Færslur fyrir október, 2011

Mánudagur 31.10 2011 - 08:06

Stjórnarslit í uppsiglingu?

Eftir landsfund VG læðist að manni sá „ótti“ að það séu stjórnarslit framundan. Nema Steingrímur J. ætli enn og aftur að vinna þvert gegn eigin stefnu. Eða Jóhanna að yfirgefa grundvallarstefnu Samfylkingarinnar. Annað hvort þarf að gerast ef ríkisstjórnin ætlar að lifa.

Laugardagur 29.10 2011 - 10:36

Lúpínuskaðræðið

Nú er komið í ljós að lúpínan er ekki einungis skaðræði í náttúru Íslands vegna ruðningsáhrifa sinna og lýta í landinu heldur er hún einnig stórhættuleg vegna eldhættu í þéttbýli! Hvenær ætli holtin á höfuðborgarsvæðinu fari að loga?

Föstudagur 28.10 2011 - 11:57

Stórstjörnuhrap!

Íslendingar hafa horft upp á algert stjörnuhrap virtra álitsgjafa um efnahagsmál undanfarna daga. Menn sem við höfum tekið mark á. Ég geri ekki athugasemdir við skoðanir þeirra – en er afar hugsi að menn geti komið í skjóli frægðar sinnar og haldið fram einu og öðru um íslenskt efnahagslíf – án þess að hafa kynnt […]

Fimmtudagur 27.10 2011 - 14:11

Kirsuberjagarðurinn Ísland

Við lifum í Kirsuberjagarðinum Íslandi. Eftir Tsékhov. Það er vandamálið.

Miðvikudagur 26.10 2011 - 20:11

Mannréttindi útigangsfólks

„Á undanförnum árum hefur heilbrigðisástandi útigangsfólks; drykkjufólks og annarra fíkla hrakað. Síðasta vetur urðu nokkrir úti á götum borgarinnar. HIV grasserar meðal sprautunotenda og veikari og veikari einstaklingar leita til heilbrigðisþjónustunnar. Útskúfun þessa fólks úr mannlegu félagi er alvarlegt mannréttindabrot. Nauðsynlegt er að koma upp neyðarskýlum fyrir fólk sem ekki er tilbúið til að hætta […]

Miðvikudagur 26.10 2011 - 08:01

Pólitísk lögregla?

Það hafa margir fagnað beinum afskiptum hápólitískra Alþingismanna af því sem lög gera ráð fyrir að vera fagleg stjórn og réttilega skipuð af framkvæmdavaldinu sem vann vinnuna sína í samræmi við lög og reglur. Þessi óeðlilegu afskipti hápólitískra Alþingismanna sem þoldu ekki að hæfur einstaklingur sem hafði sér það eitt til sakar unnið að vera úr öðrum stjórnmálaflokkin en […]

Þriðjudagur 25.10 2011 - 19:35

Nýtt tákn pólitískrar spillingar

Samfylkingarmaðurinn Helgi Hjörvar er nýr holdgervingur pólitískrar spillingar. Hann stendur framar gömlu pólitísku spillingarhundunum. Pólitísk spilling og vinaráðningar gamla íhaldsins og gömlu Framsóknar var innan gildandi laga og reglna.  Löglegar en siðlausar. Einnig pólítískar ráðningar Samfó eftir að hún komst í ríkisstjórn með íhaldinu og VG þegar þau komust í þá stöðu að ráða fólk […]

Mánudagur 24.10 2011 - 20:07

Vélaður í nafni Halldórs Laxness

Ég get sagt frá því núna. Ég var fyrir rúmum 20 árum vélaður í nafni Halldórs Laxness. Hef skammast mín fyrir það alla tíð. En ákvað að segja frá því eftir umfjöllun um Halldór í sjónvarpinu i kvöld. Þótt ég væri ferlega blankur þá ákvað ég að taka tilboði sölumanns sem var að selja bækur […]

Laugardagur 22.10 2011 - 20:09

Jóhanna klúðraði

Jóhanna Sigurðardóttir hafði um helgina sögulegt tækifæri til að ná áður óþekktum hæðum í íslenskum stjórnmálum. En hún klúðraði því. Líklega vegna þess að hún er gamaldags pólitíkus!  Skilur ekki ákall nýrra tíma. Ekki frekar en Samfylkingin. Eða Sjálfstæðisflokkurinn. Eða Framsóknarflokkurinn. Eða VG. Eða Hreyfingin sem heldur að hún hafi einkarétt á búsáhaldabyltingunni. Framsóknarflokkurinn og […]

Fimmtudagur 20.10 2011 - 22:48

Hin heilögu hreindýr

Ég fann verulega til með hreindýratörfunum tveimur sem hanga saman á hornunum í víraflækju austur í Flatey á Mýrum. Sá þá berjast hatrammlega á mánudagskvöldið þegar við félagarnir vorum að undirbúa gæsaveiðar í rokinu á gullnum ökrunum undir björtum skriðjöklunum við Hornafjörð. Við höfðum samband við hreindýraeftirlitsmanninn og létum vita – en fengum þau svör […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur