um allt, en ekkert dreifikerfi rafmagns til að „fylla á“ bílana með auðveldum og fljótlegum hætti.

    2. Hingað til hafa rafhlöður alls ekki verið nægilega góðar til að standast samkeppni við bensín, olíu eða metan. Til eru nógu öflugar rafhlöður, en þær dofna fljótt.

    3. Rafhlöður þarf að endurnýja og þær eru firna dýrar.

    4. Hleðslan endist allt of stutt, ef nota þarf miðstöðina í bílnum, hún tekur gríðarmikla orku.

    5. Rafhlöður hafa illa staðist kulda, dofna hratt við lækkun hita, verða mjög slakar í miklu frosti.

    Þetta eru meðal helstu atriða sem valda því að lítið sem ekkert gengur að selja rafbíla í Bandaríkjunum, þrátt fyrir bestu fáanlega tækni í rafbúnaðinum. Enn sér ekki fyrir endann á þessum vandamálum, ég veit að sölumenn rafbíla og hugmyndarinnar um rafbíla mótmæla þessu – en reynslan segir annað.

  • Þórhallur, sjötta atriðið:

    6. Verð á rafmagnsbílun enn sem komið er alltof hátt.

  • Nú það er auðvitað af því að …. kompúter ses NÓ!
    Annars með vetnið, er það ekki „óbeint“ rafmagn, þarf ekki alltaf rafmagn til að vinna það?

  • Þóhallur er með kjarna málsins.
    Það er skynsamlegt að doka aðeins við áður en rokið er til við að fjárfesta í dýrum innviðum sem þarf til stórfellddrar rafbílavæðingar.
    .
    Samt sem áður mætti ríkið vera aðeins meira hvetjandi.
    .
    http://www.nytimes.com/2011/06/12/automobiles/autoreviews/12ELECTRIC.html?_r=1&scp=3&sq=electric%20cars&st=cse

  • Sigurður Haukur

    Þetta er nú þegar raunhæfur kostur fyrir okkur á Íslandi. Eina sem þarf að gera er að hrinda þessu í framkvæmd eins og t.d Danir hafa gert:
    http://www.betterplace.com/

  • Ef rafbílar væru einfaldlega samkeppnisfærir við bensín- og díselbíla væru þeir algengari en þeir eru. Þeir eru hinsvegar allt of dýrir enn sem komið er, drægi þeirra of lítið, hleðslutíminn of langur, geta hinna rándýru rafhlaða minnkar 30-40 % á nokkrum árum auk þess sem skipta þarf um þær eftir 7-8 ára notkun. Auk þess þola þær illa kulda eins og hér er algengur á vetrum.
    Stjórnmálamenn reyna að keyra svokallaða umhverfisvæna bíla ofan í kokið á fólki með himinháum niðurgreiðslum en þrátt fyrir það vill enginn sjá þá. Segir það ekki eitthvað?
    Að nokkrum manni skuli svo detta í hug að hagkvæmt sé að umbreyta raforkunni í vetni áður en það hún er nýtt til að knýja bíla er ótrúlegt.

  • Sigurður Hreinn Sigurðsson

    Sjálfur hef ég töluvert ekið á rafmagnsbíl í Osló og finnst það frábært. Þar eru mjög margir rafmagnsbílar, samt er kaldara í Osló en í Reykjavík, vegalengdir meiri og brekkur fleiri og brattari.

    Í Osló hefur markvisst verið unnið að því að gera það aðlaðandi að aka um rafmagnsbílum. Þar greiða menn engin gjöld af þeim og njóta forgangs í umferðinni (mega nota akgreinar fyrir strætó og leigubíla). Á nokkrum stöðum í borginni eru bílastæði með innstungum þar sem hægt er að hlaða bílana og hvergi þarf að borga vegatolla eða í stöðumæla að því að mér skilst.

    Það hlýtur að vera skammhlaup í hausnum á íslenskum stjórnmálamönnum.

  • Hallur Magnússon

    @Siggi Hrellir

    NKL!

  • Hörður

    „Að nokkrum manni skuli svo detta í hug að hagkvæmt sé að umbreyta raforkunni í vetni áður en það hún er nýtt til að knýja bíla er ótrúlegt.“

    Þú vilt frekar eyða tugum milljarða á hverju ári í erlendan gjaldeyri til að kaupa eldsneyti að utan?

    Vetnisvæðing er málið. Innlend orka. Gjaldeyrissparnaður. Þegar rafmagnsbílar verða samkeppnishæfir þá að skoða það. Vetnisvæðing þangað til.

    Þarf ekki að kaupa nýja bíla eða skip, bara breyta.

  • @palli:
    Hvar nákvæmlega sagðist ég vilja eyða tugmilljörðum í að kaupa eldsneyti að utan? Undarlegar svona strámannsröksemdir.

    Metan hefur sýnt sig vera hagkvæmur, innlendur orkugjafi og sjálfsagt að nýta það eins og hægt er. Það þarf hinsvegar óhemjumagn af raforku til að framleiða vetni auk margra annarra ókosta þess. Enn sem komið er eru rafbílar svo óhagkvæmur kostur, meira að segja hér þar sem gnægð er af ódýrri raforku.

  • Hörður

    Þetta var spurning, sbr. spurningarmerki í lok setningarinnar. Strámannsröksemdir?!? Lærðu bara málfræði, vinurinn.

    Er það ekki staðreynd að tugmilljörðum er eytt á ári hverju í erlent eldsneyti?

    Nú kann ég ekki smáatriðin varðandi vetnisframleiðslu, nema að það er vatn sem er rafgreint með rafmagni. Hver er reynslan af vetnisstöðinni upp á höfðum?

    Fyrst þú ert svo viss um þinn málstað þá væru nánari upplýsingar vel þegnar, ef þær eru í boði.

    Eins og þú segir, þá er hér gnægð af ódýrri raforku. Það er staðreynd að við eyðum mjög miklu í erlendan gjaldeyri vegna eldsneytiskaupa.

    Það væri gott að fá niðurnegldar staðreyndir og tölur í þetta, og þá inn í þeim mun á kostnaði við að kaupa rafbíla (sem eru líklegast óhagkvæmt) og að breyta flotanum til að ganga á vetni (eða metani).

  • Þarf ekki annað en að kíkja á t.d. Wikipedia:
    „The drawbacks of hydrogen use are low energy content per unit volume, high tankage weights, very high storage vessel pressures, the storage, transportation and filling of gaseous or liquid hydrogen in vehicles, the large investment in infrastructure that would be required to fuel vehicles, and the inefficiency of production processes.“

    Bílaframleiðendur benda á að það sé allt að tífalt dýrara að fjöldaframleiða vetnisbila en rafmagnsbíla. Vetni er síðan ekki náttúrulegt eldsneyti heldur orkuberi og umbreytingin úr raforku yfir í vetni er afar óhagkvæm.

  • Rafhlaða í rafmagnsbíl með 200km drægni kostar um 3millur með 5ára ábyrð
    ég keyri 30 þús.km. á ári á bíl sem eyðir 10L og það kostar mig um 710þús. á ári þannig að 710 þús. x 5 ár = 3,55 millur + olíuskipti 3 x á ári, tímareimaskipti, kerti ofl. sem tilheyrir bensínbíl. rafmagnskostnaðurinn á rafmagnsbíl við sama akstur er 28.800kr á ári sinnum 5 = 144þús. þannig að þegar ég kaupi rafmagnsbíl þá má reikna með 5 ára bensínbyrgðum inniföldum í verðinu svo allt umframm það er hreinn sparnaður.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur